Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 1. júní 2011 17 Um þessar mundir standa vel-ferðarráðuneytið og Jafn- réttisstofa fyrir fræðsluátaki um kynbundið ofbeldi. Í stórri rann- sókn sem gerð var á árunum 2009-2011 fyrir velferðarráðu- neytið kom fram að mikil þörf er fyrir almenna fræðslu sem og grunn- og endurmenntun fag- stétta, ekki síst heilbrigðisstétta um kynbundið ofbeldi, einkenni þess og afleiðingar. Unnið er að margvíslegum rannsóknum en þær þarf að kynna betur, efla og fylgja eftir með úrræðum. Þá skortir okkur þekkingu á ákveðn- um hópum, t.d. fötluðum konum og körlum og erlendum konum. Tölur frá Kvennaathvarfinu um komur erlendra kvenna eru þess eðlis að þær kalla á sérstakar aðgerðir. Í glænýrri skýrslu UNICEF á Íslandi er því haldið fram að kynferðisofbeldi sé mesta ógnin við velferð barna á Íslandi. Slíkt ástand getur velferðarríkið Ísland að sjálfsögðu ekki sætt sig við. Frá upphafi starfsemi Stígamóta árið 1990 til 2010 hafa 5.653 einstak- lingar leitað sér aðstoðar vegna kynferðisofbeldis. Ofbeldismenn eru 7.969 samkvæmt skýrslu Stíga- móta en sumir kunna að koma oftar en einu sinni við sögu. Konur eru mikill meirihluti brotaþola en smám saman hefur verið að koma í ljós hve margir drengir hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og er þar skemmst að minnast sögu sumra Breiðavíkurdrengjanna. Lang- flestir verða fyrir kynferðislegri misnotkun á barnsaldri en ljóst er að hvaða ofbeldi sem á í hlut eru það allt of margir sem hvorki kæra né leita sér hjálpar. Það er líka rétt sem fram kemur í skýrslu UNICEF að hér skortir rannsóknir á kynferðisofbeldi gegn börnum, orsökum þess og afleiðingum. Afleiðingar kyn- ferðisofbeldis eru mjög alvarlegar og sýna rannsóknir að þótt hægt sé að veita mikla hjálp eru sárin mjög djúp. Hér á landi er boðið upp á meðferð fyrir unga gerendur sem eru allt niður í 13 ára gamlir en bæta þarf í varðandi fyrir- byggjandi aðgerðir, t.d. að heim- ila rafrænt eftirlit með kynferðis- brotamönnum líkt og gert er t.d. í Danmörku. Eitt af því sem þarf að rann- saka er hversu stór hluti öryrkja eru þolendur ofbeldis. Það vekur athygli að konur eru rúmlega 61% öryrkja. Það þýðir að það eru tæp- lega tvær konur á móti hverj- um einum karli í röðum öryrkja. Hver er skýringin á þessu? Hversu margar þeirra hafa gengið frá Heródesi til Pílatusar í leit að réttri greiningu án þess að vera spurðar hvort þær hafi orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á ævi sinni. Í fyrrnefndri könnun kom fram að 42% íslenskra kvenna hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á ævi sinni eftir 16 ára aldur. Það er því sannarlega ástæða til að tekin verði upp skimun fyrir ofbeldi á öllum stigum heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ýmis konar úrræði eru í boði fyrir þolendur kynbundins ofbeld- is, svo sem neyðarmóttökur í Reykjavík og á Akureyri, Kvenna- athvarfið, Stígamót, Aflið, Sól- stafir, Blátt áfram, sími Rauða krossins og verkefnið Karlar til ábyrgðar sem býður körlum sem beita ofbeldi upp á meðferð. Betur má þó ef duga skal. Að undanförnu höfum við verið minnt rækilega á að við búum í landi eldgosa. Þau eru þeim mönnum og málleysingjum sem fyrir verða afar erfið en þau kalla líka á þjóðarsamstöðu og samhug. Er ekki kominn tími til að efna til þjóðarsamstöðu gegn ofbeldi af öllu tagi? Við þessi 300.000 manna þjóð á eyju í Norður-Atlandshafi hljótum að geta kveðið ofbeldið niður, hvort sem það á sér stað á götum úti, í skúmaskotum eða það sem er algengast: inni á heimilum. Ekkert barn á að verða fyrir eða alast upp við ofbeldi. Engin kona á að sæta líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Enginn karl á að verða fyrir eða beita ofbeldi. Það eru mannréttindi að búa við öryggi. Skerum upp herör gegn ofbeldismenningunni og ofbeld- isdýrkuninni sem er allt í kring- um okkur. Hingað og ekki lengra – efnum til þjóðarátaks gegn ofbeldinu. Drögum tjöldin frá. Þjóðarátak gegn ofbeldi Með reglulegu millibili heyr-ast raddir framámanna úr atvinnulífinu um skort á tækni- menntuðu fólki. Illa gangi að fylla stöður verkfræðinga og tækni- fræðinga með bakgrunn í hátækni-, véla- og rafmagnsgreinum, og einn- ig sé skortur á tölvunarfræðingum. Þá er hnippt í skólakerfið, sem ekki standi sig í því að laða nemendur að þessum greinum í þeim mæli sem atvinnulífið þarfnast til að byggja upp starfsemi tengda nýsköpun og framleiðslu. Frá bæjardyrum háskólakenn- ara séð væri vissulega gaman að sjá fleiri nemendur velja þess- ar greinar, en það er þó mikið af góðum nemendum sem fara í gegn- um námsbrautir á þessum sviðum. Vandinn er að fá þá út í íslenskt atvinnulíf. Margir háskólakennarar hafa á tilfinningunni að mjög margir nem- endur séu á leið úr landi að námi loknu. Margir fara út fyrir land- steinana í framhaldsnám, eins og rík hefð er fyrir á Íslandi, en breyt- ingin sem má merkja er fyrst og fremst sú að þessir nemendur virð- ast ekki endilega stefna aftur heim að námi loknu. Þeir vita sem er að sérfræðiþekking á þessum svið- um er eftirsótt alþjóðlega og veitir tækifæri víða. Það er ekki bara á Íslandi sem sókn nemenda í þessar greinar véla og rafmagns nær ekki að anna þörf atvinnulífsins. Þá komum við að kjarna málsins. Launakjör á Íslandi hafa versnað mikið frá hruni bankakerfisins, sérfræðinga sem annarra, og þótt laun þeirra séu ágæt á íslenskan mælikvarða eru verkfræðingar og tæknifræðingar sem starfa hér á landi með innan við helming þeirra launa sem bjóðast í nágrannalönd- unum. Að auki hafa kauphækkanir, skattar, bótaumhverfi og ívilnanir beinst að því að bæta kjör þeirra lægst launuðu, en þeir sem til- heyra hærri tekjuhópum hafa setið eftir og þurft að taka á sig aukn- ar álögur. Í þessu felst verulegur hvati til að fara úr landi fyrir þá sem hafa eftirsótta þekkingu sem veitir starfstækifæri víða, og að sama skapi er síður fýsilegt fyrir sérfræðinga að snúa heim að fram- haldsnámi loknu. Tæknimenntað fólk á sviðum hátækni, véla og rafmagns er lyk- illinn að nýsköpun og uppbyggingu þekkingarmiðaðs, framleiðsludrif- ins atvinnulífs. Það er misskilning- ur að lág laun á Íslandi styrki sam- keppnisstöðu þekkingarfyrirtækja hér. Til lengri tíma mun það skerða samkeppnishæfni þessara fyrir- tækja hér ef kjör sérfræðistétta eru langt frá því að vera samkeppnis- hæf miðað við nágrannalöndin. Af sömu ástæðu er varhugavert fyrir hið opinbera að þrengja óhóflega að þeim sem eru með tekjur yfir meðallagi, því hætta er á því að þeir sem hafa tækifæri víða kjósi með fótunum. Þá munu háskólarnir bara halda áfram að mennta fyrir Noreg, en íslenskt atvinnulíf eflist hægar en annars gæti orðið. Launakostnaður og samkeppnishæfniOfbeldi Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu Kjaramál Guðrún Sævarsdóttir lektor við Háskólann í Reykjavík Í fyrrnefndri könnun kom fram að 42% íslenskra kvenna hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á ævi sinni eftir 16 ára aldur. Skvísubók af bestu gerð Bók mánaðarins er skáldsagan Allt á floti eftir Kajsa Ingemarsson Allt á floti er ný skvísubók eftir einn alvinsælasta höfund Svíþjóðar um þessar mundir, Kajsa Ingemarsson, sem er Íslendingum að góðu kunn fyrir Sítrónur og saffran. Fyrstu 50 kaupendur í Eymundsson í Kringlunni fá áritað eintak af Sítrónum og saffran í kaupbæti. 1.999* TILBOÐ KRÓNUR Fullt verð 2.699 kr. *Gildir til 30. júní nk. Kajsa kemur einnig fram á höfundakvöldi í Norræna húsinu kl. 20 í kvöld. Allir velkomnir. Hittu höfundinn! Kajsa verður í Eymundsson í Norður-Kringlu í dag kl. 17. JÚNÍ E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 9 7 4 Gunnhildur Magnúsdóttir, starfsmaður Eymundsson Austurstræti, mælir með bók mánaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.