Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 44
1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR32 folk@frettabladid.is útgáfum um allan heim, Sjálfstætt fólk er sú bók Halldórs sem víðast hefur farið. Valgerður segir hins vegar nánast vonlaust að skjóta á heildartölu seldra bóka hjá Hall- dóri. „Sölutölur frá fimmtíu ára tímabili liggja hvergi á lausu, þannig að þetta verður aldrei nákvæmt. Það er vitað að oft á tíðum bárust hvorki íslenskum útgefanda Halldórs né Halldóri sjálfum söluyfirlit að utan og jafn- framt er vitað að oft voru bækur hans endurprentaðar án þess að viðkomandi forlög sendu upplýs- ingar um slíkt hingað til lands. Ég hef persónulega viljað halda mig nálægt sjö til átta milljónum ein- taka en ég hef alltaf viljað stíga varlega til jarðar hvað slíkar tölur varðar.“ freyrgigja@frettabladid.is Coldplay hefur tilkynnt að nýtt lag sé væntanlegt frá hljómsveit- inni laugardaginn 4. júní. Lagið heitir Every Teardrop Is a Water- fall. Hægt verður að hlusta á lagið frá og með næsta föstudegi á vefsíðu Coldplay, en lagið er það fyrsta sem Chris Martin og félagar senda frá sér frá því þeir gáfu út Strawberry Swing árið 2009. Í millitíðinni kom reyndar út jólalagið Christmas Lights, en þau telja ekki með. Síðasta plata sem Coldplay sendi frá sér var Viva la Vida or Death and All His Friends sem kom út árið 2008. Ný plata er væntanleg á þessu ári, en hún hefur ekki ennþá hlotið nafn. Coldplay sendir frá sér nýtt lag VIRK Coldplay sendir frá sér nýja plötu á þessu ári. Hinn ávallt unglegi Billy Joe Armstrong, söngvari og gítarleik- ari hljómsveit- arinar Green Day, lýsti yfir á Twitter-síðu sinni á dögun- um að hann og hljómsveitar- félagar hans væru duglegir við að semja lög þessa dagana. „Green Day er búin að semja ný lög á hverjum degi,“ sagði hann. „Við eigum tonn af nýjum lögum. Við erum að fara í ferska og kröftuga átt.“ Green Day sendi síðast frá sér plötuna 21st Century Breakdown árið 2009, en platan var sú áttunda í röðinni frá þessari vinsælu hljómsveit. Hljómsveitin hafði hingað til ekki gefið neitt upp um nýja plötu, en nú vonast aðdáend- ur hljómsveitarinnar til þess að plata sé væntanleg frá Green Day á árinu. Eiga nóg af lögum á lager Í GANG Búast má við að ný plata frá Green Day líti dagsins ljós í ár eða á næsta ári. Bækur Halldórs Laxness hafa selst í sjö til átta millj- ónum eintaka. Þær hafa verið þýddar á yfir fimm tugi tungumála og gefnar út í sex hundruð útgáfum um allan heim. Sjálfstætt fólk er enn mest selda bókin eftir Íslending. Mikla athygli vakti þegar Frétta- blaðið greindi frá því að sjálfur James Bond, Daniel Craig, hefði gengið inn í bókabúð í smábænum Oswestry í Shropshire-sýslu og beðið sérstaklega um Sjálfstætt fólk eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness. Bókin var þá ekki til en bóksalinn útvegaði sér hana skömmu seinna og hyggst hafa hana tilbúna handa Craig þegar hann rekur inn nefið næst. Valgerður Benediktsdóttir hjá réttindastofu Forlagsins segir í samtali við Fréttablaðið að þegar bókin hafi komið út í Bandaríkj- unum árið 1946 hafi hálf millj- ón eintaka selst á tveimur vikum. „Bókin kom líka út í stóru upplagi á sínum tíma í ýmsum löndum, eins og Sovétríkjunum sálugu, Kína og Indlandi. Beinharðar sölutölur eru hins vegar hvergi til enda langt um liðið. Ég gæti skotið á að bókin hafi selst í þremur til fjórum milljónum eintaka en það er þó skot út í loft- ið.“ Valgerður segir að Sjálfstætt fólk sé mest selda bók eftir Íslend- ing fyrr og síðar. Bækur Arnalds Indriðasonar gætu þó farið að skáka þeim titli á næstu árum. „Að minnsta kosti þrjár bækur Arnalds hafa rofið milljón eintaka múrinn; Mýrin, Napóleonsskjölin og Grafar- þögn. Napóleonsskjölin seldust til að mynda í yfir einni milljón ein- taka bara í Þýskalandi,“ segir Val- gerður, en samkvæmt síðustu sölu- tölum hefur Arnaldur selt ríflega sjö milljónir eintaka. Halldór er þó eflaust ennþá viðförlasti rithöfundur Íslands því bækur hans hafa verið þýdd- ar yfir á tæplega fimmtíu tungu- mál og komið út í á sjötta hundrað Sjálfstætt fólk hefur selst í fjórum milljónum eintaka VÍÐLESIÐ NÓBELSSKÁLD Bók Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk, hefur selst í þremur til fjórum milljónum eintaka. Erfitt er hins vegar að fá sölutölur staðfestar, þar sem hvergi er til heillegur listi yfir seld eintök bóka Nóbelsskáldsins. Arnaldur Indriðason hefur selt yfir sjö milljónir eintaka en þrjár bækur hans hafa rofið milljón eintaka múrinn. Sjálfstætt fólk er þó enn mest selda bókin eftir Íslending. Bækur Halldórs Laxness hafa verið þýddar á yfir fimmtíu tungumál og þá gefur breski útgáfurisinn Random House bækur hans út í fimmtíu löndum. Meðal tungumála sem Hall- dór hefur verið þýddur yfir á eru: Albanska Armenska Arabíska Aserska Bengalska Esperanto Hebreska Hvít-rússneska Kóreska Moldóvska Orija-mál, Indlandi Úsbekíska VÍÐFÖRULL 86 MILLJÓNIR DALA komu inn í kassann fyrstu sýningarhelgi gamanmyndarinnar The Hangover 2 með þeim Bradley Cooper, Zach Galifianakis og Ed Helms. Myndinni tókst næstum því að slá met The Matrix: Reloaded yfir aðsókn á bannaðar myndir. Framleiðendur sjónvarpsþátt- arins Cougar Town, sem hefur verið sýndur á Stöð 2, hafa í hyggju að breyta nafni þáttar- ins, finnst það vera útvatnaður brandari. Þeir hafa biðlað til aðdáenda um að koma með tillögur að nýju nafni. Cougar Town er nú á sínu þriðja ári og skartar gömlu Fri- ends-leikkonunni Courteney Cox í aðalhlutverki. Framleiðendun- um finnst nafnið ekki vera nógu lýsandi fyrir efni þáttanna, en þeir snúast að mestu leyti um áfengis- drykkju og ástir miðaldra fólks í einu af fjölmörgum úthverfum Banda- ríkjanna. „Ég próf- aði Sunshine State og Grown Ups en þau nöfn voru of lík nöfnum þátta sem voru fyrir á dagskrá,“ segir Bill Lawrence, einn af framleið- endum þáttarins. Vilja breyta nafninu ENDURNEFNA Cougar Town verður endur- nefndur þegar hann snýr aftur í þriðja sinn. Courteney Cox leikur þó áfram aðalhlut- verkið. Catherine Hardwicke, leikstjóri Twilight-myndanna, er ánægð með að leikararnir Robert Pattin- son og Taylor Lautner hafi verið tilnefndir fyrir besta kossinn á MTV-kvikmyndaverðlaununum. Um er að ræða kossa þeirra og leikkonunnar Kristen Stewart á hvíta tjaldinu. „Kannski verð- ur þetta jafntefli. Það væri það besta í stöðunni,“ sagði Hardwicke, sem síðast leikstýrði myndinni Red Riding Hood. Tilnefndir fyrir kossa v Gríptu tækifærið og græjaðu þig upp fyrir bústaðinn. Magnaðir miðvikudagar! 4GB minnislykill fylgir öllum netlyklaáskriftum í dag - sláttuvélar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.