Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 1. júní 2011 18 Ráðherra velferðarmála hóf ófrægingarherferð gegn tann- læknum og þeirra starfi úr ræðu- stól Alþingis í síðustu viku. Fót- gönguliðar ráðherrans bregðast skjótt við herútkallinu og hamast í öllum miðlum með dyggri hjálp fréttamanna. Óhróðri og blekking- um er jafnóðum dælt út frá emb- ættismannaliðinu sem hlýðir kalli meistara síns. Ráðherrann getur glaðst yfir árangrinum. Tann- læknar eru nú samkvæmt áróðri ráðherrans, sneyddir skilningi á samhjálp og félagslegri liðveislu og orðrétt segir einn dyggur fótgönguliði ráðherrans: „… tannlæknablóðsug- urnar hér á landi eru skítsama um tekjulága foreldra hér á landi þessi stétt hugsar bara um sitt eigið rassgat og blóð- mjólkar kúnnann mörg- um sinnum.“ Þrjúhundruð milljónirnar Þrátt fyrir þessa herleið- ingu ráðherrans væri honum nær að svara því hvað varð um þau hundr- uð milljóna (meira en milljarður á síðustu árum) sem fjárveitingavald- ið ætlaði til tannlækningatrygginga en voru ekki nýttar. Sjúkratrygg- ingar svara því til að þessir aurar hafi „bara farið í hítina“!? Þessi sára neyð barna og þörf á tann- lækningum var ekki metin meiri en svo af ráðherranum og forver- um hans, að framlag Alþingis til tannlæknatrygginga fór ekki til tannlækninga barna og ungmenna, heldur „fór bara í hítina“. Hítin er auðvitað reisur ráðherra og risna embættisliðsins. Eitt hundrað og fimmtíu milljónirnar Þegar ráðuneyti velferðarmála þurfti ný leiktjöld vegna sinnu- leysis og klúðurs ráðuneytisins í tannheilsumálum var farið af stað með „átak“. Það var kynnt þannig að nýr sjóður hefði verið myndað- ur upp á 150 milljónir sem varið skyldi til tannlækninga þeirra sem ráðuneytið skilgreindi sem fátæka. Þessi „sjóður“ er blekking. Framlagið í „sjóðinn“ er tekið úr framlagi Alþingis til tannlækna- trygginga. Tryggingaþegum er því mismunað, framlag skert hjá sumum og fært til annarra án nokkurra lagaheimilda eða raka. Auglýsingar og ferðakostnaður Ráðherra velferðarmála ætti að svara því hvað miklu hefur verið varið til auglýsinga á þessum „ókeypis“ tannlækningum. Aug- lýsingum sem hafa dunið á okkur í öllum fjölmiðlum. Auglýsingum sem kynna vel og dyggilega mann- gæsku ráðherrans og samúð með „fátækum“. Og mannvonsku tann- læknastéttarinnar að taka ekki þátt í fúskinu. Einnig ætti ráð- herrann að svara því hvað mikið fer í ferðakostnað tryggingaþega og fylgdarmanna til að uppfylla kvaðir ráðherrans um „ókeypis“ tannlækningar í Reykjavík, einu sveitar- félaga. Til hliðsjónar má benda ráðherranum á að greiðsla SÍ til tann- lækninga tryggingaþega sem leituðu lækninga hjá blóðsugunni nam alls 1,7 milljónum á síðasta ári. Staða og aðkoma tannlæknadeildar HÍ Sú ógæfa hefur hent tannlæknadeild að hafa eytt umfram heimildir tugmilljóna króna á und- anförnum árum. Líklega ein verst rekna deild HÍ. Þessu varð að sópa undir stól. Til að færa úr einum vasa ríkissjóðs í annan þá rennur framlag vel- ferðarráðherrans til tannlækninga „fátækra“ barna í vasa mennta- málaráðherrans á formi greiðslu til tannlæknadeildar vegna átaksins. Snilldin er augljós en sukkið í fjár- munum almennings með þessum tilfærslum er hvorki haldið á lofti af fótgönguliðum né embættisliðinu. Átakið er sem sé til að laga bága fjárhagsstöðu tannlæknadeildar eins og forseti deildarinnar hefur kynnt tannlæknum. Hvar er fagmennskan? Ráðherra velferðarmála gortaði sig af því að hann hefði verið skóla- maður í 27 ár. Þess vegna er hann eins og leir í höndum embættis- manna sem hugsa um það eitt að hafa nóg af peningum handa á milli til að halda góðri siglingu á skrif- stofuhaldi og pappír ráðuneytisins. Deildarstjóri í velferðaráðuneytinu, tannlæknir að mennt, upplýsir að 150 börn hafi verið skoðuð í þessu átaki. Hafi verið skoðuð! Með sama áframhaldi tekst ekki einu sinni að skoða þau 574 börn sem þegar eru skráð í þetta átak. Og hvað svo? Langflest þessara barna hafa verið hjá tannlæknum sem hafa skoðað þau og ástand þeirra liggur fyrir. Þessi átaksskoðun breytir því engu um tannheilsu þessara barna. Engin eftirfylgni, engar tannheilsu- bætandi aðgerðir, ekkert hefur breyst. Þetta er fúsk. Af hverju vantar tannlækna í þetta „átak“? Af eintómri smekkvísi telur deildar- stjóri velferðarráðuneytisins (tann- læknir) að kæra eins tannlæknis til samkeppniseftirlitsins hafi gert útslagið að tannlæknar fáist ekki til að taka þátt í þessu átaki. Undirrituð tannlæknablóðsuga kærði þetta verkefni velferðaráðherra þar sem engar faglegar forsendur eru fyrir framkvæmd verkefnisins, gróflega er verið að mismuna tryggingaþeg- um, tryggingaþegar eru flokkað- ir eftir tekjum en ekki tannheilsu, átakið kostar margfalt meir en að greiða fyrir nauðsynlegar tann- lækningar allra barna og ungmenna og peningum er ausið í auglýsingar, stjórnun og ferðakostnað. Auk þess er verkefni ráðherra í beinni sam- keppni við mig sem greidd er niður af almannafé. Það hefur aldrei verið sýnt fram á að tekjulágir hafi verri tennur en aðrir þjóðfélagshópar. Í rannsókn sem undirrituð blóðsuga framkvæmdi í Úganda kom einmitt í ljós að flestar tannskemmdir voru í börnum þeirra sem töldust efna- meiri á þeirra mælikvarða. Fyrstu tannskemmdir á Íslandi greind- ust í tönnum biskupa sem voru yfirstéttin á 18. öld. Að lokum Ég er tannlæknir með stofu í rekstri. Þarf að greiða lögboðin gjöld af mínum rekstri, laun og viðhald, endurnýja tæki, leggja til bestu efni og áhöld. Ég get ekki boðið ókeypis tannlækningar. Ég get ekki keppt við „átak“ ráð- herrans. Ég, einn vesæll maður, stenst ekki árásir blýantsnagara ráðuneytisins, níð fótgönguliða hans, árásir og útúrsnúninga frétta- liðsins. Ráðherra velferðarmála hóf ófrægingarherferð sína með því að halda fram að tannlæknar notuðu börn sér til framdráttar í kjara- baráttu. Til að koma honum í skiln- ing um hvað hann sagði þá fullyrði ég að hann noti heimatilbúna skil- greiningu á fátækt og slæma tann- heilsu barna til að upphefja póli- tíska persónu sína og til að koma höggi á mig og starf mitt. „Tannlæknablóðsuga“ svarar fyrir sig Nú ráðgera ríkisstjórnarflokk-arnir framtíðarráðstöfun á sameiginlegri auðlind okkar landsmanna. Loforð þeirra var innköllun, sem skyldi gerast á að hámarki 20 árum, en niðurstað- an er að útgerðinni skulu afhent að lágmarki 85% af auðlindinni til 23 ára, til að byrja með. Þetta er gert með þeirri sjónhverf- ingu að verið sé að innkalla allan kvótann á einu bretti, en svo er honum auðvitað úthlutað aftur til sömu manna, til 23 ára í stað eins árs líkt og nú er. Þetta skal gert með samningum, þannig að eignarréttarleg staða útgerðar- manna yfir auðlindinni verður í raun sterkari en nokkru sinni fyrr. Það mun nefnilega ekki vera mögulegt að afturkalla gerning- inn þegar búið er að skrifa undir, nema auðvitað með því að útgerð- inni verði greiddar fullar bætur fyrir, hundraða milljarða gjöf úr vösum alls íslensks almenn- ings. Það augljósa svigrúm til breytinga sem til staðar er í dag verður með þessu afnumið, en útgerðarmönnum afhent auð- lindin endanlega, enda munu samningarnir síðan verða fram- lengdir aftur og aftur, út í hið óendanlega. Almennir launþegar munu verða fórnarlömb ofbeldis LÍÚ í kjaraviðræðum næstu ald- irnar; fái það ekki að halda kvót- anum verða engir kjarasamning- ar. Lausnin sem er á borðinu gæti því eins hafa verið samin á skrif- stofu LÍÚ. Loforð ríkisstjórnarflokkanna var að brugðist yrði við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, „m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun [kvótans] og aðgengi að hinni sam- eiginlegu auðlind“. Álit Mannrétt- indanefndarinnar (MNSÞ) er kýr- skýrt; úthlutunarmátinn er ekki talinn standast jafnréttisákvæði Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (sem er samhljóða 65. gr. stjórnarskrár Íslands). MNSÞ krefst þess að jafnræðis verði gætt við úthlut- unina og að ákveðnum mönnum sé ekki úthlutað langtímaaðgangi að auðlindinni andstætt hagsmunum annarra. Augljóst er að MNSÞ átti þar við aðgang að allri auð- lindinni; ekki dugar að jafnræð- is sé gætt við úthlutun á 10-15%, en að þröngur hópur manna fái rest. Augljóst er að ríkisstjórnin lítilsvirðir Mannréttindanefnd SÞ með frumvarpinu. Augljóst er að enginn stjórnarþingmaður getur svarað því með haldbærum rökum hvernig frumvarpið komi til móts við álit MNSÞ eða samrýmist reglum stjórnarskrárinnar. Líkt og grundvallarreglur samfélags- ins séu aukaatriði. Á það eftir að gagnast okkur að fá nýja stjórnar- skrá þegar stjórnvöld fara hvort eð er ekki eftir þeirri stjórnar- skrá sem við höfum nú þegar? Hvers vegna erum við aðilar að alþjóðlegum mannréttindasátt- mála sem við förum ekki eftir? Það sem er hins vegar ekki eins augljóst er hvers vegna þú, ráðherra mannréttindamála, hefur ekki hlutast til um að gerð sé úttekt á því hvort kvótafrum- varpið uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í áliti MNSÞ. Fjár- málaráðuneytið var fljótt til og kom með ábendingu um að frum- varpið kynni að öðru leyti að fara í bága við stjórnarskrána. En það heyrist ekkert í þér þrátt fyrir að mannréttindin sem þér ber að verja séu helgustu réttindi ein- staklingsins. Ríkisstjórnin er fljót til að benda á að frumvarpið sé í bága við stjórnarskrána að öðru leyti en því sem snertir mannrétt- indi hins almenna borgara. En þú ert þögull sem gröfin. Hefur þú, Ögmundur Jónasson, líkt og skylda þín er, látið fara fram úttekt á því hvort umrædd lagasetning standist ákvæði stjórnarskrárinnar og ákvæði Alþjóðasamnings um borgara- leg og stjórnmálaleg réttindi (og komi þar með til móts við álit Mannréttindanefndar SÞ)? Hefur þú sent Mannréttindanefnd- inni afrit af þessum hugmynd- um þínum og samráðherra þinna um breytingu á úthlutunarmáta fiskveiðiheimilda og lagt fyrir þá spurninguna; Uppfylla þessar breytingar kröfur Mannréttinda- nefndarinnar? Hafir þú ekki brugðist við sam- kvæmt ofangreindu, þá krefst ég tafarlausrar afsagnar þinnar. Maður sem gefur skít í mann- réttindavernd, ekki síst þegar kemur að hinum helgustu rétt- indum einstaklingsins til athafna og að njóta jafnræðis, hlýtur enda að hafa með öllu fyrirgert rétti sínum til setu sem ráðherra mannréttindamála. Opið bréf til mann- réttindaráðherra Heilbrigðismál Sigurjón Benediktsson tannlæknir Það hefur aldrei verið sýnt fram á að tekjulágir hafi verri tennur en aðrir þjóð- félagshópar. Sjávarútvegsmál Þórður Már Jónsson lögfræðingur Úrval af pallaefni! Tilbúið til notkunar. Ekki nauðsynlegt að mála strax. Sömu gæði gagnvarnar og áður. Betri grunnur fyrir dökka liti. Nýtt í BYKO Brúnt gagnvarið efni OMEGA gasgrill að verðmæti 25.900 kr. fylgja pallaefni fyrir 100.000 kr. eða meira. Frábær kaupauki með pallinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.