Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 50
1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR38
sport@frettabladid.is
RAGNAR SIGURÐSSON mun ekki spila með A-landsliði karla í knattspyrnu gegn Dönum um helgina.
Hann dró sig út úr hópnum í gær þar sem hann segist þurfa tíma til þess að koma sér fyrir í Kaupmannahöfn
en hann er nýbúinn að semja við FCK. Þetta er þriðja skiptið í röð sem hann dregur sig úr hópnum. Síðustu
tvö skiptin var hann veikur. Keflvíkingurinn Haraldur Freyr Guðmundsson var valinn í hans stað.
Landsliðshópurinn
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson Kadetten
Hreiðar Levý Guðmundsson Emsdetten
Sveinbjörn Pétursson Akureyri
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson Füchse Berlin
Arnór Atlason AGK
Arnór Þór Gunnarsson Bittenfeld
Aron Pálmarsson Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson Hannover
Guðjón Valur Sigurðsson RNL
Ingimundur Ingimundarson AaB
Oddur Gretarsson Akureyri
Ólafur Bjarki Ragnarsson HK
Ólafur Guðmundsson FH
Ólafur Stefánsson RNL
Róbert Gunnarsson RNL
Snorri Steinn Guðjónsson AGK
Sverre Jakobsson Grosswallstadt
Vignir Svavarsson Hannover
HANDBOLTI Tveir nýir leikmenn
koma inn í íslenska A-landsliðið
eins og það var skipað þegar það
spilaði gegn Þjóðverjum.
Það eru þeir Arnór Þór Gunn-
arsson, sem leikur með Bitten-
feld í Þýskalandi, og HK-ingurinn
Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Ekkert pláss er fyrir Þóri
Ólafsson og Kára Kristján
Kristjánsson að þessu sinni.
Fram undan hjá landsliðinu eru
lokaleikirnir í undankeppni EM
þar sem Ísland á í harðri baráttu
við að komast í lokakeppnina sem
fram fer í Serbíu í maí.
Leikirnir eru gegn Lettum ytra
og Austurríki heima. Báðir leik-
irnir þurfa að vinnast svo Ísland
komist á EM. - hbg
Guðmundur velur landsliðið:
Arnór og Ólaf-
ur koma inn
ÓLAFUR BJARKI Var valinn besti leik-
maður N1-deildarinnar og er kominn í
landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Íslenski landsliðshópur-
inn fyrir EM U-21 í Danmörku
er tilbúinn. Eyjólfur Sverris-
son landsliðsþjálfari tilkynnti í
gær nöfn þeirra 23 leikmanna
sem verða fulltrúar Íslands á
mótinu sem hefst þann 11. júní
næstkomandi.
„Þetta var erfitt val,“ sagði
Eyjólfur. „Við gátum bara valið
23 leikmenn en hefðum getað
valið tvo slíka hópa sem hefðu
verið mjög góðir. Það er að sama
skapi mikið ánægjuefni að við
eigum svona mikið af efnilegum
strákum.“
Meðal þeirra sem ekki komust í
lokahópinn af þeim sem hafa spil-
að hvað mest með liðinu má nefna
Guðlaug Victor Pálsson, leikmann
Hibernian í Skotlandi, og Blikana
Kristin Jónsson og Kristin Stein-
dórsson. Þeir eru þó fleiri, því
af þeim 40 leikmönnum sem Eyj-
ólfur var búinn að velja í forvals-
hóp eiga 36 leik að baki með U-21
landsliðinu.
„Þetta er ekki eins og í gamla
daga þegar fullt af miðjumönnum
voru valdir í landsliðin og þeim
svo dreift um völlinn í hinar ýmsu
stöður. Við þurftum að velja leik-
menn í ákveðnar leikstöður og er
mikil samkeppni um þær allar í
liðinu.“
Eyjólfur getur þó ekki kallað
saman alla leikmennina nærri
því strax. Margir eru enn að spila
með sínum liðum hér á landi og
í Noregi, þar sem spilað er yfir
sumartímann, og enn aðrir spila
með A-landsliðinu gegn Dönum á
laugardaginn kemur.
„Hópurinn kemur fyrst saman
miðvikudaginn 8. júní, þremur
dögum fyrir mót. Á meðan eru
önnur lið með sínar 2-3 vikur í
undirbúning. Raunveruleikinn er
einfaldlega sá að það kemur ekki
til greina hjá okkur. Aðstæðurn-
ar eru eins og þær eru,“ sagði
Eyjólfur.
Það eru þó ekki einu vandræðin
í kringum undirbúning liðs-
ins. Síðan liðið tryggði sér sæti í
úrslitakeppninni hefur það spilað
einungis tvo æfingaleiki og annar
þeirra rakst á við leik hjá A-lands-
liðinu – gegn Kýpur í mars.
„Þetta var það eina sem við
höfðum völ á. Það hefur verið rosa-
lega erfitt að púsla þessu saman og
að sjálfsögðu hefði ég viljað hafa
alla leikmennina saman eins lengi
og kostur er,“ sagði Eyjólfur sem
kvaðst þó ekki hafa áhyggjur af
þessu.
„Ég hef ekki áhyggjur af okkar
leik. Við höfum sýnt að við getum
fengið nýja leikmenn inn í liðið en
samt haldið í okkar leikskipulag.
Ég hef því ekki áhyggjur af því að
við þurfum að stilla okkar strengi
saman nokkrum dögum fyrir mót.
Þessir strákar þekkjast mjög vel
og vita hvernig fótbolta við viljum
spila. Við teljum að þetta séu leik-
mennirnir sem hafa unnið til mik-
ils í keppninni, hafa komið okkur á
þennan stað og staðið sig vel.“
Eyjólfur hefur mikla trú á sínum
mönnum og segir höfuðmarkmið-
ið að komast upp úr riðlinum og í
undanúrslit.
„Við munum samt ekki breyta
því að við stefnum að því að vinna
alla leiki sem við förum í. Hingað
til höfum við ekki stundað það að
pakka í vörn heldur spilað okkar
fótbolta. Við höfum verið mjög
ákveðnir í að spila eins á móti
öllum liðum, gera það sem við
þekkjum vel og erum góðir í. Það
er það sem við þurfum fyrst og
fremst að hugsa um.“
eirikur@frettabladid.is
Hugsa um það sem við gerum vel
Eyjólfur Sverrisson tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn fara með U-21 liði Íslands á Evrópumeistaramótið
í Danmörku. Eyjólfur sagði valið hafa verið erfitt en ánægjulegt hversu margir góðir komu til greina.
LOKAHÓPURINN KLÁR Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 landsliðs Íslands, tilkynnti
lokahóp sinn fyrir EM í Danmörku í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
U-21 landsliðshópurinn
Markverðir: Leikir/mörk
Haraldur Björnsson, Val 16
Arnar Darri Pétursson, SönderjyskE 3
Óskar Pétursson, Grindavík 1
Varnarmenn:
Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham 18/2
Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts 12
Hjörtur Logi Valgarðsson 11
Skúli Jón Friðgeirsson, KR 10/1
Jón Guðni Fjóluson, Fram 8
Elfar Freyr Helgason, Breiðabliki 6
Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV 3
Miðvallarleikmenn:
Bjarni Þór Viðarsson, Mechelen 24/6
Birkir Bjarnason, Viking 22/2
Andrés Már Jóhannesson, Fylki 11
Jóhann Berg Guðmundsson, AZ 11/6
Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim 11/6
Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki 10
Aron Einar Gunnarsson, Coventry 9/1
Almarr Ormarsson, Fram 9/2
Sóknarmenn:
Rúrik Gíslason, OB 16/6
Kolbeinn Sigþórsson, AZ 13/3
Arnór Smárason, Esbjerg 8/2
Björn B. Sigurðarson, Lilleström 3/1
Aðalfundur stuðningsmannaklúbbs
Manchester United á Íslandi verður haldinn
fimmtudagskvöldið 9. júní 2011 kl. 20.
Fundurinn fer fram í sal félagsheimilis
Sjálfstæðismanna í Mjódd, Álfabakka 14a.
Atkvæðarétt á aðalfundi hafa þeir sem greitt
hafa ársgjaldið 2010 - 2011.
Aðalfundur
Dagskrá
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Kosning stjórnarmanna
5. Önnur mál
Stjórnin
Pepsi-deild kvenna:
Valur-Stjarnan 2-1
1-0 Mist Edvardsdóttir (30.), 2-0 Kristín Ýr
Bjarnadóttir (66.), 2-1 Akheela Mollon (90.+4).
Afturelding-Grindavík 3-0
Lára Kristín Pedersen, Vaila Barsley, Kristrún Halla
Gylfadóttir.
Þróttur-KR 1-1
Fanny Vago - Sigrún Inga Ólafsdóttir.
Upplýsingar fengnar að hluta frá fótbolti.net
STAÐAN:
Valur 3 2 1 0 4-2 7
ÍBV 2 2 0 0 10-0 6
Stjarnan 3 2 0 1 8-2 6
KR 3 1 2 0 3-2 5
Þór/KA 2 1 0 1 2-6 3
Þróttur 3 0 2 1 2-6 2
Breiðablik 2 0 1 1 2-3 1
Fylkir 2 0 1 1 1-4 1
Afturelding 3 1 1 1 3-5 4
Grindavík 3 0 0 3 1-6 0
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Vals
sýndu styrk sinn með því að vinna
2-1 sigur á Stjörnunni í topps-
lag Pepsi-deildar kvenna í gær-
kvöldi. Valskonur urðu þarna
fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna
síðan í byrjun apríl. Með sigrin-
um komust þær í toppsæti deild-
arinnar en Eyjaliðið fær tækifæri
til að endurheimta það í Kópavogi
í kvöld.
Mist Edvardsdóttir kom aftur
inn í byrjunarlið Vals og þakkaði
fyrir sig með því að skora fyrsta
markið eftir hálftíma leik með
skalla eftir hornspyrnu Hallberu
Guðnýju Gísladóttur. Kristín Ýr
Bjarnadóttir kom Val síðan í 2-0 á
66. mínútu með glæsilegum skalla
eftir fyrirgjöf frá Thelmu Björk
Einarsdóttur.
Hin eldfljóta Ahkeelea Mollon
minnkaði muninn í fjórðu mínútu
í uppbótartíma eftir skyndisókn
og stungusendingu frá Kristrúnu
Kristjánsdóttur.
Mist var sátt í leikslok. „Þetta
var ekki búið að vera nógu gott hjá
okkur í fyrstu tveimur leikjunum
en þegar við gírum okkur svona
vel upp í leikina þá er enginn að
fara að taka stig af Val. Þær eru
með fínt lið en við sýndum það að á
svona degi þegar við náum að gíra
okkur svona vel upp þá er enginn
að fara að vinna Val,“ sagði Mist.
„Við áttum ekki góðan dag. Við
vorum fínar fyrstu tuttugu mín-
úturnar og hefðum getað skorað.
Við vorum betri og Valsararnir
voru svolítið óöruggir í byrjun.
Eftir að þær skoruðu þá fannst
mér við vera í vandræðum og mér
fannst við aldrei vera líkleg til
að vinna þennan leik eftir það,“
sagði Þorlákur Árnason, þjálfari
Stjörnunnar. - óój
Valur hefndi fyrir tvö töp gegn Stjörnunni í vor með 2-1 sigri í toppslagnum:
Enginn vinnur okkur í þessum gír
VALSHJARTA Kristín Ýr fagnar marki sínu í gær með stæl. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL