Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 54
1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR42 MORGUNMATURINN „Ég er mjög vanaföst á morgunmatinn, annaðhvort er það Cheerios með rúsínum eða hafragrautur með eplum og kanil.“ Guðrún Margrét Örnólfsdóttir, markaðs- stjóri Smáralindarinnar. „Það er gáfulegra að spúa reyk en svona bulli. Ég hefði til að mynda ekki gefið mikið fyrir Engla alheimsins ef það hefði ekki mátt reykja í myndinni,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri. Samkvæmt þingsályktunar- tillögu um aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir, sem Siv Friðleifs- dóttir lagði fram á Alþingi, segir að óæskilegt sé að leikarar reyki í íslenskum bíómyndum og á leik- sviði. Jafnframt segir í henni: „leikrit og kvikmyndir sem reykt er í ættu ekki að fá opinbera styrki eða annan stuðning af skattfé. Þetta er ekki gert til að hindra listrænt frelsi eða tjáningu heldur til að sporna við þekktum aðferðum tóbaksframleiðenda við óbeinar auglýsingar á tóbaki.“ Friðrik rifjar upp að einhvern tímann hafi hann fengið bréf um að hann mætti ekki sýna umferð- arlagabrot í myndum sínum. „Það eru alltaf einhverjir gæjar sem vilja hafa vit fyrir okkur. Ég hef sjálfur aldrei reykt en þessi tillaga er bara bull.“ Þess ber að geta að afar sjaldgæft er að þingsályktunartillaga frá þing- manni stjórnarandstöðuflokks sé samþykkt. Leikstjórinn Baltasar Kormákur er ómyrkur í máli gagnvart tillög- unni. „Þetta er hættulegt skref og aðferðin, að leggja það til að hætta að styrkja kvikmyndir og leikrit sem reykt er í, er sérlega ógeð- felld því það væri þá fyrsta skref- ið til að beita ríkisstyrkjum til ritskoðunar. Það væri mun gáfu- legra að hafa leiðbeinandi óskir um að þetta yrði ekki gert meira en nauðsynlegt væri en maður spyr sig: hvað næst? Á að banna alla áfengisneyslu á hvíta tjaldinu og bíómyndir þar sem er blótað? Kvikmyndir eiga ekki að vera upp- eldis- eða áróðurstæki heldur eiga þær að endurspegla samfélagið.“ Baltasar leikstýrði sem kunn- ugt er kvikmyndinni Contraband BALTASAR KORMÁKUR: KVIKMYNDIR EIGA EKKI AÐ VERA UPPELDISTÆKI Fyrsta skrefið til að beita ríkisstyrkjum til ritskoðunar í Bandaríkjunum þar sem umræðan um tóbaksvarnir er hvað háværust og í þeirri mynd sjást nokkrar persónur reykja. „Mynd- verin óska eftir því að það sé ekki reykt meira en nauðsyn krefur.“ Þórir Snær Sigurjónsson, fram- leiðandi hjá ZikZak, segist sjálfur ekki vera hrifinn af reykingum í bíómyndum nema þeim sem not- aðar eru í listrænum tilgangi. Til að mynda í Svörtum á leik, sem gerist 1999-2000 þegar reykinga- menningin var allt öðruvísi en hún er í dag, sjáist persónurnar reykja. „Við höfum hins vegar notast við herbal-sígarettur í okkar mynd- um sem eru án tóbaks og nikótíns. Mér finnst persónulega að menn eigi að fara varlega í að banna en það er kannski sjálfsagt að menn hafi þetta bak við eyrað, bann væri eiginlega ekki alveg hægt.“ freyrgigja@frettabladid.is ÓSÁTTIR Baltasar Kormákur, Friðrik Þór Frið- riksson og Þórir Snær Sigurjónsson eru óánægðir með þingsályktunar- tillögu níu þingmanna úr öllum flokkum um tóbaksvarnir. Þeir segja ómögulegt að banna alla reykingar í kvikmyndum og leikritum en menn gætu hins vegar haft það bak við eyrað að gera ekki meira úr reykingum en nauðsyn krefur. Reykingar Badda og hans félaga í Djöflaeyjunni hefðu orðið fyrir barðinu á reykingabanninu og Djöflaeyjan hefði sennilega átt í miklum erfiðleikum með að fjármagna sig. Skemmtistaðurinn Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu hefur verið auglýstur til sölu. „Það hafa nokkrir hringt en það er ekk- ert í hendi,“ segir fasteignasalinn Ástþór Reynir Guðmundsson hjá Remax, sem vildi annars ekkert tjá sig um málið. Eigendur staðarins hafa óskað eftir til- boðum, en samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins kostar staðurinn á bilinu 25 til 30 milljónir króna og inni í því verði eru nýleg tæki og búnaður. Össur Hafþórsson, einn af eigendum Sódómu, vildi heldur ekkert tjá sig um söluferlið. Svo virðist engu að síður sem Össur vilji minnka við sig í skemmtana- bransanum, enda hefur hann haft í nógu að snúast undanfarin ár við rekstur Ellef- unnar og Kaffi Grand, auk þess sem hann á húðflúrsstofuna Reykjavík Ink ásamt eiginkonu sinni Lindu Mjöll Þorsteins- dóttur. Rúm tvö ár eru liðin síðan Össur tók við rekstri Sódómu. Þá hafði hann þetta að segja um kaupin í miðri kreppunni: „Þetta er svolítið brjálæði og kannski ekki það gáfulegasta en þörfin eftir þess- ari stærð af húsnæði er mjög mikil eftir að Gaukurinn hætti og Organ var lagt niður. Mér líst vel á þetta.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur rekstur Sódómu gengið vel, enda hafa fjölmargar hljómsveitir stigið þar á stokk við góðar undirtektir. - fb Sódóma til sölu fyrir þrjátíu milljónir TIL SÖLU Skemmtistaðurinn Sódóma Reykjavík hefur verið auglýstur til sölu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Eagles-tónleikarnir í næstu viku munu sennilega brjóta blað í íslenskri tónleikasögu, því sjaldan eða aldrei hafa fleiri komið að einum tónleikum. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins verða starfsmenn- irnir þegar mest lætur tæplega fjögur hundruð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að selja sérstakan Eagles-varning – boli, geisladiska og annað slíkt – í básum inni í Laugardalshöllinni og á útisvæði. Slíkt er nokkuð algengt á tónleikum erlendis en hefur ekki þekkst hérlendis. Í föruneyti Eagles verða alls hundr- að manns með öllum og lenda einhverjir þeirra strax á föstudaginn til að undirbúa tónleikana. Í gæslu og hlutverki ökumanna verða alls hundrað manns en fimm skutlur og fjórar lúxuskerrur verða meðal annars til taks fyrir Eagles og aðstoðarmenn. Þá eru tíu starfsmenn alfarið í því að sinna veitingum fyrir starfsfólkið og Eagles-menn, en eins og Fréttablaðið hefur greint frá gera Glenn Frey og félagar nokk- uð strangar kröfur um hollt mataræði á tónleika- ferðalögum sínum. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu, sem hefur veg og vanda af tónleikum Eagles, vildi ekki staðfesta starfs- mannatölur í samtali við Fréttablaðið. Hann taldi hins vegar liggja í augum uppi að tónleikar af þessari stærðargráðu og umfangi hefðu ekki verið haldnir á Íslandi. „Þetta gengur mjög vel, það er mjög gaman að vinna með þessu fólki og mikill metnaður sem liggur að baki þessum tónleikum. Það á bara eftir að skila sér í meiri skemmtun fyrir áhorfendur.“ - fgg Risavaxnir Eagles-tónleikar STÓRIR Í SNIÐUM Eagles-menn eru ansi stórir í sniðum. Þeir ætla að bjóða upp á sölubása með varningi frá sér, en alls munu tæplega 400 starfsmenn koma að tónleikunum í næstu viku. 20 % afsláttur á Björtum dögum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.