Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 2
2. júlí 2011 LAUGARDAGUR2
Karl, er Besti flokkurinn að
missa sambandið við gras-
rótina?
„Nei, við erum allavega ekki mjög
slegin yfir þessu.“
Minna hefur verið slegið í borgarlandinu
í ár en áður og eru grasblettir í Reykjavík
því óvenju loðnir.
MANNLÍF Eftir kuldalegt og dauf-
legt sumar tók Ísafjörður stakka-
skiptum í fyrradag en þá hlýnaði
skyndilega og bærinn fylltist af
fólki, segir Daníel Jakobsson, bæj-
arstjóri Ísafjarðarbæjar.
„Það má segja að sumarið hafi
komið hérna með látum á Ísafirði
í fyrradag,“ segir hann. Þar til í
fyrradag komst hitastigið sjaldn-
ast í tveggja stafa tölu en síðan þá
hafa Ísfirðingar og gestir þar notið
þess að spóka sig um í 16 stiga hita.
„Þá kom líka skemmtiferða-
skipið Costa Marina og svo eru
Dýrafjarðar dagar að ganga í garð
þannig að það má segja að bærinn
hafi tekið stakkaskiptum.“
Tjaldsvæðið í Tungudal hafði
verið hálf tómt í sumar eins og
svæðið fyrir húsbíla í Neðstakaup-
stað en nú er þar mikil umferð og
miðbærinn að fyllast af fólki.
Daníel segir að reyndar séu
Ísfirðingar góðir vanir í þessum
efnum enda hafi margir lagt leið
sína vestur síðasta sumar og eflaust
finnist mönnum sumarið hafa verið
dauflegt í samanburði við það.
„En þetta stjórnast mikið af veðr-
inu þannig að við vonum bara að nú
haldi ferðamenn áfram að streyma
hingað, nú þegar góðviðrið er
komið.“ - jse
Mannlífið á Ísafirði tók stakkaskiptum í fyrradag þegar veðráttan snarbatnaði:
Sólin lífgar upp á Ísafjörð
MANNLÍFIÐ FYLGIR Þegar sólin tók við
sér fylgdi mannlífið í kjölfarið.
MYND/SVEINBJÖRN HALLDÓRSSON
LÖGREGLUMÁL Strokufanginn Þór
Óliver Gunnlaugsson, sem áður
hét Þórhallur Ölver Gunnlaugs-
son, kom fljót-
lega í leitirnar
í gær eftir að
lögreglan á höf-
uðborgarsvæð-
inu lýsti eftir
honum.
Þórhallur
hefur verið
vistaður í Hlað-
gerðarkoti að
undanförnu.
Hann kenndi sér meins í hjarta í
fyrradag og var fluttur á hjarta-
deild Landspítalans.
Í gær gekk hann út af spítal-
anum og tók leigubíl í Hlaðgerð-
arkot án þess að gera vart um
ferðir sínar. Lögreglan sótti hann
þangað síðdegis í gær. Til stóð að
vista hann í Hegningarhúsinu við
Skólavörðustíg í nótt. - jss
Strokufanginn fannst fljótt:
Tók leigubíl af
hjartadeildinni
REYKJAVÍK Húsin þrjú á mótum
Austurstrætis og Lækjargötu
sem endurgerð voru eftir elds-
voða í apríl 2007 voru formlega
opnuð í gær. Þá var hluta Lauga-
vegar lokað tímabundið fyrir
bílaumferð í gær en Austurstræti
og neðri hluti Laugavegar verða
göngugötur á næstunni.
Jón Gnarr, borgarstjóri, fór
í skoðunarferð um nýju húsin
í gær. Þar sagði hann kostnað-
arsömum og þreytandi fram-
kvæmdum lokið en bætti svo við:
„Endurbygging þessara gömlu
húsa er hins vegar mjög ánægju-
leg. Upp hefur risið ný og fegurri
ásýnd miðborgarinnar.“ - mþl
Laugavegi breytt í göngugötu:
Líf í miðbæn-
um í sumar
OPNAÐ Jón Gnarr borgarstjóri opnaði
nýju húsin við hátíðlega athöfn í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VARNARMÁL „Í Líbíu hefur NATO
náð mjög góðum árangri við
að draga úr mannfalli meðal
almennra borgara,“ sagði Claudio
Bisogniero, varaframkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
á opnum fyrirlestri í Háskóla
Íslands í gær.
Hann segist skilja reiði Hamids
Karzais, forseta Afganistans,
vegna þess hve hernaðaraðgerðir
NATO hafa orðið mörgum saklaus-
um borgurum þar að bana. NATO
hafi hins vegar undanfarið lagt
mikla vinnu í að draga úr mann-
tjóni meðal saklausra. Þessi vinna
hafi ótvírætt skilað sér í hernað-
inum í Líbíu undanfarna mánuði,
þar sem „ekkert eða nánast ekk-
ert“ manntjón almennra borgara
hafi orðið þar.
Bisogniero fór í fyrirlestri
sínum yfir stöðu NATO núna, þær
breytingar sem orðið hafa á síð-
ustu áratugum og hvernig banda-
lagið þurfi að þróast áfram.
Hann sagði Robert Gates, sem
er nýhættur í embætti varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
hafa haft nokkuð til síns máls
þegar hann gagnrýndi Evrópuríki
nýverið fyrir að sinna ekki varnar-
málum af nægri alvöru. Við því
þurfi að bregðast. „Áminning hans
var nauðsynleg,“ sagði Bisogniero.
Jafnframt sagðist Bisogniero
gera sér vonir um að væntanlegt
samstarf NATO við Rússland um
eldflaugavarnir muni gjörbreyta
samskiptum bandalagsins við
Rússa til hins betra.
Hernaðarandstæðingar mættu
til fundarins og voru með mót-
mæli við inngang Öskju. Að lokn-
um fundinum stóð einn þeirra
upp með skilti og hrópaði yfir sal-
inn: „Trúið ekki áróðrinum. Nató
sökkar feitt.“ - gb
Draga úr falli borgara
Varaframkvæmdastjóri NATO segir reynt að lágmarka manntjón meðal al-
mennra borgara í Líbíu. Hann segir nokkuð til í gagnrýni Robert Gates.
FASTUR FYRIR GEGN MÓTMÆLENDUM Þorsteinn Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá NATO, bregður upp möppu til að verja þá
Claudio Bisogniero gegn skókasti frá hópi mótmælenda fyrir utan Öskju. Þórður Yngvi Guðmundsson úr utanríkisráðuneytinu er
til hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
CLAUDIO BISOGNIERO Segir reiði
Afganistansforseta vegna mikils mann-
falls almennra borgara vera skiljanlega.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DÓMSMÁL Íslenska ríkið var í vik-
unni sýknað af kröfu Íslenskra
aðalverktaka (ÍAV) um skaða-
bætur upp á 480 milljónir króna
vegna útboðs Héðinsfjarðarganga
árið 2003. ÍAV átti lægsta tilboð í
verkið, en áður en Vegagerðin tók
afstöðu til tilboðanna var hætt
við framkvæmdir.
Í dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur segir ósannað að ÍAV hafi
orðið fyrir raunverulegu tjóni
vegna ákvörðunar ríkisins. Dæmt
var að hvor aðili skyldi bera sinn
kostnað af málinu. - þj
Hætt við jarðgöng 2003:
Ríkið sýknað af
bótakröfu ÍAV
ÞÓR ÓLIVER
GUNNLAUGSSON
VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið, Sam-
keppniseftirlitið og Eignasafn
Seðlabankans hafa samþykkt kaup
sjóðsins SF1 á 52,4 prósenta hlut í
Sjóvá. Hluturinn sem SF1 kaupir
er hluti af 73 prósenta eign Eigna-
safnsins í tryggingafélaginu.
Sjóðurinn heyrir undir sjóða-
stýringafyrirtækið Stefni, dóttur-
félag Arion Banka. Hann var
settur á laggirnar í þeim tilgangi
einum að kaupa hlutinn í fyrra-
haust. Kaupverðið nam 4,9 millj-
örðum króna. Á bak við kaupin
standa viðskiptavinir Stefnis, líf-
eyrissjóðir og stórir fjárfestar
með fé í eignastýringu hjá honum.
Í tilkynningu kemur fram að
fulltrúar í nýrri stjórn SF1 í Sjóvá
verði Ingi Jóhann Guðmundsson,
Tómas Kristjánsson og Erna Gísla-
dóttir, sem verður formaður. - jab
Kaupin á Sjóvá samþykkt:
Ný stjórn tekur
við félaginu
VENSÚELA Hugo Chavez, forseti
Venesúela, greindi frá því í sjón-
varpsávarpi í gær að hann hefði
greinst með krabbamein. Sagði
hann að læknar á Kúbu hefðu
fjarlægt úr honum æxli.
Þetta var í fyrsta sinn sem
hann kom fram í fjölmiðlum
frá því 10. júní en þá varð hann
að fara í bráðaaðgerð á mjöðm.
Síðan þá hafði orðrómur verið um
að forsetinn væri með krabba-
mein. „Ég hef látið heilsuna sitja
á hakanum og verið tregur við að
fara í skoðun. Það eru grundvall-
armistök hjá byltingarmanni,“
sagði Chavez í ávarpi sínu. - jse
Forseti Venesúela veikur:
Chavez með
krabbamein
EFNAHAGSMÁL Efnahagslífið hér er að taka við sér og
má búast við að fjárfestingar og aukin einkaneysla
muni skila því að hagvöxtur verði 2,5 prósent á
árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum (AGS) í gær.
Sendinefnd sjóðsins kom til landsins 21. júní
síðastliðinn í tengslum við sjöttu og síðustu endur-
skoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og AGS.
Nefndin lauk störfum í gær og er búist við að síð-
asta endurskoðunin verði samþykkt í ágúst.
Í tilkynningunni er haft eftir Julie Kozack, for-
manni sendinefndarinnar, að endurreisnarstarfið
gangi vel, fjármálageirinn sé að komast á fætur.
Eftirlit með honum hafi verið hert til muna. Það sé
mikilvægt bæði til að draga úr áhættu innan geir-
ans og styrkja hann. Þá er jákvætt hve fjárhags-
leg endurskipulagning heimila og fyrirtækja hefur
gengið vel, að hennar sögn.
Þá segir Kozack að þótt mat AGS á aðstæðum
efnahagslífsins sé í meginatriðum óbreytt frá
fimmtu endurskoðuninni í maí þá sé verðbólga ívið
hærri en þá hafi verið búist við. Helsta skýringin er
líkt og bent hefur verið á síðustu daga, gengislækk-
un krónunnar ofan á hækkun launa, fasteignaverðs
og vöruverðs. Við þær aðstæður sé skynsamlegt að
Seðlabankinn herði tökin á peningalegu aðhaldi, að
mati AGS. - jab
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir efnahagslífið rétta úr kútnum eftir kreppuna:
Rétt að sporna við verðbólgu
JULIE KOZACK AGS segir endurreisnarstarfið hér hafa gengið
vel eftir efnahagshrunið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SPURNING DAGSINS
Rómantísk gisting, 3ja rétta kvöldverður og morgunverður fyrir tvo
Gisting í lúxusíbúð, kvöldverður
og morgunverður fyrir tvo á
Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit.
Komdu, njóttu sveitasælunnar og
slappaðu af með elskunni þinni!
www.laxarbakki.is
50 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið
HÓPKAUP.IS Í DAG
í krafti fjöldans
hópkaup.is
14.900 kr. GILDIR Í 48 TÍMA
33.100 kr.
Verð
55%
Afsláttur
18.200 kr.
Afsláttur í kr.
PI
PA
R\
BW
A
TB
P
•
SÍ
A
•
11
155
31