Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 58
2. júlí 2011 LAUGARDAGUR30 krakkar@frettabladid.is 30 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Einu sinni var leigubíl- stjóri sem dreymdi um að kyssa nunnu. Eitt kvöldið kom nunna í leigubílinn. Leigubílstjórinn sagði þá: „Mig hefur alltaf langað til að kyssa nunnu, viltu kyssa mig?“ Þá sagði nunn- an: „Uuuuu.. ég heiti nú bara Jón og ég er að fara á grímuball.“ Harpa 9 ára Hvað kallarðu kind sem hellir alltaf niður? Svar: Sauð. Eiríkur Þór Heiðarsson Þegar Ingólfur Arnarson kom til Hafnarfjarðar stóð á skilti: „Til Reykjavíkur.“ Þeir sem kunnu að lesa fóru þangað – hinir urðu eftir. Heimatilbúinn frost- pinni er bæði góður og hollur og svo er mjög einfalt að búa hann til. Hér er ein tillaga að fjólubláum frostpinna en svo er hægt að nota ólíka ávexti og ávaxtasafa til að búa til gula, appelsínugula eða hvíta frostpinna, til dæmis ananas, perur, appelsínur, melónur eða mangó. Fjólublár frostpinni 1 banani 1 bolli frosin berja- blanda að vild (jarð- arber og bláber gera frostpinnann fjólublá- an á litinn) 1 dl gróft kókosmjöl 1 dl ávaxtasafi að vild Allt sett í blandara, hrært saman í þykkan graut og hellt í íspinna- mót. Fryst í nokkra klukkutíma. Bland- an ætti að duga í 6 mót, en ef það verður afgangur má bara borða hann með skeið eða hella honum út á skyr í morgunmat. Æðislegur sumarís MYND/NORDICPHOTOS Hvaðan ertu, Helga Margrét? Frá Reykjum 2 í Hrútafirði og hefði hvergi viljað alast upp annars staðar. Á næstu bæjum var fullt af krökkum á mínum aldri og við vorum dug- leg að hittast á kvöldin í Reykjaskóla og fara í fót- bolta og aðra skemmtilega útileiki. Hvaða leikföng voru vinsælust hjá þér? Ég lék mér mikið með barbie-dúkkur, playmo og kubba og fannst líka mjög gaman að drullu- malla, leika mér í kofanum okkar eða í beinabúinu. Oft var ég líka á fleygiferð og þá gjarnan hlaupandi á eftir eldri systur minni og vinum hennar. Þau voru ekki allt- af spennt fyrir að hafa mig í eftirdragi og ég var alltaf að kalla „BBÍÍÍÐÐIIÐÐ ÞIГ. Varstu prakkari? Nei, en átti þó til að búa til ógeðsdrykki úr öllum mögu- legum hráefnum sem fund- ust í eldhúsinu, þar á meðal lyftidufti, natroni og geri svo á endanum flæddi sullið út á gólf. Mér fannst líka gaman að stelast í snyrtidót systra minna, þeim til mikils ama. Uppáhaldsbarnabækur? Sossu-bækurnar og ég hef alltaf jafn gaman af þeim. Hvað um skólagöng- una? Ég hóf hana í Barna- skóla Staðarhrepps og útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð núna í vor. Hvert er þitt besta fag fyrir utan í þróttir? Ég reyni bara alltaf að læra það sem kennarinn reynir að kenna mér. En mér hefur gengið vel í stærðfræði, líf- fræði og dönsku. Hvað gerir þú í frístundum? Mér finnst skemmtilegast að vera með fjölskyldu minni og vinum. Svo finnst mér gaman að rölta um niðri í bæ, setjast á kaffihús og skoða tískutímarit. Líka að lesa og spila. Ertu nammigrís? Já, ef ég byrja að borða nammi á ég erfitt með að stoppa en sykur fer ekki vel í mig þann- ig að ég reyni að láta sælgæti alveg eiga sig. Hvernig tónlist hlustarðu á? Popp- og R&B- tónlist. Uppáhalds- hljóm- sveitin mín heitir Coldplay. Hvenær fékkstu áhuga á íþróttum? Hann hefur alltaf fylgt mér. Öll systkini mín æfðu frjálsar og þannig smitaðist ég af íþrótta- veirunni. Af hverju ertu ekki í fótbolta? Í sveitinni minni var ekki mikið um skipulagðar fótbolta- æfingar, ólíkt því sem var með frjálsar. Þar að auki hef ég aldrei verið mjög lagin við að stjórna bolta með fótunum, ég enda oftast bara með því að detta um boltann eða jafnvel sjálfa mig. Hvar og hvenær er næsta stór- mót hjá þér? Næsta stórmót er Evrópu- meistaramót 22 ára og yngri í Ostrava í Tékklandi eftir nokkra daga. Ég keppi í sjö- þraut. Hvaða eiginleika þarf góður íþróttamaður að hafa? Hann þarf að hafa aga, metnað og auðvi- tað þá hæfileika sem til þarf. Ekki síst þarf hann að vera skynsamur, hug- rakkur og þolin- móður. Hvar býrðu núna? Í Växjö í Svíþjóð. Flutti hingað í vor til að geta æft frjálsar íþróttir við þær aðstæð- ur sem mig lang- aði til. Áttu einhver heilræði til íslenskra krakka? Mitt hei l la- ráð til íslenskra krakka er fyrst og fremst það að muna að hafa gaman af líf- inu. Allir krakkar ættu að vera duglegir við að leika sér saman úti í staðinn fyrir að hanga inni í tölvunni og líka að hlýða mömmu og pabba:) gun@frettabladid.is DETT OFT UM BOLTANN Frjálsíþróttadrottningin Helga Margrét Þorsteinsdóttir dundaði sér við playmo og drullumall sem krakki ef hún var ekki hlaupandi á eftir eldri systur sinni og vinum hennar. Nú keppir hún í sjöþraut á Evrópumeistaramóti eftir nokkra daga. WWW.PANFU.COM er vefsvæði ætlað börnum á aldrinum 6-14 ára. Notend- ur skapa sína eigin pöndu sem gerir alls kyns kúnstir, fer í leiki og getur átt sam- skipti við aðrar pöndur á svæðinu. Keyptur er aðgangur og er fyllsta öryggi lofað. TILBOÐ Á HÁRSNYRTIVÖRUM 25% AFSLÁTTUR .......til 15. júlí MARIA NILA - I CARE Frábærar hársnyrtivörur á mjög góðu verði. Sjampó fyrir daglega notkun, sjampó sem gefur meiri fyllingu, sjampó fyrir Fást í lyfjaverslunum um allt land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.