Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 4
2. júlí 2011 LAUGARDAGUR4 EFNAHAGSMÁL Fulltrúar í ráðu- neytum og Íbúðalánasjóði fara nú yfir hvað úrskurður ESA, eftir- litsstofnunar EFTA, um ólög- mæta ríkisaðstoð þýði. Stofnunin úrskurðaði að kaup Íbúðalána- sjóðs á fasteignaveðum fjögurra sparisjóða hefðu falið í sér ólög- mæta ríkisaðstoð. Alls keypti sjóð- urinn 7.600 lán fyrir 29 milljarða. ESA úrskurðaði að endurheimta þyrfti óleyfilega aðstoð eigi síðar en í lok október 2011. Stjórnvöld hafa frest til loka ágúst að svara erindinu bréflega. Ljóst er að endurheimtur munu ekki nema 29 milljörðum, en endurmeta þarf hvert lánasafn fyrir sig og sjá hvort greitt hafi verið mark- aðsverð fyrir. Endurkrafan, ef af verður, mun því snúa að mismun á greiddu verði og markaðsverði, sé hann fyrir hendi. Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra segir að embættis- menn fari nú yfir úrskurðinn og hvaða þýðingu hann hafi. Ljóst sé að sé endurkrafa fyrir hendi muni það á endanum koma ríkis- sjóði, og þar með almenningi, til góða. Ríkið eigi þá kröfu á bú sparisjóðanna. Sparisjóðirnir sem um ræðir eru Spron, Sparisjóður Keflavíkur, Sparisjóður Bolungar- víkur og Byr. „Það eru efnisleg rök fyrir því að þetta hafi verið heimilt að ein- hverju leyti. Það er of snemmt að segja hvað verður úr þessu. Það verður að fara yfir þetta, skjal fyrir skjal,“ segir Guðbjartur. Aðstoðin sem um ræðir byggir á neyðarlögunum. Gunnhildur Gunnarsdóttir, sviðsstjóri lög- fræðisviðs Íbúða lánasjóðs, segir að málið byggi að veru- legu leyti á því að ákvörðunin var ekki kynnt ESA fyrirfram. Þegar af þeirri ástæðu sé hún talin ólögmæt. Í álitinu kemur fram að þar sem enginn formlegur markaður var með bréfin sé erfitt að segja til um markaðsverð. Þá er gagnrýnt að heimildin sé óbundin ákveðinni fjárhæð og ekki sett á hana tímamörk. Ljóst er að Alþingi mun þurfa að breyta lögum hvað aðstoðina varðar þegar það kemur saman í septem- ber. „Það sem stendur upp á stjórn- völd er að sýna fram á að þetta hafi verið eðlilegur gjörningur en ekki ríkisaðstoð,“ segir Gunn- hildur. „Þetta var klárlega gert til þess að gera sparisjóðum og fjármála- fyrirtækjum kleift að losa sig við eignir sem voru ekki seljanlegar og fá í staðinn íbúðabréf, sem eru ígildi lausafjár.“ kolbeinn@frettabladid.is Yfirfara kröfur ESA um ólöglega aðstoð Stjórnvöld fara nú yfir úrskurð ESA um að kaup Íbúðalánasjóðs á fasteigna- lánum sparisjóðanna hafi verið ólögleg. Stofnunin mat þau sem ólögmæta ríkisaðstoð. Kaupin nema 29 milljörðum króna en endurkrafan verður lægri. HÚSNÆÐI ESA hefur úrskurðað að kaup Íbúðalánasjóðs á fasteignalánum sparisjóða hafi falið í sér ólögmæta ríkisaðstoð í einhverjum tilvikum. Nú þarf að meta hver kaup fyrir sig og svara stofnuninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUÐBJARTUR HANNESSON SAMFÉLAGSMÁL Flestir dæmdir ofbeldismenn sem greiða eiga fórnarlömbum sínum bætur láta kröfurnar fyrnast án þess að greiða, segir Halldór Þormar Hall- dórsson, lögfræðingur hjá Sýslu- manninum á Siglufirði. Halldór, sem hefur umsjón með greiðslu bótanna, segir megin- regluna þá að allir séu rukkað- ir. „Við tilkynnum viðkomandi að við eigum kröfuna og bendum honum á að hann geti óskað eftir því að verða ekki rukkaður hafi hann eitthvað fram að færa. Ef maður hefur verið undir tví- tugu þegar hann framdi brot- ið verður hann að sýna vott- orð um atvinnu eða skólavist og sakavottorð til þess að fá lækk- un á greiðslu. Hún kemur ekki til álita ef viðkomandi er í áfram- haldandi brotastarfsemi.“ Að sögn Halldórs sleppa sárafá- ir við innheimtu. „Upphæðin er stundum lækkuð um einn þriðja eða helming. Kröfurnar fyrnast á tíu árum. Það er mjög gott að menn geti samið um einhverja greiðslu en flestir láta kröfurnar fyrnast án þess að greiða.“ Mál sem eru til innheimtu nú eru alls 306 og nemur heildar- fjárhæðin 266.487.729 krónum. Ofbeldismennirnir sem skulda þessa upphæð eru 247 talsins. Fjöldi mála frá árinu 2008 er 436. Uppgreidd mál á þessu tíma- bili eru 130. - ibs Meginreglan er sú að rukka ofbeldismenn um bætur og fáir sleppa við rukkun: Flestir láta kröfurnar fyrnast HALLDÓR ÞORMAR HALLDÓRSSON STJÓRNSÝSLA Stofnunum á vegum hins opinbera hefur fækkað um 15 prósent frá því í byrjun árs 2010 eða um alls 30. Þetta kemur fram í yfirliti forsætisráðherra um sameiningu stofnana og ráðu- neyta sem lagt var fram í ríkis- stjórn í gær. Fyrir Alþingi liggja fjögur frumvörp sem munu fækka stofn- unum um tíu til viðbótar verði þau að lögum. Ríkisstjórnin setti sér það markmið að fækka ráðu- neytum og stofnunum um 60 til 80 á árunum 2010 til 2012. - mþl Breytingar hjá íslenska ríkinu: Stofnunum fækkað um 30 DÓMSMÁL Félagsdómur dæmdi á mánudag uppsögn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á trúnaðar- manni ólögmæta. Uppsögn hans var liður í endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi OR. Voru verkefni hans að hluta til lögð niður en nokkur hluti færður til annarra sviða. Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur kemur fram sú megin regla að trúnaðarmanni skuli ekki sagt upp störfum við fækkun starfsmanna, nema vinnuveitandi sýni fram á ríkar ástæður fyrir þeirri ráðstöfun. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að það blasi við að OR hefði verið í lófa lagið að láta trúnaðar- manninn njóta stöðu sinnar. - mþl Trúnaðarmanni sagt upp: Uppsögn hjá OR ólögleg Með hálft kíló af fíkniefnum Karlmaður á fimmtugsaldri var hand- tekinn í fyrradag eftir að um hálft kíló af amfetamíni fannst á heimili hans í Grafarvogi. Lögreglan telur að fíkniefnin hafi átt að fara í sölu. Mað- urinn, sem áður hefur komið við sögu hjá lögreglu, hefur verið yfirheyrður og viðurkennt brot sitt. LÖGREGLUMÁL VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 21° 13° 23° 16° 19° 22° 22° 27° 19° 29° 29° 32° 21° 21° 25° 24° Á MORGUN víða 5-12 m/s MÁNUDAGUR víða 5-10 m/s, lægir þegar líður á daginn 11 11 14 1610 9 13 11 12 12 12 5 6 4 5 2 6 4 6 6 14 5 12 10 14 12 13 1112 12 12 13 VÆTUSAMT Úr- koma með köfl um er þemað S- og A- til næstu daga. Léttir til SV-lands í kvöld en bætir þá í SA-lands og fer að rigna á Vest- fjörðum. Að mestu þurrt fyrir norðan og hlýjast þar. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður Sigþrúður Pálsdóttir myndlist- armaður, jafnan kölluð Sissú, lést á líknar- deild Land- spítalans í Kópavogi á fimmtudag. Sigþrúður var fædd í Reykjavík 22. nóvem- ber 1954. Hún nam meðal annars við Bergenholtz Reklame Fagskole, Listaaka- demíuna í Kaupmannahöfn, Universita per Stranieri á Ítalíu, Art Students League of New York, School of Visual Arts. Hún hélt um tuttugu einka- sýningar auk fjölda samsýn- inga. Sigþrúður lætur eftir sig eina dóttur og fjögur barna- börn. Listakonan Sissú látin MAROKKÓ, AP Marokkóbúar greiddu í gær atkvæði um nýja stjórnarskrá, sem konungur landsins segir svar við lýðræðis- kröfum sem gert hafa vart við sig þar undanfarna mánuði eins og víðar í löndum Norður-Afríku. Gagnrýnendur segja nýju stjórnarskrána þó tryggja kon- unginum áfram öll völd í land- inu, þótt hún auki nokkuð völd bæði þjóðþingsins og dómsvalds- ins. Einnig tryggir hún betur rétt kvenna og minnihlutahópa. Talið var fullvíst að stjórnar- skráin yrði samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta. - gb Marokkóbúar greiða atkvæði: Kosið um nýju stjórnarskrána KONUNGUR Á KJÖRSTAÐ Múhameð VI. konungur greiðir atkvæði. NORDICPHOTOS/AFP GENGIÐ 01.07.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 219,9611 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,93 114,47 182,63 183,51 165,33 166,25 22,161 22,291 21,221 21,345 18,108 18,214 1,4108 1,4190 182,40 183,48 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.