Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 60
2. júlí 2011 LAUGARDAGUR32 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar 22.-29. ágúst Fararstjóri Sigrún Elefsen 29. ágúst - 6. sept. Fararstjóri Einar Garibaldi Eiríksson Nánar á heimsferdir.is Cinque Terre Gönguferðir á Ítalíu Cinque Terre heitir eftir fimm þorpum sem virðast hanga utan í bröttum hlíðunum við ströndina sunnan við Genúa. Svæðið býr yfir óviðjafnanlegri náttúrufegurð, menningu og sögu. Á millli þorpanna liggja fjöldi göngustíga, ýmist um þverhníptar klettasnasir eða um iðagrænar og ávalar hæðir þaktar vínviði og ólífuviðarlundum. Netverð á mann - 29 ágúst 236.200 kr. á mann í tvíbýli 284.000 kr. á mann í einbýli Netverð á mann - 22 ágúst 195.900 kr. á mann í tvíbýli 239.500 kr. á mann í einbýli Innifalið 22. ágúst: Flug, skattar, gisting á 3* hóteli í 7 nætur með morgunverðar- hlaðborði. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Innifalið 29. ágúst: Flug, skattar, gisting á 3* hóteli í 8 nætur með morgunverðar- hlaðborði. 5 kvöldverðir. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Heimflug frá Pisa með millilendingu í London. Ekki innifalið: Tilfallandi kostnaður á göngu; s.s. aðgangseyrir, bátar, kláfar, rútur og annað sem ekki er tilgreint í ferðalýsingu. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. slitna, 6. rykkorn, 8. hlóðir, 9. gagn, 11. skammstöfun, 12. samfokinn fönn, 14. skapanorn, 16. í röð, 17. sjór, 18. skelfing, 20. holskrúfa, 21. bandaríkjamaður. LÓÐRÉTT 1. djæf, 3. spil, 4. syllur, 5. tæki, 7. heimilistæki, 10. hald, 13. fát, 15. gála, 16. nam burt, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. mást, 6. ar, 8. stó, 9. nyt, 11. al, 12. skafl, 14. skuld, 16. tu, 17. mar, 18. ógn, 20. ró, 21. kani. LÓÐRÉTT: 1. dans, 3. ás, 4. stallar, 5. tól, 7. ryksuga, 10. tak, 13. fum, 15. drós, 16. tók, 19. nn. ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Sæl vertu. Því miður hefur umsókn þinni um að fá greidda líftryggingu bónda þíns verið hafnað. Ástæðan er grunsamlegur dauðdagi hans! GEEIIISP! Er þetta allt sem þú átt? Komið að þér! Ég vildi að ég vissi af hverju ég byrjaði að stækka svona hratt allt í einu. Kannski ertu að gera eitthvað öðruvísi. Látum okkur sjá... ég læri... ég sef... ég borða sex eða sjö máltíðir á dag... Neibb, ekkert nýtt. Duga þér sex eða sjö máltíðir á dag? Hæ elskan, hvað er títt? Það eru góðar fréttir og slæmar fréttir. Lóa er komin yfir „ég ætla ekki að faðma mömmu“-skeiðið. Hverjar eru slæmu frétt- irnar? Lóa komst svona svakalega yfir „ég ætla ekki að faðma mömmu“- skeiðið. Í alvöru? Frá- bært! Mér líður hræðilega — eins og ég hafi engu áorkað. 27 ár til spillis og ég gat engu um það ráðið, enda er ég ekkert góður í fótbolta. Ég reyndi samt. Fimm æfingar á barnsaldri gerðu lítið en samt finnst mér eins og ég hefði átt að gera eitthvað. Ég hefði mögulega einhverju breytt ef ég hefði lært sjúkranudd, jafnvel þjálfun. Þá hefði ég getað komið í veg fyrir mestu niðurlæg- ingu lífs míns; þegar Færeyingar komust upp fyrir Íslendinga á heimslista alþjóða- knattspyrnusambandsins í vikunni. FÆREYJAR eru eins og smækkuð útgáfa af Íslandi. Eins og mandarínan við hliðina á appelsínunni í ávaxtaskálinni eru þær talsvert ýktari en Ísland. Tungumálið er fyndnara, trúarofstækið tekur á sig klikk- aðri myndir og mikilmennskubrjálæð- ið er á öðru stigi en á Íslandi. Það sýndi sig þegar Færeyjar lánuðu Íslandi sex milljarða í kjölfar hrunsins, áður en svipað stórt gat kom í ljós í fjárlögum þess- arar litlu geggjuðu þjóðar. ÞEGAR heimslistinn var birtur brugðust Færeyingar við með því að birta fréttir undir fyrir- sögninni: „Vit eru betri enn Ísland“. Ég skil ekki þetta skrýtna tungumál en með hjálp sérfræð- inga komst ég að því að þeir telja sig betri en okkur í fótbolta. Og þeir eru það, samkvæmt lista sem sýnir hvernig þjóðir heims standa sig í íþrótt íþróttanna. MÉR VARÐ hugsað til Dana, sem hafa kyngt hverjum ósigrinum á fætur öðrum fyrir okkur; mandarínunni í ávaxtaskálinni þeirra. Frá árinu 1944 höfum við vaðið uppi og þvælst fyrir þessum fyrrverandi kúg- urum okkar, meðal annars með fræknum sigrum á handboltavellinum og í viðskipta- lífinu. Hér varð að vísu hrun og Danir voru enn þá að skála fyrir því þegar strákarnir í fótboltalandsliðinu skipuðu leikmönnum undir 21 árs kjöldrógu þá dönsku í júní. Ég var á vellinum og horfði í augun á vonsvikn- um Dönum sem fengu að skyggnast inn í framtíðina á þennan kvalafulla hátt. EN NÚ erum við Danir. Færeyingar eru betri en við í fótbolta og það er tímaspurs- mál hvenær þeir herja á landið, erfiðir, blindfullir og kaupa allt sem á vegi þeirra verður. Rúmfatalagerinn var byrjunin og þjóðargersemar á borð við Smáralind, Austur og kjólalínu Ásdísar Ránar verða brátt í eigu lyfjafeitra Færeyinga sem svíf- ast einskis. Við getum hætt að streitast á móti, hætt að hlæja að þessum tungulipru frændum okkar. Eina sem við getum gert er að óska þess að hrunið þeirra verði jafn sársaukafullt og okkar. Þá getum við byrjað að herja á fjandans Danina aftur. Við erum Danmörk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.