Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 64
2. júlí 2011 LAUGARDAGUR36 sport@frettabladid.is VALITOR-BIKAR KARLA verður í fullum gangi um helgina þegar átta liða úrslit keppninnar fara fram. Fyrsti leikurinn er í dag þegar Þór tekur á móti Grindavík. Á morgun tekur BÍ/Bolungarvík síðan á móti Þrótti, ÍBV sækir Fjölni heim og stórleikur umferðarinnar er síðan um kvöldið er KR tekur á móti Keflavík. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Markaþáttur er síðan eftir leikinn. Hlynur Bæringsson körfuboltamaður Það er oft þægilegt að hafa ein- hvern til að skella skuldinni á þegar illa gengur. Réttlæta lélega frammistöðu. Ég þekki það enda oft gert það sjálfur, íþróttahúsið lélegt, rútan óþægileg, hinir gaur- arnir mun stærri, miklu ríkari líka og eiga því að geta eitthvað, ég stóð mig því fínt „per dollar“. Ég spilaði við Yao Ming, hann át okkur lifandi, en miðað við launin hans þá vann ég eiginlega. Algengast er þó að kenna bless- uðum dómurunum um, því þeir eru eins og við íþróttamennirn- ir, sumir geta verið besti íþrótta- maður vallarins á meðan aðrir eru alveg úti á túni og hafa litla tilfinningu fyrir leiknum. Ég er ábyggilega ekki auðveld- asti leikmaðurinn fyrir dómara. Ég hef stundum viðrað skoðanir mínar aðeins of mikið fyrir þeirra smekk, enda hef ég alltaf rétt fyrir mér – að eigin mati. Ég vorkenni þeim ekkert sér- staklega að hlusta á og stjórna íþróttamönnum með adrenalínið í botni. Það er hluti af starfinu, svo lengi sem menn fara ekki yfir strikið og eru ekki persónulegir. Í úrvalsdeildunum fá dómarar ágætlega borgað og þola því alveg smá læti. Hins vegar ættu íþróttamenn að forðast það að gagnrýna dóm- ara í fjölmiðlum af tveimur ástæðum. Sú fyrri og augljósari er að það er ekki hluti af þeirra starfi að láta hrauna yfir sig þar. Sú ástæða er dómarans vegna. Hin er fyrir leikmanninn/þjálf- arann, því aldrei líta menn jafn illa og aumingjalega út í fjölmiðl- um eins og þegar þeir væla yfir dómaranum. Sérstaklega þeir sem gera það oft. Í fótboltanum hérna heima eru tveir þjálfarar sem tapa aldrei nema dómarinn hafi verið á móti þeim, jafnvel þó að mati sérfræð- inga séu liðin þeirra bara alls ekk- ert góð í fótbolta. Það síðasta sem mér dettur í hug þegar þeir væla undan dómaranum er að dómar- inn hafi í raun verið lélegur. Frek- ar að liðið sé almennt lélegra en hin liðin. Enda kemur yfirleitt í ljós að dómarinn hafði rétt fyrir sér, þó að sjálfsögðu með undan- tekningum. Oft eru dómarar lélegir og eiga skilið að vera skammaðir, eins og leikmennirnir. Best er þó fyrir báða aðila að sleppa því í fjöl- miðlum. Sérstaklega fyrir íþrótta- mennina, því þá líta þeir út eins og fífl. Ekki væla yfir dómaranum í fjölmiðlum FÓTBOLTI „Ég er ekki enn búinn að sjá bréfið frá KSÍ. Ég mun fara yfir málið og síðan mun ég skýra mitt mál. Það er ekki flókið. Þessi ummæli áttu ekki að meiða neinn,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær. Það er framkvæmdastjóri KSÍ, Þórir Hákonarson, sem skýt- ur ummælum hans á borð aga- nefndarinnar. Það er svo hennar að úrskurða hvort refsa beri Guð- jóni fyrir ummælin. Framherji BÍ/Bolungarvík- ur, Tomi Ameobi, sem er dökkur á hörund, fékk gult spjald í leik Þróttar og BÍ, að því er virtist fyrir litlar sakir. Þetta er fjórða gula spjaldið sem Ameobi fær í sumar og hann er því í banni á morgun er BÍ spilar aftur gegn Þrótti, að þessu sinni í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins. „Ég varpaði fram spurningu eftir leikinn. Stöð 2 sýndi þetta atvik og ég held að menn hafi séð að það var ekki mikil inneign fyrir þessu gula spjaldi,“ sagði Guðjón, en honum finnst Ameobi ekki hafa notið sanngirni hjá dómurum í sumar. „Þetta er ekki leikmaður sem hendir sér í grasið. Hann reyn- ir að standa af sér tæklingar og gerir það oft. Hann er ekki að fá neitt fyrir það. Þetta er heiðar- legur maður á alla kanta. Hann stendur í lappirnir og reynir ekki að fiska. Það var samt byrjað að sparka í hann í fyrsta leik og það er ekkert lát á því. Hann er samt kominn með fjögur gul spjöld en ég veit ekki alveg hversu mörg spjöld andstæðingurinn hefur fengið fyrir að brjóta á honum.“ Þjálfarinn beinskeytti segir að það sé ekki hans hlutverk að skipta sér af hlutum sem hann fái ekki breytt en engu að síður verði hann að láta í sér heyra þegar við á. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að þjálfa liðið mitt. Mér ber samt líka skylda til þess að verja mennina mína. Ef ég tel að mínir menn fái ósanngjarna með- ferð þá verð ég að verja þá. Ég held að það geti allir tekið undir það að þessi ákveðni leikmaður hafi fengið harkalega meðferð.“ Eins og áður segir getur Guðjón ekki notað krafta Ameobi á morg- un þegar BÍ/Bolungarvík spilar stærsta leik í sögu félagsins. Þá koma Þróttarar í heimsókn og í verðlaun fyrir sigur í þeim leik er undanúrslitasæti í bikarkeppn- inni. „Það er mjög slæmt að vera án hans enda er hann lykilmaður. Það er engu að síður mikil stemning fyrir leiknum. Menn eru að vakna til lífsins á svæðinu gagnvart því að hér séu í gangi viðburðir sem séu skemmtilegir og athyglisverð- ir. Það er jákvætt. Það var frábær stemning á leiknum gegn Blikum og stuðningsmannasveitin Bláir og marðir fór á kostum,“ sagði Guðjón Þórðarson. henry@frettabladid.is Mér ber skylda til þess að verja mína leikmenn Ummæli Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara BÍ/Bolungarvíkur, verða á borði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ eftir helgi. Guðjón velti því upp eftir leik síns liðs gegn Þrótti hvort dómaranum líkaði ekki hörundslitur Tomi Ameobi hjá BÍ. UNDRANDI Ameobi trúði ekki sínum eigin augum þegar hann fékk gula spjaldið í leiknum gegn Þrótti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UMMÆLIN ÁTTU EKKI AÐ MEIÐA NEINN Guðjón segist ekki hafa ætlað að meiða neinn með ummælunum. Hann segir engu að síður að Ameobi fái ekki sanngjarna meðferð hjá dómurum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁN FÉLAGS Óvíst er hvar Eiður Smári mun spila á næstu leiktíð. MYND/ANTON FÓTBOLTI Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður og faðir Eiðs Smára Guðjohnsen, sagði í sam- tali við Fréttablaðið í gær að ekk- ert nýtt væri að frétta af málum sonar síns. Sögusagnir hafa verið uppi þess efnis að hugur Eiðs Smára leitaði til MLS-deildar- innar í Bandaríkjunum en Arnór segir þær sögusagnir ekki eiga við rök að styðjast. Eiður Smári er samningslaus sem stendur en hann lauk síð- asta tímabili sem lánsmaður hjá Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Nýráðinn knattspyrnustjóri Ful- ham, Martin Jol, hefur staðfest að Eiði Smára verði ekki boðinn samningur hjá félaginu. - ktd Arnór blæs á sögusagnir: Eiður Smári ekki á leið til Bandaríkjanna Valitor-bikar kvenna Fylkir - FH 3-2 0-1 Aníta Lísa Svansdóttir (1.), 1-1 Anna Björg Björnsdóttir (40.), 1-2 Aníta Lísa Svansdóttir (59.), 2-2 Ruth Þórðar Þórðardóttir (70.), 3-2 Laufey Björnsdóttir, víti (85.) KR - Grindavík 1-0 1-0 Margrét Þórólfsdóttir (11.) Stjarnan - Valur 0-1 0-1 Caitlin Miskel (58.) Upplýsingar frá fótbolti.net ÚRSLIT TENNIS Spánverjinn Rafael Nadal og Serbinn Novak Djokovic mætast í úrslitaleik í einliða- leik karla á Wimbledon-mótinu í tennis á sunnudag. Nadal batt enda á draum Breta um fyrsta sigur heimamanns í 75 ár þegar hann lagði Skotann Andy Murray í fjórum settum 5-7, 6-2, 6-2 og 6-4 í gær. Fyrr um daginn hafði Djokovic sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga einnig í fjögurra setta leik 7-6, 6-2, 6-7 og 6-3. Djokovic og Nadal eru efstir á heimslistanum og því reiknað með hörkuleik. Nadal sigraði á mótinu í fyrra og á titil að verja. Leikurinn verður í beinni útsendingu á norsku sjónvarps- stöðinni NRK1 á sunnudag. Úrslitaleikurinn í kvennaflokki fer fram í dag. Þar mætir Rúss- inn Maria Sharapova Petru Kvi- tovu frá Tékklandi sem keppir í úrslitum á stórmóti í fyrsta skipti. - ktd Úrslitaleikurinn á Wimbledon: Djokovic og Nadal mætast KÖRFUBOLTI Íslenski landsliðs- maðurinn í körfuknattleik, Pavel Ermolinskij, hefur skrifað undir eins árs samning við sænska meistaraliðið Sundsvall Dragons. Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson leika með liðinu. „Ég var með nokkur tilboð og fyrirspurnir frá öðrum liðum en forráðamenn Sundsvall voru mjög ákveðnir og vildu fá svör strax. Mér leist mjög vel á þetta allt saman og það skemmir ekki fyrir að vera með þá Hlyn og Jakob sem liðsfélaga. Þetta er mjög sérstakt allt saman og ég velti því fyrir mér hvort það verði ekki opnaður Íslendingabar í Sundsvall,“ sagði Pavel og hló. Þjálfari sænsku meistaranna er Peter Öqvist nýráðinn þjálfari karlalandsliðsins í körfuknatt- leik. - ktd Íslenskum drekum fjölgar: Pavel Ermolins- kij til Sundsvall Í ATVINNUMENNSKU Á NÝ Pavel hefur áður spilað sem atvinnumaður í Frakk- landi og á Spáni. MYND/VILLI FÓTBOLTI Bikarmeistarar Vals komust í undanúrslit Valitor- bikars kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi með 1-0 útisigri á Stjörnunni í Garðabæ. Það var Bandaríkjamaðurinn Caitlin Miskel sem skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleiknum. Liðin mættust í úrslitaleik keppn- innar í fyrra þar sem Valskonur höfðu betur. Í Árbænum var boðið upp á markaveislu þar sem 1. deildar- lið FH sótti Fylki heim. Liðsmenn Helenu Ólafsdóttur komust tví- vegis yfir í leiknum en þurftu að lokum að játa sig sigraða. Þá komst KR í undanúrslit með naumum 1-0 sigri á Grindavík. Dregið verður í undanúrslit keppninnar á mánudag. - ktd Valitor-bikar kvenna: Valskonur í undanúrslit MARKASKORARI Caitlin Miskel hefur skorað fimm mörk í sumar. MYND/HAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.