Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 18
2. júlí 2011 LAUGARDAGUR18 S tórum hluta þess rabarbara sem hvarf með óútskýrðum hætti á Stöðvarfirði á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var stolið af mér og mínum vinum. Það er orðið tímabært að viðurkenna það. Ástæðan var einföld. Stolinn rabarbari er einfaldlega betri á bragðið en sá sem er fenginn með öðrum hætti. Þannig mátti líka fá nær óheftan aðgang að búri húsmæðra því, einhverra hluta vegna, virtist sykurát vera í besta lagi ef við félagarnir vorum með rabarbara í hendinni. Þetta virðist reyndar hafa átt við víða um land. Bláar, gular og rauðar Eða ekki var annað að skilja á Degi rab- arbarans sem var haldinn í fyrsta skipti í Árbæjarsafni á fimmtudaginn. Fullt var út úr dyrum en Erfðalindasetur Landbúnað- arháskólans í samstarfi við Árbæjarsafn stóð fyrir dagskrá þar sem þess var freistað að vekja athygli á starfsemi Erfðalindaset- ursins. Tengingin er ekki augljós; erfðaauðlind- ir og rabarbari. Erfðafjölbreytni plantna og dýra er reyndar undirstaða landbúnaðar í heiminum, eins og Áslaug Helgadóttir, pró- fessor við Landbúnaðarháskólann, útskýrði. „Þessar erfðaauðlindir fæða okkur og klæða, veita okkur skjól, byggingarefni og ekki síst yndi,“ sagði Áslaug. Auðvitað er það íslenska búféð sem hér um ræðir. Allir viðurkenna sérstöðu búfjár- stofna landsins en leitun er að samfélögum sem byggja sinn landbúnað á eins gömlum merg og sá íslenski. Kýrin, hesturinn, sauð- féð og geiturnar koma þar fremst ásamt hænunni og íslenska fjárhundinum. Hér eru einnig undir nokkrar villtar trjátegundir eins og birkið, og jurtir sem eru sérstaklega hentugar til ræktunar hér á landi og má nefna séríslenskt bygg. Þá eru ónefndar mat- jurtir eins og kartöflur, bláar, gular og rauð- ar. Gulrófan, afbrigði kennd við Maríubakka og Sandvík, er séríslensk, ýmsir berjarunnar eins og rifs. Og svo rabarbarinn. Skiptir þetta allt saman einhverju máli, spurði Áslaug og svaraði játandi. Samn- ingur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni segir að okkur beri að vernda og viðhalda þeim auðlindum sem við eigum. Erfðanefnd landbúnaðarins ber ábyrgðina og mikilvægið liggur ekki síst í því að tryggja fæðuöryggi mannkyns sem byggir á þessum sömu erfðaauðlindum. Erfðaauðlindir hafa auk þess gildi fyrir sögu okkar og menningu. Dýrari en ópíum Rabarbari er af ættkvíslinni rheum og af súruætt. Innan þessarar ættkvíslar eru 60 tegundir af rabarbara, en sá sem okkur kemur helst við heitir rheum hybrid og finnst ekki villtur í náttúrunni. Heiti jurt- arinnar er eins eða svipað í öllum Evrópu- málum og ýmsar tilgátur eru uppi um hvern- ig það er tilkomið. Rha er gamalt heiti á ánni Volgu en orðið barbarum vísar til erlends uppruna og oft notað um siðlausa villimenn eða barbara á öldum fyrr. Þetta kom fram í erindi Vilmundar Han- sen, garðyrkju- og þjóðfræðings, sem fór í gegnum sögu rabarbarans bæði hér og erlendis en formóðir rabarbarans sem við þekkjum er að öllum líkindum upprunnin í Mongólíu og Kína. Þar var jurtin fyrst og síðast þekkt sem lækningajurt um aldir, en rótin var talin kynngimögnuð. Rót rabarbara frá Mongólíu og Kína var eftirsótt í Evrópu allt frá tímum Rómverja og Grikkja. Þurrk- aðar rætur jurtarinnar voru því mikilvæg verslunarvara og fluttar frá Asíu til land- anna við Miðjarðarhaf. Til vitnis um mikil- vægi vörunnar var hún tífalt dýrari en vin- sælar kryddtegundir og þrefalt dýrari en ópíum. Rótarduftið var talið hreinsandi enda niðurdrífandi hægðalyf hið besta. Neysla þess var almennt talin bæta heilsu og sálar- líf manna og eftirsótt eftir því. Vilmundur greindi frá því að Evrópumönn- un gekk illa að fá lifandi eintak frá Asíu af hinum eina og sanna rabarbara. Marco Polo reyndi mikið að fá keyptar rabarbararætur í ferðum sínum og minnist ítrekað á þá leit í ferðabókum sínum. Það tókst hins vegar ekki og raunverulega vissu Evrópumenn ekki lengst af hvaða tegund þetta var, enda aldrei borið hann augum. Það jók á dulúð jurtar- innar og trúna á lækningamátt hennar. Árið 1782 minnkaði eftirspurn en þá hafði Evr- ópumönnum tekist að smygla rót frá Kína og rækta jurtina sjálfir, sagði Vilmundur í erindi sínu. Tröllasúra Elstu heimildir í Danmörku um rabarbara eru frá því um 1700 en nýting hans var ekki orðin almenn á Norðurlöndunum fyrr en rúmri öld síðar. Hingað til lands barst hann seint og elsta heimild sem Vilmundur hefur rekist á er frá 1883. Rabarbarinn hefur því verið samofinn sögu þjóðarinnar og menn- ingu í um 130 ár. Nær öruggt má teljast að rabarbari hafi borist hingað með dönskum embættismönn- um, sagði Vilmundur. Þó er hugsanlegt að fyrsti lyfsalinn á Íslandi, Björn Jónsson, hafi getað ræktað jurtina í lækningajurtagarð- inum á Seltjörn. Hans J. G. Schierbeck, sem var landlækn- ir frá 1882 til 1895, var einn af stofnendum Garðyrkjufélags Íslands gaf út garðyrkju- kver árið 1881 og þar nefnir hann tvö rab- arbarayrki, eða tegundir, sem hann kallar rabarber upp á dönsku. Vilmundur vill meina að Schierbeck sé faðir rabarbarans á Íslandi svo duglegur var hann að dreifa honum um landið og reka áróður fyrir notkun hans. Í ritum Einars Helgasonar, Bjarkir, rósir og hvannir, kemur í fyrsta skipti fram heit- ið tröllasúra. Það kennir Einar skrautrabar- bara en rabarbaraheitið er almennt notað um matjurtina. Einar greinir frá því að Bretar hafi verið fyrstir til að borða leggina af jurt- inni um aldamótin 1800. Þangað til var rab- arbari eingöngu lækningajurt og rótin nýtt. Á árum seinni heimsstyrjaldarinnar bregður svo við að mikill áróður var hafður í frammi um ræktun rabarbara. Mælt var með því að sem flestir hefðu hnaus í garð- inum hjá sér þar sem rabarbari þótti búbót hin besta. Sama var uppi á teningnum í Bret- landi. Í grein í Búfræðingnum birtist grein þar sem eftirfarandi ráð voru gefin af Vig- fúsi Helgasyni: „Það er enginn vafi á því að á rabarbaraframleiðslu má byggja upp veru- legan niðursuðuiðnað og konfektiðnað, sér- staklega ef innflutningshöft verða áfram á erlendum ávöxtum og niðursuðuvörum úr ávöxtum. Leggjum því sérstaka alúð við rabarbararæktina á komandi vori.“ Vin- sældir hans fóru hins vegar dvínandi og ekki rættust spádómar Vigfúsar. Um 1950 komu upp raddir um að rabarbari væri óhollur og varað var við áti hans. Ráðherrafrú Óli Valur Hansson, fyrrverandi garðyrkju- ráðunautur, ferðaðist um landið og safnaði rabarbarayrkjum í lok níunda áratugarins. Safni hans var komið fyrir við Korpu, þar sem Rannsóknastofnun landbúnaðarins var staðsett. Þar voru fjögur íslensk yrki, eitt grænlenskt og tólf af erlendum uppruna. Óli kenndi þau við fundarstaði til aðgrein- ingar; Svínafell, Vatnskot, Mývetningur og Bjarnardalur eru þeirra á meðal. Eitt sker sig úr og heitir ráðherrafrú, og er kennt við eiginkonu Ingólfs Jónssonar, fyrrverandi landbúnaðarráðherra frá Hellu. Árið 2000 var hluti af safninu flutt frá Korpu í Grasa- garðinn í Reykjavík til varðveislu. Litar garn og drepur skordýr Rabarbari inniheldur talsvert magn af oxalsýru, – sem gefur hið einkennandi súra bragð. Oxalsýra er í það miklum styrk í rab- arbara að hún getur haft óæskileg áhrif á nýrnastarfsemi og ætti að minnsta kosti ekki að neyta mikils af honum. Banvænn skammt- ur er um fimm kíló sé hann étinn mjög hratt, sagði Brynhildur Bergþórsdóttir sem hefur nýtt rabarbara með ýmsum hætti og komist að því að möguleikarnir einskorðast sannar- lega ekki við át á jurtinni, eins og greinilega kemur fram hér að neðan. Sjá: http://nakin.blog.is Lostæti með lækningamátt Rabarbari hefur fylgt þjóðinni í 130 ár. Jurtin, sem ættuð er frá Mongólíu og Kína, var um aldir nýtt til lækninga. Þurrkuð rabarbararót var keypt dýrum dómum af Evrópumönnum og borguðu þeir þrefalt meira fyrir hana en aðra þekkta lækningajurt, ópíumvalmúa. Svavar Hávarðsson komst að því að ekki er rabarbari bara góður til átu heldur hentar líka til skordýraeitursgerðar. ÞARFAÞING Í 130 ÁR Rabarbari hefur verið hluti af sögu og menningu þjóðarinnar í vel á aðra öld. Rabarbari á sér makalausa sögu sem fáir þekkja og erfitt að ímynda sér að rótarduft jurtarinnar hafi um aldir verið ein eftirsóknarverðasta verslunarvara heims. Hér er Dóra Björt Guðjónsdóttir, starfsmaður á Árbæjarsafni, þar sem Dagur rabarbarans var haldinn í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Rót/hnýði rabar- barans gefur mjög skemmtilega liti og það þarf ekki festi fyrir garnið ■ Rótin er skorin smátt ■ Látin krauma í vatni í 30 mín og kólna svo yfir nótt ■ Vökvinn síaður ■ Bandið er látið í kaldan litunarlög og hitað varlega upp að suðumörkum (80- 85 gráður á celsíus) og látið kólna í litunarleginum yfir nótt ■ Litnum má breyta með því að breyta sýrustigi litarins og einnig með því að nota koparlausn og járnlausn til að eftir- meðhöndla garnið RABARBARI SEM LITAREFNI 300 grömm rabarbari 1 dl sykur ½ dl vatn – ef þarf 3 dl rjómi 2 eggjarauður 1 tsk. vanillusykur 1 msk. flórsykur RABARBARAÍS ■ Sjóðið rabarbaralauf í vatni í hálftíma ■ Síið ■ Blandið sápu- flögum saman við ■ Notið sem úða á blaðlýs og maðk ■ Eða notið litunarlög af blöðunum og sápuafganga ■ Sjóðið litunarlöginn niður og setjið sápuafganga í hann og látið leysast upp ■ Setjið á úðabrúsa ■ Hristið brúsann og úðið á blaðlýs og maðk ■ Ekki láta börn komast í þetta SKORDÝRAEITUR ÚR RABARBARA ■ Skerið rabarbarann í bita og setjið í pott með sykrinum og smá vatni ef þarf ■ Sjóðið í nokkrar mínútur þar til rabarbarinn er mjúkur ■ Takið af hitanum og látið kólna ■ Hrærið eggjarauður saman við flórsykur og vanillusykurinn ■ Þeytið rjómann og veltið eggjahrærunni í hann ■ Blandið rabarbaranum varlega í rjómann. ■ Setjið í ísvél (og fylgið leiðbein- ingum hennar) eða setjið í frysti og hrærið endrum og sinnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.