Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 48
6 fjölskyldan
Krakkarnir á sumarnám-skeiði í Húsdýragarðinum voru í óða önn að þrífa fjár-húsið þegar blaðamann og
ljósmyndara bar að garði. Gleðin
skein úr andlitum barnanna, sem
sum voru að sópa gólf, önnur að
moka flórinn og enn önnur að
vigta hey í net. Þegar því verki var
lokið hélt hópurinn að selalauginni
þar sem kastað var fiski til Snorra
sels og félaga.
„Námskeiðið er mjög vinsælt
enda er fullbókað á öll námskeið
sumarsins,“ segir Unnur Sigur-
þórsdóttir, deildarstjóri fræðslu-
deildar. „Sömu krakkarnir koma
ár eftir ár,“ segir hún og telur það
bestu meðmælin. Þá telur hún
nálægðina við dýrin hafa góð áhrif
á krakkana. „Við tökum eftir því
að margir ærslabelgir róast fljót-
lega í návígi við dýrin.“ - sg
Læra búskaparhætti
Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum eru haldin gríðarlega vinsæl sumarnámskeið. Þar gefst
krökkum tækifæri til að vinna með og í kringum dýr í eina viku.
Spenntir selir Krökkunum þykir afar spennandi að fá að gefa selunum fisk. Selirnir eru ekki síður spenntir að fá
bitann sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Læra handtökin Bústörfin felast meðal annars í því að moka flórinn.
Eru nákvæm Hér er ekkert um það
bil, heldur heyið mælt upp á gramm.
Glansandi fínir Hestarnir í húsdýragarðinum eru að öllum líkindum mest og
best kembdu hestarnir í borginni.
Úti- og innileikir Leikir létta lund og stytta stund. Af útileikjum má nefna
miðjupúka. Þátttakendur eru þrír og stilla sér upp í röð með góðu bili á milli.
Endamennirnir kasta bolta sín á milli og miðjumaðurinn á að reyna að ná honum.
Takist það fer sá sem kastaði boltanum í miðjuna.
Aumingja kisa er skemmtilegur innileikur. Þátttakendur sitja í hring. Einn
er í miðjunni og leikur kisu. Hún á að skríða á fjórum fótum að einhverjum í
hringnum og nudda sér upp við hann. Sá hinn sami á að klappa kisu á bakið
og segja aumingja kisa. Honum má alls ekki stökkva bros né hlæja en hinir í
hringnum mega hlæja að vild. Kisa má endurtaka leikinn þrisvar sinnum við
sama þátttakandann. Ef hann springur verður hann kisa en ef honum stekkur
ekki bros verður kisan að reyna við einhvern annan.
Selfoss
Ey
gardag
DE H OL
Tour de Hvolsvöllur
110 km – kl. 8:00
Norðlingaholt (Olís)
48 km – kl. 9:30
Selfoss (Byko)
14 km – kl. 11:00
Hella (Reykjagarður)
Stígandi unaður
Maltesers®, súkkulaði á léttan máta