Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 6
2. júlí 2011 LAUGARDAGUR6 FRÉTTASKÝRING: Hver eru álitamálin um meðferð málsins í Vestmannaeyjum? Tekist á um forræði kynferðisbrotamála Forstjóri Barnaverndar- stofu vill láta færa rannsókn á alvarlegum brotum til lög- reglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum gagnrýn- ir þessi orð harðlega og vill umboð til rannsókna í Vest- mannaeyjum. Lögreglan á Selfossi sinnir rann- sókn á kynferðisbrotamálum sem eiga sér stað í Vestmannaeyjum. Karlmaður á fimmtugsaldri, búsett- ur í Vestmannaeyjum, var úrskurð- aður í mánaðar gæsluvarðhald fyrir viku síðan, grunaður um að hafa níðst kynferðislega á ungri stjúp- dóttur sinni mánuðum saman árin 2009 og 2010. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa misnotað tvær stúlkur til viðbótar. Málið kom fyrst inn á borð yfir- valda vorið 2010. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins varð talsverð töf á rannsókn lögreglu á sínum tíma vegna samgönguörðugleika, en Landeyjahöfn var lokuð og því komust rannsóknarlögreglumenn ekki til Eyja svo dögum skipti. Að fara í gegnum Þorlákshöfn var talið taka of langan tíma og of kostnaðar- samt þótti að fljúga. Lögreglustjórinn á Selfossi, Ólafur Helgi Kjartansson, hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki úrskurðað manninn í gæslu- varðhald síðastliðið haust. Félags- málayfirvöld í Vestmannaeyjum, sýslumannsembættið og lögfræð- ingur stjúpdóttur mannsins, mælt- ust öll til þess að slíkt yrði gert, í ljósi alvarleika málsins og þeirra hörðu staðreynda sem lágu fyrir. Þrátt fyrir það var maðurinn fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald á laugardaginn var, þegar Hér- aðsdómur Suðurlands kvað upp úrskurð sinn. Maðurinn er meðal annars sakaður um nauðgun. Maðurinn tók ofbeldisverk sín upp á myndband og við leit lögreglu fannst fjöldi ljósmynda og hreyfi- mynda sem maðurinn hafði bæði tekið sjálfur og aflað sér á netinu. Málin betur sett í Reykjavík Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að vitað sé að brotamenn sem fremji ítrek- uð og gróf brot gegn fleiri en einu barni, séu afar hættulegir. Eðlileg- ast hefði verið að úrskurða manninn í gæsluvarðhald þegar rannsóknar- niðurstöður lágu fyrir síðastliðið haust. Þarna hafi yfirvöldum orðið á mistök. „Það sem við sjáum í Vestmanna- eyjum er óréttlætanlegt,” segir Bragi og bætir við að hann telji rétt að skoða hvort rannsókn alvarlegra mála sem þessa ættu frekar heima hjá kynferðisbrotadeild lögreglunn- ar í Reykjavík. „Það er óumdeilt að kynferðisbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík býr, vegna stærðar sinn- ar, yfir mestri sérþekkingu á þessu sviði,“ segir Bragi. Hann ítrekar þó að hann sé ekki að gera lítið úr rannsóknarstarfi lögreglunnar ann- ars staðar á landinu, þar sem erfið mál séu oft leyst vel af hendi. Rannsókn málsins í Vestmanna- eyjum hefur tekið langan tíma og eru liðnir átta mánuðir síðan sýslu- maðurinn á Selfossi ákvað að krefj- ast ekki gæsluvarðhalds yfir mann- inum. Bragi hefur miklar áhyggjur af því hvað rannsóknartími sé almennt langur og telur að það að flytja rannsóknina á höfuðborgar- svæðið yrði liður í að stytta hann. Nálægð geti skapað vanda Í Vestmannaeyjabæ búa rúmlega fjögur þúsund manns. Bragi segir það borðliggjandi að í þeim sam- félögum þar sem návígi er mikið séu miklar líkur á að barn og nán- ustu aðstandendur þurfi að umgang- ast gerandann, hitta hann eða sjá. „Þessi mikla nálægð rannsak- enda við sakborninga er enn ein ástæða þess að ég tel að það þyrfti að koma á meiri fjarlægð. Þetta getur verið erfitt fyrir lögreglulið,“ segir hann. „Reyndar voru gerðar breytingar fyrir nokkrum árum og rannsóknardeildum fækkað, sem var spor í rétta átt.“ Umdæmi hafi forræði Karl Gauti Hjaltason, sýslumað- ur í Vestmannaeyjum, gagnrýn- ir orð Braga harðlega og segir þau sleggjudóma. „Mér finnst það skjóta mjög skökku við að Bragi setji fram fullyrðingar í þessu máli. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, án þess að þekkja til málsins, að það skipti máli hvar menn búi á land- inu. Við erum með áratugareynslu í lögreglurannsóknum,“ segir Karl Gauti. „Svona sleggjudómar, að ekki sé hægt að rannsaka neitt nema í Reykjavík, eru algjörlega tilhæfulausir og ég er mjög ósáttur við þá. Það fer eftir reynslu mann- anna, ekki búsetu þeirra.“ Karl Gauti segir rannsókn máls- ins vissulega hafa tekið langan tíma, en sá tími sé fullkomlega rökstuddur vegna þess hversu umfangsmikið og flókið málið var. Tölvugögn mannsins hafi til að mynda verið í fjóra mánuði í tækni- rannsókn hjá lögreglunni í Reykja- vík. Karl Gauti er þeirrar skoðunar að mál sem þessi séu betur komin hjá rannsóknardeildum í viðkomandi umdæmi og lögreglustjóri á við- komandi svæði eigi að hafa yfir- umsjón með þeim og eftir atvikum með aðstoð mannmeiri embætta. „Við verðum að hafa þann mannafla í Vestmannaeyjum sem til þarf til að bregðast við svona málum,“ segir hann. „Löggæslu verður ekki sinnt í gegn um áætlunarferðir.“ Framkvæmdastjóri félagsmála- yfirvalda í Vestmannaeyjum, Jón Pétursson, gerði athugasemdir í mars við hvað málið tæki langan tíma í vinnslu. „Við vildum að hags- munir barnanna yrðu tryggðir og því ætti að setja manninn í gæslu- varðhald,“ segir hann. „Við ítrekuð- um að það væri afstaða barnavernd- aryfirvalda í bænum.“ Hann tekur undir orð Karls Gauta, að fjarlægð- in frá Vestmannaeyjum til Selfoss hafi spilað inn í þann tíma sem tók að rannsaka málið. Þegar tafir eigi sér stað vegna manneklu eða erfið- leika við samgöngur, sé það vissu- lega áhyggjuefni. Þegar lá fyrir að maðurinn yrði ekki úrskurðað- ur í gæsluvarðhald, var því beint til lögreglunnar í Vestmannaeyj- um að hafa gætur á manninum og ganga úr skugga um að hann væri ekki í nágrenni við börn. Því var fylgt eftir. Barnaverndaryfirvöld- um hefur ekki borist vitneskja um fleiri fórnarlömb mannsins. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það ekki nýtt af nálinni að meintir kynferðisbrotamenn séu ekki settir í gæsluvarðhald eftir að kæra hefur verið lögð fram. Fjöldann sé hægt að telja á fingrum annarrar handar af tugum eða hundruðum mála. Ítarleg skýrsla var gerð um stöðu kyn- ferðisbrota á Íslandi árið 1989, eftir að miklar umræður spunnust um málin í samfélaginu og á Alþingi. „Þar kom meðal annars fram að gæslu- varðhaldsúrskurði í kynferðisbrotamálum er einungis beitt í örfáum tilvikum. Það virðist ekki hafa mikið breyst í beitingu þess við rannsókn mála af þessu tagi.“ Helgi segir að í ljósi þessa hafi málið sem upp kom í Vestmannaeyjum ekki komið honum mikið á óvart. „Þetta mál er þó með því verra sem maður hefur heyrt um,“ segir hann. „Menn hafa þó greinilega metið það svo að þar sé hvorki um rannsóknar- né almannahagsmuni að ræða, sem er umhugsunarefni í ljósi alvarleika málsins.“ Afar fátítt að gæsluvarðhalds sé krafist HELGI GUNNLAUGSSON Sýknur 24 Ákært 95 Fjöldi ákæra eftir vitnisburði barna í Barnahúsi 285 börn Ekki ákært 190 Greindu ekki frá kynferðislegu ofbeldi 65 Ónæg sakarefni 121 Fjársektir 3 Skilorðsbundnir og óskilorðsbundnir dómar 7 Skilorðs- bundnir dómar 23 Óskilorðs- bundnir dómar 29 Gerendur ósakhæfir 4 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur kallað eftir greinargerð um meðferð Ríkissaksóknaraembættisins og lögreglustjórans á Selfossi á málinu í Vestmanna- eyjum. Innanríkisráðherra er gert samkvæmt lögum að hafa eftirlit með framkvæmd ákæruvalds og getur hann farið fram á að Ríkissaksóknari láti í té gögn og greinargerð um meðferð einstakra mála. Þá hefur ráðherra tekið þá ákvörðun að efla skuli kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og gera hana ráðgefandi fyrir önnur embætti í landinu. Deildin muni þó ekki taka yfir rannsóknir annarra umdæma, heldur vera þeim til halds og trausts. Ögmundur sagði í Fréttablaðinu í gær að þetta væri liður í því að laga brotalamir í kerfinu við meðferð kynferðisbrotamála. Innanríkisráðherra vill skýringar ÖGMUNDUR JÓNASSON Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@frettabladid.is Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sem Þorbjörg Sveinsdóttir, starfs- maður Barnahúss, vann sem lokaverkefni sitt í mastersnámi í sálfræði við Háskóla Íslands, leiddu í ljós að af þeim málum sem Barnahús sinnti og vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum fóru 42 prósent fyrir dóm. Ákærur voru gefnar út gegn 63 sakborningum. Alls voru 39 sakborningar ákærðir fyrir brot gegn einu barni og 24 sakborningar voru ákærðir fyrir brot gegn fleiri börnum (frá tveimur til sex). Rannsókn á árunum 1998 til 2003 VESTMANNAEYJABÆR Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum telur mikilvægt að öll umdæmi landsins hafi þann mannskap sem til þarf til að takast á við rannsóknir á afbrotum sem framin eru á þeim svæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Karlmaður á áttræðisaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, var sýknaður í Hæstarétti af ákæru um kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku í mars síðastliðnum. Rúmur mánuður leið frá því að stúlkan greindi lögreglu frá meintu broti þar til að hún var færð í Barnahús til skýrslutöku. Í millitíðinni var stúlkan ítrekað yfirheyrð um atvikið hjá sálfræð- ingi, auk þess sem móðir hennar lét hana segja frá því sem gerst hafði. Héraðsdómur taldi þessa málsmeðferð rýra sönnunargildi frásagnar stúlkunnar. Forstjóri Barnaverndarstofu gagnrýndi vinnubrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum á sínum tíma og sagði þau ekki í samræmi við verklagsreglur. Nítján konur í Vestmannaeyjum kærðu manninn í kjölfar kæru stúlkunnar, en mál þeirra voru fyrnd. Fleiri mál í Eyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.