Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 26
4 fjölskyldan voru orðnar ekkjur eftir að hafa misst eiginmenn sína í stríðinu í Írak. „Ég kom um nótt til Íslands, en þegar ég vaknaði næsta dag var ég spurður hvort mig langaði út í fót- bolta. Mér leist vel á þá hugmynd, dreif mig út á völl og byrjaði að æfa, en var langlélegastur í flokknum. Seinna lærði ég enn meira um fótbolta, landslið og leikmenn, og þráði það eitt að verða framúrskarandi leikmaður,“ segir Bakir, sem upp frá því sótti æfingar enn stífar, bæði einn og með öðrum, og uppskar eftir því þegar hann hlaut verðlaun fyrir mestar framfarir í 4. flokki ÍA í fyrra. „Þegar ég sá Bakir fyrst með boltann fannst mér ekki fræðilegur möguleiki á að hann yrði kominn í A- liðið eftir tvö ár, en framfarirnar hafa verið gríðar- legar. Bakir er mikið efni og miðað við hvernig hann vinnur á hann framtíðina sannarlega fyrir sér,“ segir Lúðvík Gunnarsson, þjálfari Bakirs hjá ÍA. Bakir var með öllu ótalandi á íslenska tungu þegar líf hans tók stefnu á Akranes, og ekki töluðu íslensku strákarnir arabísku. „Mér veittist samt auðvelt að eignast vináttu sam- herja minna, og strákarnir tóku mér opnum örmum. Íslenskan er erfið, en í fyrravor hafði ég náð góðum tökum á henni. Fram að því fóru samskipti fram með handapati og allt skildist það einhvern veginn,“ segir Bakir lukkulegur með lífið á Skaganum, enda vinsæll meðal vina og hamingjusamur með íslenskt þjóðfélag, líkt og móðir hans og tvö yngri systkin. „Ég sakna samt alltaf Íraks og stórfjölskyldunn- ar, en við erum í góðum samskiptum á netinu. Von- andi kemst ég þangað í heimsókn einn daginn en mun örugglega aldrei flytjast þangað á ný. Hér kann ég líka vel við mig. Ég hef komið til margra íslenskra bæja en finnst Akranes bera af. Þar búa mátulega margir og margt að sjá í kringum bæjarstæðið, eins og sjóinn, Akrafjallið, og bæði sveit og borg. Þá þykir mér fólkið gott og íslenskir krakkar skemmtilegir, en í Írak var ég vanur því að krakkar væru leiðinlegir hver við annan og daglegt brauð að upplifa pústra og lemstur þeirra í millum. Því er friðurinn bestur.“ - þlg FRAMHALD AF FORSÍÐU Hann heitir reyndar Valdimar en er aldrei kallaður annað en afi meðal palestínska flótta- fólksins á Akranesi. „Daginn sem flóttakonurnar komu til Akraness frétti ég að ein þeirra flytti í sama hús og sonur minn bjó í með konu sinni og nýfæddum tví- burum. Því ákvað ég að færa henni blóm og ritaði á blað: „Velkomin á Akranes. Hafðu samband ef eitt- hvað vantar“. Þetta þýddi ég svo yfir á arabísku með hjálp Google og þannig urðu samskiptin okkar á milli þar til skrið komst á íslensk- una, ásamt handapati við kennslu á þvottavél og önnur heimilistæki, en slík voru konunum framandi úr heimalandinu,“ segir „afinn“ Valdi- mar Axelsson. Forsaga málsins hófst þegar rétt- mæt afabörn Valdimars byrjuðu að babla og kölluðu á eftir honum: „Afi! Afi!“. „Það smitaði út frá sér og brátt var allur palestínski hópurinn far- inn að kalla mig afa. Ég á því orðið ansi mörg afabörn, á aldrinum frá þriggja ára upp í fimmtugt,“ segir Valdimar og skellir upp úr, sáttur við sitt hlutskipti. „Ég hef bara gaman af þessu, enda mér að meinalausu. Ég hef frjálsan vinnutíma og á létt með að hlaupa undir bagga þegar eitthvað vantar, eins og að skutla krökkun- um til og frá skóla í vondum veðr- um, passa þau þegar Manal þarf þess með og gera ýmis viðvik eins og þegar þvottavél og sjónvarp hafa bilað. Þá er vont að eiga engan að, og margar konurnar hafa átt í basli með allt mögulegt svona,“ segir Valdimar sem hefði viljað sjá mun lengri stuðning við flóttafólkið á Akranesi. „Manal og börnin hafa aðlagast vel, en það á ekki við um alla. Sum börnin eiga erfitt vegna skorts á samskiptum við Íslendinga og geng- ur hægar að læra tungumálið. Því hefðu allar fjölskyldurnar þurft af eiga „afa“ eða annan „fjölskyldu- meðlim“ sem hauk í horni, því síst þarf minni stuðning eftir að fólk getur farið að tjá sig,“ segir Valdi- mar, sem lært hefur margt í hlut- verki afa. „Afahlutverkinu fylgir heilmik- ill félagsskapur og ánægjulegt Gúgglaði arabísk Afi í eldhúsinu hjá Manal Aleedy og „afastelpunum“ Maryam 9 ára og Söru 11 ára. Á myndina vantar „afastrákinn“ Hamody sem er 8 ára og „Afi hefur reynst okkur sem besta fjölskylda. Hann hjálpaði mér að flytja, passar krakkana, aðstoðar mig í bankanum og fer með okkur í skemmtiferðir þegar okkur lang- ar í tilbreytingu,“ segir Manal Aleedy, ein flóttakvennanna átta sem komu frá Írak til Akraness haustið 2008. Manal líkar lífið vel á Akranesi. Hún starfar á leikskólanum Valla- seli og hefur eignast þar góðar vin- konur. Þá hefur hún verið dugleg í íslenskunámi og er nú í ökutímum. „Mér finnst mikilvægt að læra íslensku og aðlagast íslensku sam- félagi. Ég umgengst því íslenskar vinkonur mikið um leið og ég hef þurft að loka á mína nánustu,“ segir Manal og vísar til illskeyttra samskipta við stórfjölskylduna á Facebook, en einnig hinar flótta- konurnar á Akranesi. „Ég kastaði slæðunni og það féll í grýttan jarðveg. Meðal flótta- kvennanna er mikið um baktal og þær reyna að gera mér lífið leitt, eins og fjölskylda mín úti. Því hef ég lokað á öll samskipti, enda líður mér best einni með börnunum í íslenskri tilveru,“ segir Manal, sem verður 32 ára í sumar. Hún segir íslamstrú ekki krefjast þess að hún beri slæðu, og nú klæðist hún buxum og bol, eins og íslenskar konur. „Ég neita að láta stjórna mér, enda sjálfráða, fullorðin mann- eskja. Fjölskyldan segir mig ekki tilheyra henni lengur, því nú sé ég orðin íslensk en ekki arabísk. Móður bróðir minn skipar mér að giftast vini hans í Bandaríkjun- um en ég læt ekki aðra velja mér mannsefni. Ég vil heldur ekki mann né þarf á honum að halda. Hér á ég heimili, börn og hef atvinnu sem skapar mér fjárhagslegt sjálf- stæði,“ segir Manal ákveðin. En hvað ef ástarörvar Íslendings hitta hana óvænt í hjartastað? „Það er erfitt að segja og ólík- legt, en enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér,“ svarar hún. „Ég er bara óskaplega sæl með lífið eins og það er, og vegna stuðn- ings afa, Önnu Láru Steindal hjá Rauða krossinum og íslenskra vin- kvenna minna hér líður mér alltaf betur og betur. Þau stappa í mig stálinu og segja mér að vera sterk og þerra tárin; njóta lífsins og láta ekki aðra segja mér hvernig ég á að lifa lífi mínu. Það eru mann- réttindi mín og þannig ætla ég að lifa lífinu í hamingju.“ - þlg Læt ekki stjórna mér Ekki lengur arabísk? Manal Aleedy vill aðlagast íslensku samfélagi sem best en hefur mætt miklum mótbyr fyrir vikið. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.