Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 63
LAUGARDAGUR 2. júlí 2011
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 2. júlí 2011
➜ Tónleikar
14.00 Opnunarhelgi Sumartónleika í
Skálholtskirkju. Halldór Hauksson flytur
erindi, tónleikar með kammerkórnum
Schola Cantorum og tónleikar sembal-
leikarans Jacques Ogg. Aðgangur er
ókeypis.
15.00 Swing kvartett saxófónleikarans
Óskars Guðjónssonar spilar á sumartón-
leikaröð Jómfrúarinnar við Lækjargötu.
Leikið er utandyra. Aðgangur er ókeypis.
21.00 Jussanam og Agnar Már Magnús-
son flytja brasilíska tónlist á Café Haiti.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
22.00 Baggalútur heldur tónleika á
Græna hattinum á Akureyri. Aðgangs-
eyrir er kr. 2.500.
23.00 GusGus með tónleika í Sjall-
anum. Miðaverð í forsölu er kr. 2.500 en
kr. 3.500 við innganginn.
➜ Opnanir
15.00 Listasafnið á Akureyri opnar
sýninguna Hringheimar. Aðgangur er
ókeypis.
15.00 Sýningin Innsýn opnar í Verk-
smiðjunni á Hjalteyri. Allir velkomnir.
➜ Hönnun og tíska
14.00 Pop up verslun verður á kaffihús-
inu Trúnó og skemmtistaðnum Barböru
að Laugavegi 22. Mundi, Hlín Reykdal,
IBA-The Indian In Me, Helicopter, Sonja
Bent, Elva, Begga-Design, Dýrindi,
Another Scorpion, Babette og Svava
Halldórs selja hönnun sína.
➜ Opið hús
13.00 Afmælishátíð í Kattholti vegna 20
ára afmælis Kattholts og 35 ára afmæli
Kattavinafélags Íslands. Allir velkomnir.
➜ Uppákomur
15.00 Spúútnik og Dillon bjóða í
garðveislu. Pylsur, andlitsmálun, eld-
gleypir, trúður og veglegir tónleikar. Haffi
Haff, Lára og Sykur meðal annars. 40%
afsláttur í Spúútnik.
➜ Bæjarhátíðir
10.00 Hamingjudagar verða á Hólmavík
um helgina. Fjölbreytt skemmtiatriði fyrir
alla fjölskylduna, dansleikur og leiksýn-
ing meðal annars. Misjafn aðgangseyrir
eftir viðburðum.
➜ Dansleikir
20.00 Dansleikur Félags eldri borgara
í Reykjavík og nágrenni verður að
Stangarhyl 4. Aðgangseyrir er kr. 1.400,
félagsmenn greiða kr. 1.200.
➜ Myndlist
14.00 Sýningu Carl Boutard í Nýlista-
safni lýkur um helgina og býður safnið
upp á listamannaspjall og leiðsögn um
sýninguna. Allir eru velkomnir.
15.00 Myndlistarhópurinn Mud-Lab
heldur myndlistarsýningu og fjáröflunar-
samkomu í húsnæði Sambands íslenskra
myndlistarmanna, Hafnarstræti 16. Allir
eru velkomnir.
➜ Markaðir
12.00 Hamrahlíðarkórinn verður með
flóamarkað í gamla sirkusportinu. Fönk-
sveinar, Hamrahlíðakórinn og Samaris
flytja lifandi tónlist.
Sunnudagur 3. júlí 2011
➜ Tónleikar
16.00 Rannveig Káradóttir, sópran-
söngkona og Birna Hallgrímsdóttir,
píanóleikari halda tónleika á Stokkalæk.
Aðgangseyrir er kr. 1.500.
16.00 Hljómsveitin Mógil með tónleika
á Gljúfrasteini. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
➜ Opnanir
14.00 Sýning með verkum unnum
á pappír opnar í Galleríi Ágúst. Allir
velkomnir.
➜ Sýningar
13.00 Fornbílaklúbbur Íslands sýnir
ýmsa merka bíla í eigu félagsmanna á
Árbæjarsafni. Aðgangseyrir er kr. 1.000,
fyrir námsmenn kr. 500 og ókeypis
aðgangur fyrir yngri en 18 ára.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Björk Guðmundsdóttir fær mjög
góða dóma í The Guardian, einu
virtasta dagblaði Englands,
fyrir fyrstu Biohpilia-tón-
leika sína á menningarhá-
tíðinni í Manchester.
Tónleikarnir, sem voru
haldnir á fimmtudags-
kvöld, fá fjórar stjörnur
af fimm mögulegum.
Gagnrýnandinn segir
þá samblöndu af tón-
list, tækni og nátt-
úruöflum. „Tveim-
ur áratugum
eftir að Sykur-
molarnir stigu
fram á sjónarsviðið
er rödd hinnar 45
ára Bjarkar enn
yndislega barna-
leg og hljómar
eins og hún sé
frá annarri plán-
etu. Stundum virtist
röddin koma úr ann-
arri vídd,“ skrifar
hann og bætir við
að tónleikarnir
hafi verið skrítnir
en engu að síður mikil upplifun.
„Tónleikarnir virkuðu á mig eins
og sýning á þessari undarlegu
veröld okkar.“ Hann kvartar
helst yfir því að Björk hafi
ekki sungið fleiri vinsæl
lög en hrósar henni engu
að síður fyrir frumleika
og skringilegheit.
Á tónleikunum not-
ast Björk við staf-
rænt pípuorgel,
fjórar risavaxn-
ar pendúlahörp-
ur, eina stóra
h ö r pu s e m
kallast Sharp-
s ic ord og
hljóðgervil
sem getur
„spilað“ eld-
ingar. Einnig
styður við bakið
á henni íslenskur
stúlknakór.
Frumleg og skringileg
FJÓRAR STJÖRNUR
Björk Guðmundsdóttir
fær fjórar stjörnur
fyrir tónleika sína í
Manchester.
Írinn Jonathan Rhys-Meyers, sem lék Henry VIII
í sjónvarpsþáttunum The Tudors, var fluttur á
sjúkrahús fyrir skömmu eftir að hafa tekið of
stóran skammt af pillum. Talið er að um sjálfs-
vígstilraun hafi verið að ræða. Atvikið átti sér
stað á heimili hans og fannst hann liggjandi á
gólfinu í lyfjamóki. Að sögn götublaðsins The
Sun var lögreglan kölluð á staðinn eftir að hann
neitaði að fá aðhlynningu sjúkraliða. Meyers,
sem lék á móti Anitu Briem í The Tudors, hefur
verið útskrifaður af sjúkrahúsinu. Stutt er
síðan hann fór í sína fimmtu meðferð en
hún virðist ekki hafa skilað sínu.
Fluttur á sjúkrahús
Í RUGLINU Jonathan Rhys-Meyers
hefur átt við áfengisvandamál að
stríða.
Bæjar l ind 16 - Kópavogur - S: 553 7100 www.l inan. is
HANNAÐU
ÞINN EIGIN
SÓFA
EFTIR ÞÍNU HÖFÐI
Þú hannar Coffee sófann sjálf/ur - allt frá formi
arma, fætur og aukahluti. Þú raðar einingunum
Að lokum velur þú áklæði eða leður í þeim lit
og áferð sem falla að þínum óskum.
Möguleikarnir eru nær óendanlegir.
3 - SÆTI 2,5 - SÆTI 2 - SÆTI
1,5 - SÆTI 1 - SÆTI XL- TUNGUSÆTI
H - VINKILSÆTI V- VINKILSÆTI VINKILSÆTI
90° - HRORN MAXI - HORN 45° - HORN
FÓTSKEMILL
V - ENDAPARTUR H - ENDAPARTUR
HÆGRI - HORNTUNGA VINSTRI - HORNTUNGA
H - TUNGUSÆTI V - TUNGUSÆTI
SÆTAEININGAR
ARMAR
GAJUN MINAS JAMAICA
KAVE KENYA JAVA BRAZIL
ROBUSTA
FÆTUR
TRÉFÆTUR: EIK, NATUR,SVART,
MAHOGNY EÐA HNOTA.
STÁLFÆTUR
KONAT SLIM BÄGE BOLT