Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 16
2. júlí 2011 LAUGARDAGUR16 Þið segist ekki þekkja hvort annað, en hefur þú, Elísabet, lesið viku- blaðið Monitor sem Björn hefur rit- stýrt undanfarin tvö ár? Og þekk- irðu bókmenntaverk Elísabetar, Björn? Elísabet: Nei, ég vissi ekki að Monitor væri til fyrr en við ákváð- um að hittast, en þó klingdi það einhverjum bjöllum. Synir mínir voru ægilega hneykslaðir yfir því. Þeir sögðu mér að Monitor væri stuðblað. Svo las ég það loks í gær og er bara svakalega hrifin, sér- staklega af forsíðunum – mjög flottar og mikill karakter í þeim. Einnig talaði ég við vin minn nú í morgun, Heiðar Sumarliðason leik- stjóra, og hann sagði að þetta væri hnakka- og skinkublað. Sonur minn hlýtur þá að vera hnakki ef hann les blaðið og ég sagði Heiðari að hann skyldi ekki kalla son minn hnakka. Þá sagði hann; „Bíddu, tók hann ekki þátt í fegurðarsam- keppni?” Björn: Ég hef alltaf vitað hver Elísabet er og man til að mynda eftir Fótboltasögubókinni hennar. Ég hef reyndar ekki lesið bókina ennþá en ætla mér að gera það. En svo þekki ég tvíburasyni hennar, Jökul og Garp, og eru það ekki hennar helstu verk? Elísabet: Jú, og einn strákur í við- bót, Kristjón. Þið eruð sitt af hvorri kynslóðinni. Elísabet, veist þú hvað gerðist árið sem Björn fæddist, 1984? Og veist þú Björn hvað gerðist á fæðing- arári Elísabetar, 1958? Elísabet: Mér finnst eins og það eigi að vera eitthvað sem ég ætti að muna frá árinu 1984 en ég man eiginlega ekkert nema að tvíbur- arnir mínir fæddust. Maður þarf að gúgla þegar maður á að muna svona langt aftur. Björn: Ég man þrennt frá fæð- ingarári Elísabetar. HM í knatt- spyrnu var haldið í Svíþjóð og Pelé sló þar í gegn, 17 ára gamall, og Boris Past ernak hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels. Michael Jackson fæddist ... Elísabet: Mundirðu þetta? Björn: Já, þetta var mitt sérsvið innan Gettu betur liðsins í mennta- skóla – Nóbelsverðlaun og eitthvað svona dót. Elísabet: Geturðu þá sagt mér hvort að ég fái Nóbelinn? Eins og árið 2030 og eitthvað? Björn: Ég get því miður ekki spáð í framtíðina en get sagt ykkur að þetta er mjög grunnur fróðleikur. Maður lærði sigurvegara og ártöl en ef þið farið að kryfja mig um Pasternak veit ég ekki annað en að hann skrifaði doktor Sívagó. Ég veit ekkert um Ísland á þessum tíma. Elísabet: Steinn Steinarr dó árið 1958. Björn: Hann hefur þá bara verið fimmtugur eða hvað? Elísabet: Rétt. Mér fannst það allt- af svo dramatískt að hann skyldi deyja á árinu sem ég fæddist, mig langaði alltaf svo að hitta hann. En þú getur þá kannski hjálpað mér með mína spurningu, hvað gerð- ist árið 1984? Voru ekki einhver stjórnarskipti? Björn: Voru það þá Ólafur Jóhann- esson og Geir... hvers son er hann...? Elísabet: Hallgrímsson. Björn: Já, var ekki ríkisstjórn Ólafs skipt út fyrir ríkisstjórn Geirs? Elísabet: Eða var það ekki öfugt – Geir út fyrir Ólaf? Björn: (Við blaðamann) Seturðu þetta nokkuð í viðtalið? Hrina verðhækkana er fram undan að sögn hagfræðings Alþýðusam- bandsins. Ef þið mættuð gefa hverju heimili í landinu fokdýra munaðarhluti – hvað mynduð þið setja í pakkann? Björn: Íþróttaskó, hlaupagalla, iPod, úr og Labrador-hund svo allir fari út að hlaupa. Ég hef svo mikla trú á að útivera og hreyfing sé besta meðalið við allri vanlíðan. Elísabet: Gæti ég fengið Siberian husky? Mínar gjafir yrðu að fjar- lægja lúpínurnar af Mýrdalssandi og gamall Nokia-sími. Af hverju? Þeir eru bara svo æðislegir. Ég verð líka bara hrædd þegar ég sé svona síma með snertiskjá eins og Björn er með. Ég er búin að eiga minn Nokia í 10 ár og Páll Óskar líka. Ég myndi einnig vilja gefa íslenskum fjölskyldum það að vera ástfangnar, sjá fegurðina, verða jafnvel reiðar og prófa að setja mörk. Finna hina innri hreyfingu. Í kjölfar gagnrýni hefur verið ákveðið að hætta við námskeið sem halda átti fyrir stúlkur á aldrinum 8-15 ára. Á þeim átti að fræða stúlkurnar um litafræði, hárgreiðslu, hand- og fótsnyrtingu, snyrtimennsku, göngu og líkams- burð, dans og borðsiði. Hvernig sæjuð þið fyrir ykkur svona skóla og hvaða kona gæti kennt prins- essufræði? Er til hinn íslenski prins? Elísabet: Ég var einu sinni kölluð Prins Elísabet. Björn: Var það vegna þess að þú reyktir Prins? Elísabet: Jú, þú ert útsmoginn. En prinsessuskóli finnst mér bara góðra gjalda verður af því að stelp- ur og allir hafa gaman af því að vera fínir. Þið sjáið til dæmis að núna, fyrir þessa myndatöku, hélt ég að það væri bara ég sem þyrfti að fara á klósettið til að varalita mig en Björn fór líka. Björn: Ég fór samt ekki til að vara- lita mig! Elísabet: Nei, en svona aðeins til að laga hárið sko. En í Prinsessu skóla þyrfti líka að vera Línu langsokks bekkur þar sem stelpum væri kennt að brjóta reglur og klæða sig eins og druslur og þá væri hægt að blanda þeim lærdómi öllum saman. Ástæðan fyrir því að Shakespeare er svona vinsæll er að hann kunni að blanda. Ein fullkomin lína virk- ar bara ekki. Prinsessa sem kann að vera óþekk hefur miklu meira aðdráttarafl. Björn: Þetta prinsessuskólamál var allt frekar klaufalegt en ég held að þessi kona hafi ekki meint neitt illt með þessu, þetta var svo- lítill stormur í vatnsglasi. En ég er með manneskjuna til að kenna prinsessu- og prinsahegðun. Það er Páll Óskar í bæði hlutverk því hann er náttúrulega bæði prins og prinsessa Íslands og einhver heil- steyptasti karakter sem ég hef talað við. Bæði ótrúlega flottur í útliti, heill, með hlutina á hreinu og rétta forgangsröðun. Allir verða að betri manneskju við að spjalla við Pál Óskar. Elísabet: Ég tek undir þetta og ég myndi einnig ráða mömmu í starf- ið. Hún myndi kenna þeim arab- ísku og gera þær að arabískum prinsessum. Prinsessur verða að geta tínt kuðunga svo hún myndi fara með þær niður í fjöru. Looloo skott, vinkona mín, gæti líka kennt þeim að búa til prinsa í fjörunni, hlaðna úr grjóti. Hinn 84 ára gamli Benedikt páfi sextándi setti inn sína fyrstu færslu á Twitter í vikunni. Þið eruð bæði á Facebook, hver er síðasti „status“ sem þið settuð þar inn? Munið þið eftir einhverj- um slíkum sem vakti sérlega mikil viðbrögð? Elísabet: Ég sem set alltaf svo djúpa og merkilega statusa setti inn í morgun: „Ég er vöknuð“. Þetta er það auvirðilegasta sem ég hef sett inn. Hins vegar setti ég „Ekki fara í útlegð frá bestu hlið- um sjálfs þíns“ í gærkvöldi. Björn: Minn síðasti er „Hverjum er ekki Osama þótt Obama sé til ama á Bahama“ en hann er frá 4. maí. Ég fékk ekki nógu mörg læk á hann fyrir minn smekk. Elísabet: Í fyrradag skrifaði ég „Hvað er pirringur á ensku?“. Ég lít á Facebook-stöður sem svona veiði og hélt í því ljósi að ég fengi ekkert á þetta en ég fékk einhverj- ar 30-40 athugasemdir frá alls konar frægu fólki, svo sem Helgu Kress og Guðmundi Andra Thors- syni. Þau höfðu öll skoðun á þessu. Það er svolítið traust að setja eitt- hvað eins og „Lífið er dásamlegt“ – ég fæ fimmtíu læk á það. Svo fékk ég mikið út á það að segjast eiga kærasta. Björn: Já, allt svona er örugg leið til að fá læk. Einhver ástamál og að pósta frétt um væntanlegt barn. Ég hef ekki lent í því að þurfa að pósta því ennþá, en ég mun örugglega fá mikið á það. Elísabet er að greini- lega að beita stærstu möðkunum í þessari veiði. Svo situr hún pott- þétt bara og bíður eftir að húrra- hrópin yfir „Lífið sé dásamlegt“ hrannist inn. Ég neita að fara auð- veldu leiðina! Orðið er laust. Þið fáið nokkur orð til að segja hvað sem er, við hvern sem er, í meira en 100.000 eintök- um. Björn: Ég tileinka þetta pláss tengdapabba mínum, Reyni Guð- jónssyni, sem lést í síðustu viku. Hann er einhver mesti meistari sem ég hef kynnst og kunni öðrum fremur að lifa lífinu og njóta þess. Í minningu hans hef ég eftir orð Nietzsche: „Lífið er hundrað sinn- um of stutt til að láta sér leiðast.“ Hann lifði lífinu vel og skemmti- lega og mér finnst að allir þurfi að hafa þetta bak við eyrað. Elísabet: Má ég ekki taka undir þetta bara? Ég eignaðist þennan kærasta og þá varð allt svo mikið mál allt í einu. Hvort ég ætti að vera kaldhæðin eða góð eða eitt- hvað annað? Ég hringdi í vin minn, Óttar Guðmundsson lækni, og spurði hvernig ég ætti að fara að þessu. Hann sagði: „Lífið er svo stutt Elísabet, maður veit aldrei hvenær það er búið, þannig að þú skalt bara njóta.“ Að lokum. Hafið þið plankað? Björn: Nei. Elísabet: Hvað er plank? Björn: Það er þegar fólk ligg- ur staurbeint á maganum á sem undarlegustu stöðum og lætur taka mynd af sér við athæfið. Nú er meira að segja verið að birta myndir af mönnum eins og Guðna Ágústssyni að gera þetta. Elísabet: Eins og fólk sé í líkkistu? Björn: Nei það liggur á hvolfi, á maganum. (Björn tekur upp sím- ann, gúglar með snertiskjánum og finnur þar dæmi um plank. Hann réttir Elísabetu símann og sýnir henni mynd af Guðna Ágústssyni: „Hér er Guðni Ágústson að planka garðstól.“ Elísabet: Ég sá svona mynd af syni mínum á Facebook í gær. Hann var voða undarlegur. Má ég sjá þetta (rýnir í skjáinn) – eins og arm- beygjur? Björn: Nei, ég er ekki alveg inni í þessu. En ef fólk hefur gaman af þessu er þetta frábært. Elísabet: Ég ætla bara að planka á þilfarinu hjá Samherja. Ég þarf að selja þeim 5.000 eintök af bókinni minni. Mig langar að kaupa mér bíl. Björn: Ég sýni Elísabetu stuðning og tek myndina af henni. Í fyrradag skrifaði ég „Hvað er pirringur á ensku?“. Ég lít á Facebook-stöður sem svona veiði og hélt í því ljósi að ég fengi ekkert á þetta en ég fékk einhverjar 30-40 athugasemdir frá alls konar frægu fólki. Á RÖKSTÓLUM Hrædd við snertiskjásíma Allir verða að betri manni við að spjalla við Pál Óskar. Þetta er mat Björns Braga Arnarssonar og Elísabetar Jökulsdóttur. Júlía Margrét Alexandersdóttir hlustaði á þau skipuleggja plank á plani Samherja. HVAÐ ER PLANK? Björn Bragi Arnarsson blaðamaður útskýrði plank fyrir Elísabetu Jökulsdóttur. „Nú er meira að segja verið að birta myndir af mönnum eins og Guðna Ágústssyni að gera þetta,“ sagði Björn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.