Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 52
2. júlí 2011 LAUGARDAGUR24 1. Drangey Fyrir miðjum Skagafirði er Drangey, þverhnípt og grósku- mikil eyja þar sem Grettir sterki hafðist við undir sitt síð- asta og var veginn. Fyrir utan hrikalega náttúrufegurð er fjöl- breytt fuglalíf í eynni. Eyjan er stundum nefnd „vorbæra Skag- firðinga“, en heimamenn sækja þangað egg á vorin. 2. Grettislaug Við Eyðibýlið Reyki yst á Reykja- strönd, er Grettislaug, þar sem Grettir hlýjaði sér eftir Drang- eyjarsundið. Gott er að láta ferðaþreytuna fjara úr sér í laug- inni, en stutt frá er rekafjaran í Sandvík og Glerhallavík. 3. Mælifellshnjúkur Eitt helsta kennileiti Skagafjarð- ar er Mælifellshnjúkur, sem gnæfir yfir Skagafjörð í 1.138 metra hæð. Sagt er að í björtu veðri sjáist á hnjúkinn úr tíu sýslum en útsýnið af tindinum er líka stórfenglegt. Gönguleið- in er stikuð frá Mælifellsdal og er uppgangan tiltölulega auðveld. 4. Sögusetur íslenska hestsins Það stappar nærri goðgá að fara til Skagafjarðar án þess að gefa íslenska hestinum gaum. Sögu- setur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal er heppilegur staður til þess, þar sem saga íslenska hestsins er sögð með aðstoð leik- mynda, kvikmynda og annarra muna. 5. Flúðasigling á Vestari-Jökulsá Fyrir þá sem eiga börn sem eru tólf ára eða eldri er margt vit- lausara en að taka sér fjölskyldu- ferð á hendur í Vestari-Jök- ulsá í Skagafirðinum, í gegnum töfrandi gljúfur og fallegt lands- lag. Einnig er boðið upp á flúða- siglingar á Hvítá á Suðurlandi og öllu meira krefjandi ferðir á Aust- ari-Jökulsá, og víðar. 6. Glaumbær – Byggðasafn Skagfirðinga Öll helstu hversdagsáhöld sem Skagfirðingar notuðu fyrr á öldum má sjá í Glaumbæ. Torf- bærinn sjálfur er samstæða þrettán húsa og við Glaumbæ eru svo tvö 19. aldar timburhús. 7. Sturlungaslóðir Ásbirningar réðu lögum og lofum í Skagafirði og háðu þar marga hildi við Sturlunga og fleiri valda- ættir. Frægastir þeirra atburða er sjálfsagt Örlygsstaðabardagi, þar sem Gissur Þorvaldsson felldi feðgana Sighvat Sturluson og Sturlu son hans, og Flugumýra- brenna, þar sem óvinir Gissur- ar reyndu að brenna hann inni. Í Upplýsingamiðstöðinni í Varma- hlíð er sögukort og upplýsingar um staði og þjónustu á Sturlunga- slóðum. Skáldsögur Einars Kára- sonar, Óvinafagnaður og Ofsi, eru kjörin undirbúningslesning – nú eða bara Sturlunga. 8. Víðimýrarkirkja Víðimýrarkirkja er ein af örfáum varðveittum torfkirkjum lands- ins. Jón Samsonarson, smiður og alþingismaður, reisti kirkjuna 1834 en hún var friðlýst tæpri öld síðar. Víðimýrarkirkja er opin gestum alla daga. 9. Ólafshús og Kaffi Krókur Fyrir ferðalanga sem vilja gera vel við sig í mat og drykk er Ólafshús við Aðalgötu á Sauðár- króki kjörinn áfangastaður. Á matseðlinum er lögð áhersla á gæðamat úr héraði. Í forrétt má til dæmis fá sér grafið fjallalamb, smjörsteikta Hólableikju í aðal- rétt og skagfirskt skyr í eftir- rétt. Pitsur og hamborgarar eru einnig á boðstólum. Beint á móti Ólafshúsi er Kaffi Krókur sem er í eigu sömu aðila. 10. Sundlaugin á Hofsósi Aðeins rúmu ári eftir að hún var opnuð er sundlaugin á Hofs- ósi orðin nær ómissandi áfanga- staður þeirra sem eru á ferð um Skagafjörð, enda er útsýnið út fjörðinn óviðjafnanlegt. 8 7 6 5 4 10 9 3 2 1 Drangey Sauðárkrókur Blönduós Varmahlíð H éraðsvötn Bylgjulestin sem fagnar 25 ára afmæli Bylgjunnar með ferð um Ísland í sumar, verður á Sauðárkróki og verður þátturinn Ævintýraeyjan með Hemma Gunn og Svansý sendur þaðan út. við Laugalæk Útsalan hefst mánudaginn 4.júlí 1 Skín við sólu Skagafjörður Skagafjörður er eitt dýrmætasta djásn landsins, höfuðvígi hestamanna og forkunnarfagur og stútfullur af sögu og menningu. Á ferð sinni um Skagafjörð fór Fréttablaðið í flúðasiglingu, gekk um söguslóðir Sturlunga og gæddi sér á góðmeti út héraði. ■ HÁTÍÐIR OG VIÐBURÐIR FRAM UNDAN: Landsmót hestamanna Landsmót hestamanna, ein vinsælasta hátíð landsins, stendur nú yfir á Vind- heimamelum í Skagafirði og lýkur á sunnudag. Hólahátíð Hin árlega Hólahátíð verður haldin 12. til 14. ágúst næstkomandi. Auk helgihalds, pílagrímagangna og menn- ingarviðburða verður sérstök fjölskyldu- dagskrá á laugardeginum. Sveitasæla Skagfirskir bændur og Reiðhöllin Svaðastaðir við Sauðárkrók blása til landbúnaðarsýningar og bændahátíðar í Skagafirði 20. ágúst. Þar verður meðal annars sveitamarkaður, vélasýning, gæðingakeppni og grillveisla þar sem skemmtikraftar úr röðum heimamanna láta ljós sitt skína. Laufskálarétt Tveggja daga stóðréttarhátíð Laufskálarétt í Hjaltadal er vinsælasta stóðrétt landsins en þangað mæta árlega allt að þrjú þúsund gestir. Lauf- skálarétt fer fram síðustu helgina í september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.