Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 2. júlí 2011 13
Formlegar viðræður Íslands við Evrópusambandið um hugsan-
lega aðild hófust nú nýverið á ríkja-
ráðstefnu. Þar voru teknir fyrir
fjórir samningskaflar af 35 alls og
þar af var umræðum lokið um tvo
kafla. Áður hafði samningsafstaða
íslenskra stjórnvalda verið mótuð
í samráði við utanríkismálanefnd
Alþingis. Fram undan er þó stremb-
in vegferð þar sem tekist verður á
um margvísleg grundvallaratriði
og ríka hagsmuni.
Umdeilt mál en sterkur grunnur
ESB-aðild er umdeild hér á landi.
Skoðanakannanir undanfarin ár
hafa m.a. endurspeglað hversu
umdeilt málið er en jafnframt leitt
í ljós að afstaða þjóðarinnar breyt-
ist frá einum tíma til annars. Engu
að síður hefur núverandi stefna, að
ljúka aðildarviðræðum og bera nið-
urstöðuna undir þjóðina, átt miklu
fylgi að fagna skv. könnunum. Ætti
það að vera kappsmál bæði þeirra
sem fyrirfram eru andsnúnir aðild
að sambandinu og eins hinna sem
eru aðild hliðhollir. Fyrir hinn
stóra hóp þjóðarinnar sem hefur
ekki gert upp hug sinn er brýnt að
viðræðum verði lokið og niðurstað-
an um kosti og galla liggi fyrir með
óyggjandi hætti og á grunni henn-
ar verði unnt að taka málefnalega
afstöðu til málsins.
Ísland mætir til þessara við-
ræðna vel undirbúið og byggir þar
á vandaðri vinnu fjölmargra, bæði
fulltrúa ráðuneyta og stofnana en
einnig og ekki síður ýmissa hags-
munaaðila sem leggja mikilvægan
skerf til góðrar undirstöðu. Einn-
ig skiptir hér máli að Ísland hefur
verið þátttakandi í evrópsku sam-
starfi innan EES um langt árabil,
notið þess ávinnings sem það býður
upp á en um leið kostað því til sem
samstarfinu fylgir. Aðalsamninga-
nefnd Íslands og einstakir samn-
ingahópar eru vel skipaðir færu
og samviskusömu starfsfólki sem
hefur það eitt að leiðarljósi að skila
góðu verki og ná sem bestri samn-
ingsniðurstöðu út frá íslenskum
hagsmunum. Viðræður Íslands
við ESB byggja þannig á sterkum
grunni.
Umræða í ójafnvægi
Því miður hefur ESB-umræðan
hins vegar verið á brauðfótum.
Þar tíðkast hin breiðu spjótin, póli-
tískur rétttrúnaður í hávegum
hafður, upphrópanir og aðdrótt-
anir gagnvart þeim sem hafa aðra
skoðun eða vilja nálgast málið frá
ólíku sjónarhorni. Samherjar tor-
tryggðir. Eiginleg rökræða, þekk-
ingaröflun og greining er gjarnan
víðs fjarri. Úr ranni þeirra sem eru
eindregnir stuðningsmenn aðildar
heyrist gjarnan bábiljan um að
aðild muni leysa hvern vanda þjóð-
arinnar en úr öndverðri átt ber-
ast formælingar um að aðild þýði
endalok sjálfstæðis þjóðarinnar.
Að mínu mati á hvorugt við rök að
styðjast.
Þjóðmálaumræðan þarf að dýpka
og breikka í tengslum við ESB-
álitamálið. Við þurfum að skoða til
hlítar hvaða breytingar hafa orðið
á Evrópusambandinu undanfarin
10-15 ár, frá því að vera „klúbbur“
nokkurra ríkra þjóða yfir í að vera
umfangsmikill samstarfsvettvang-
ur meirihluta Evrópuríkja, bæði
þeirra sem vel standa og eins ann-
arra sem verr eru sett. Ennfrem-
ur þær breytingar sem felast í því
að áhrif Evrópuþingsins hafa auk-
ist á kostnað framkvæmdarvalds-
ins og sömuleiðis þær hremmingar
sem ganga yfir nokkur ESB-ríki og
evrusvæðið. Um leið þarf að kryfja
til mergjar hvaða leiðir eru færar
fyrir íslenskt samfélag eftir efna-
hagshrunið því aðstæður hér á
landi hafa vissulega líka tekið mikl-
um breytingum að undanförnu.
Farsæl framtíð
Mín afstaða er eindregið sú að við
eigum að ljúka aðildarviðræðum
við ESB, helst sem allra fyrst, og
leggja okkur fram um að ná sem
bestri samningsniðurstöðu. Á þann
hátt getum við gengið úr skugga
um hvað raunverulega felst í aðild,
hvaða kostir fylgja henni og sókn-
arfæri, en einnig hvaða gallar og
fórnir eru aðild samfara, hvað
ávinnst og hvað tapast. Þannig
getur hver og einn lagt heildstætt
mat á það hvort hann telur hags-
munum þjóðarinnar til lengri tíma
litið betur borgið utan eða innan
Evrópusambandsins. Það skiptir
okkur öll miklu máli að hvor leiðin
sem þjóðin velur þegar hún tekur
afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu
verði Íslandi til farsældar.
Ísland og ESB – leiðin fram undan
ESB-aðild
Árni Þór Sigurðsson
formaður utanríkis-
málanefndar Alþingis
ÚR ERLENDUM LEIÐURUM
5 prósent eru of mikið
Þegar allir frá Vinstri flokknum til
Íhaldsflokksins eru sammála um
hvað gera þarf mætti ætla að eitt-
hvað sé annaðhvort kolrangt eða
hárrétt. Allir krefjast niðurskurðar
í fjárlögum ESB fyrir árin 2014 til
2020. En framkvæmdastjóri ESB,
José Manuel Barroso, vill eyða.
Það er stríðsástand á götum
Grikklands. Í Evrópu leitar fólk
örvæntingarfullt eftir vinnu sem
ekki er að fá. Á Spáni, í Portúgal,
á Írlandi og í Bretlandi hafa menn
þegar bitið í hið súra epli og skera
nú mikið niður. Kreppuaðgerð-
irnar hafa þegar verið óheyrilega
kostnaðarsamar og enn vitum við
ekki hvaða útgjalda er að vænta í
framtíðinni.
Í slíku ástandi er bæði rangt og
pólítískt ögrandi að leggja til 5
prósenta aukningu á fjárlögum.
www.svd.se/opinion
Úr leiðara Svenska Dagbladet
Einkastríð á hafi nu
Stjórnin hefur nú samþykkt
að vopnaðir verðir megi vera
um borð í skipum skráðum í
Noregi. Ástæðan er sú að alþjóð-
legum skipaferðum, þar á meðal
norskum, stafar sífellt meiri ógn af
sjóræningjum á Indlandshafi og
í Adenflóa. Það hefur ekki verið
auðvelt að taka þessa ákvörðun.
www.aftenposten.no/meninger
Úr leiðara Aftenposten
www.harpa.is
TÓ N LISTA R- OG
RÁÐST EFN U H ÚSI Ð
Í R EYKJAVÍK
SUMARKVÖLD
Í HÖRPU
TÓNLEIKAR Í ELDBORG
8. júlí kl. 20.00
Einleikarar:
Maxim Vengerov
og Maria João Pires
Stjórnandi: Maxim Vengerov
Hljómsveit: St. Christopher hljómsveitin
Beethoven: Rómansa í F-dúr
Beethoven: Píanókonsert nr. 4 í G-dúr op. 58
Tchaikovsky: Serenaða op. 48
9. júlí kl. 20.00
St. Christopher
hljómsveitin
Stjórnandi: Donatas Katkus
Verk eftir: Haydn, Ciurlionis, Elgar og Grieg
10. júlí kl. 20.00
Maria João Pires
Franz Schubert: Sónata nr. 6
og Silungakvintettinn í A-dúr op. 114
ásamt Art Vivo strengjakvartettinum
KLASSAPASSINN
ÞRENNIR TÓNLEIKAR
Á FRÁBÆRU VERÐI
FÆST Í MIÐASÖLUNNI8.–10. JÚLÍ
Einstakir tónlistarviðburðir!
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
B
L
A
5
56
30
0
7/
11