Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 34
2. júlí 2011 LAUGARDAGUR6 Sunnulækjarskóli Við Sunnulækjarskóla á Selfossi vantar umsjónar- og stærðfræðikennara í 8. bekk auk kennara til að kenna tungumál á elsta stigi. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kenn- ara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Umsækjandi þarf að hafa kennsluréttindi, góða skipul- agshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikil- vægir eiginleikar. Nánari upplýsingar má fá hjá Birgi, skólastjóra í síma 861- 1737 eða Þóru Björk, aðstoðarskólastjóra í síma 695-0226 og á vef skólans. Umsóknarfrestur er til 11. júlí n.k. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@ sunnulaek.is eða Sunnulækjarskóli, Norðurhólum 1, 800 Selfoss.Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is Héðinn hf. er málmtæknifyrirtæki sem veitir sérhæfða þjónustu í málmiðnaði og annast viðgerðir á vélbúnaði fiskiskipa. Álsuðumenn / Rennismiðir Vélvirkjar Vegna aukinna verkefna óskar Héðinn hf. eftir að ráða öfluga fagmenn til starfa. Suðumenn með réttindi fyrir MIG álsuðu. Rennismiði og vélvirkja með sveinspróf. Við leitum að öflugum mönnum, áreiðanlegum og með reynslu í faginu. Um er að ræða krefjandi og áhugaverð verkefni við viðhald og nýsmíði. Við erum að leita eftir mönnum sem eru sjálfstæðir, hafa öguð vinnubrögð, hörku duglegir og með góða samskiptahæfileika ásamt því að vera stundvísir. Héðinn gerir miklar kröfur til sinna starfsmanna. Umsækjendur verða að geta hafið störf sem allra fyrst. Vinsamlega sendið umsóknir til Héðins á netfangið atvinna@hedinn.is eða fyllið út umsókn á vefsíðu fyrirtækisins www.hedinn.is Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. VIÐ LEITUM AÐ Matreiðslumanni og kokkanema Góð laun, fríðindi og skemmti legur vinnu staður í boði. Upplýsingar veitir Hrefna í síma 694 4884 og í tölvupósti info@fiskmarkadurinn.is Metnaðarfullir, jákvæðir og duglegir einstaklingar með auga fyrir smáatriðum óskast til starfa sem fyrst. Félagsráðgjafar óskast til starfa. Tveir félagsráðgjafar óskast til starfa við félagsþjónustu á sameiginlegu þjónustusvæði Hveragerðis, Ölfuss Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Aðsetur er í Þorlákshöfn og Hvera- gerði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst Helstu verkefni eru: • Félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð • Barnavernd, • Málefni fatlaðra, • Málefni aldraðra, • Önnur mál sem falla undir lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Hæfniskröfur: • Félagsráðgjafamenntun • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu. • Hæfni í að tjá sig í ræðu og riti. Samstarf er á milli sjö sveitarfélaga í Árnessýslu á sviði velferðarmála. Einn félagsmálastjóri er yfir svæðinu og sameiginleg velferðarnefnd. Félagsmálastjóri hefur yfirumsjón með faglegu starfi og ráðgjöf. Sveitarfélögin bjóða upp á fjölbreytt verkefni á sviði velferðarmála og svigrúmi til nýrra verkefna og vinnubragða. Um spennandi og gefandi störf er að ræða í fallegu umhverfi þar sem áhersla er lögð á upp- byggingu velferðarmála á nýjum grunni. Launakjör eru skv. kjarasamningi Félagsráðgjafafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknum skal skilað til Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði fyrir 15. júlí 2011. Nánari upplýsingar veitir María Kristjánsdóttir félagsmálastjóri í síma 483-4000, netfang maria@hveragerdi.is. Fulbright stofnunin – Skrifstofu- og ráðgjafarstarf Fulbrightstofnunin leitar að starfsmanni í 50% starf, en mögulega mun starfshlutfall aukast. Starfssvið: • Fjölbreytt skrifstofustörf og vinna við vef • Upplýsingamiðlun um háskólanám í Bandaríkjunum • Margvísleg samskipti við aðila innanlands og í Bandaríkjunum. Einhver ferðalög fylgja starfinu. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfinu • Mjög góð tölvukunnátta • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli (textagerð) • Góð þekking á háskólanámi í Bandaríkjunum • Skipulagshæfileikar, sveigjanleiki, drifkraftur og frumkvæði • Góðir samskiptahæfileikar, jákvæðni og þjónustulund Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf 1. septem- ber nk. Upplýsingar um Fulbright stofnunina má finna á www.fulbright.is. Nánari fyrirspurnir um starfið má senda á netfangið belinda@fulbright.is. Umsóknir skulu vera á ensku og innihalda umsóknarbréf og ferliskrá. Umsóknir skulu sendar rafrænt á netfangið belinda@fulbright.is merktar „starfsumsókn“. Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí n.k. Embætti dómara við héraðsdóm Austurlands laust til umsóknar Embætti dómara með fast sæti við héraðsdóm Austurlands er laust til umsóknar, sbr. 15. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. september nk., eða hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu í samræmi við 4. gr. a, sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 og reglur um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti nr. 620/2010. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 620/2010 er áskilið að í umsókn komi fram upplýsingar um 1) menntun og framhaldsmenntun, 2) reynslu af dómstörfum, 3) reynslu af lögmannsstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilegir fyrirlestrar o.s.frv., 6) reynslu af stjórnun, 7) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 8) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 9) upplýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum og 10) upplýsingar um þrjá fyrrverandi samstarfsmenn sem geta veitt dómnefnd bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda, sbr. 5. mgr. 5. gr. reglna nr. 620/2020 og 11) aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi að faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skiptir fyrir störf héraðsdómara. Umsóknir óskast sendar til innanríkisráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík og á netfangið postur@irr. is. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munnlegum fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækjenda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem héraðsdómari. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna, er áskilið að umsækjendur gefi upp netfang sem notað verður til að eiga öll samskipti við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknir skulu berast innanríkisráðuneytinu Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík eigi síðar en 15. júlí nk. Innanríkisráðuneytinu, 30. júní 2011. Kennara vantar í eftirtaldar námsgreinar á haustönn 2011 Enska - Fullt starf. Íslenska - Fullt starf. Sálfræði - Fullt starf. Á sjúkraliðabraut - Fullt starf. Einnig vantar námsráðgjafa í 50% starf til að sinna tilteknum verkefnum. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Umsóknir skulu sendar Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur skólameistara, ghg@fb.is, eða Stefáni Benediktssyni aðstoðarskólameistara, sb@fb.is. Upplýsingar um störfin gefa skólameistari í síma 899 2123 eða aðstoðarskólameistari í síma 896 1808. Skólameistari Framhalds- skólakennarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.