Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 16
16 28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Trúmál Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni Í kirkjunni starfar stór og ólíkur hópur einstaklinga. Þar eru bæði leikmenn og lærðir. Organistar, sjálfboðaliðar, djákn- ar, kirkjuverðir, prestar og ræstingafólk svo eitthvað sé nefnt. Verkefnin eru æði mörg og misjöfn. Sum hafa verið unnin í kirkjunni í langan tíma en önnur eru nýrri, líkt og staða djáknans. Flestir djáknar á Íslandi starfa ýmist á stofnun eða í kirkjum landsins. Starf þeirra er kærleiksþjónusta, diakonia. Kærleiksþjónustan er eitt af kjarnaat- riðum kristindómsins og byggir á helgi- haldi kirkjunnar, helgihaldi sem mótast af orðum og verkum kærleiksþjónust- unnar. Með réttu má því segja að kær- leiksþjónustan sé framlengdur armur lofgjörðarinnar inn í hversdaginn. Kær- leiksþjónustunni er oft skipt upp í tvennt til einföldunar, þ.e. líknarþjónusta og fræðsluþjónusta. Allt starf djáknans miðar að því að vera með einstaklingnum í hinu hversdaglega, því sem mætir við- komandi á hverjum degi, gleði og sorg. Margir djáknar starfa með börnum í kirkjunni. Það er mikil blessun að fá að fylgjast með þeim vexti sem víða hefur orðið í barnastarfi kirkjunnar og einnig í trúarþroska barnanna sem mörg hver hafa sótt starf í kirkjunni í yfir 10 ár. Biskup Íslands hefur lagt ríka áherslu á að hlúa vel að ungviði landsins og hann hefur jafnframt hvatt sóknarnefndir kirknanna að forðast það í lengstu lög að skera niður í barna- og æskulýðsstarfi. Vegna orða biskups sem og þeirrar staðreyndar að starf djákna er mikil- vægt í okkar ágæta samfélagi hryggir það mig að heyra af uppsögnum djákna og því að verið sé að leggja niður stöður djákna. Kærleiksþjónustan er einn af lykilþáttum kirkjunnar eins og kemur fram í yfirskrift Þjóðkirkjunnar; biðj- andi, boðandi, þjónandi. Hlutverkin innan kirkjunnar eru ólík og æði mis- jöfn. Djáknar eru kallaðir til að sinna ákveðnum verkefnum, organistar öðrum og prestar enn öðrum. Það mikilvæga er að allir þekki sitt starfssvið og vinni saman að því sem skiptir mestu máli, að boða, biðja og þjóna. Kærleiksþjónustan er mikilvæg í dag og djáknar eru kallaðir til að sinna henni. Ég tel að með því að leggja niður embætti djákna sem og með uppsögnum þeirra sé kirkjan að stíga óheillaskref, ekki síst fyrir þá sem nýta sér þjónustu djákna. Djáknar! Neytendavernd Ef marka má viðteknar hagfræði- kenningar getur hið opinbera í ákveðnum tilfellum aukið hag- kvæmni markaðarins með lögum eða reglugerðum sem stuðla eiga að verndun neytenda. Dæmi um slíkt eru samkeppniseftirlit, lyfja- eftirlit og matvælaeftirlit. Það gildir þó um þetta eins og margt annað að auðvelt er að ganga of langt en fregnir bárust af tveimur slíkum dæmum í vikunni. Stungið á kýlum Í öðru tilfellinu lýsti Heilbrigðiseftir- litið því yfir að kökubasarar þar sem þátttakendur baka kökurnar sjálfir væru ólöglegir og þeim bæri að loka strax. Kvenfélögum um land allt til mikillar armæðu. Í hinu tilfellinu bannaði Neytendastofa Hagkaupum að auglýsa tax-free daga án þess að tilgreina sérstaklega afslátt í pró- sentum. Tilefni úrskurðarins voru reglulegar kvartanir til stofunnar frá einstaklingum sem kunna ekki prósentureikning. Neyt- endavernd er góðra gjalda verð en er þetta ekki fulllangt seilst? Ekki leita langt yfir skammt Stundum er óþarfi að leita langt yfir skammt eins og Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sýndi og sannaði í fyrradag. Kristján gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa mistekist að laga stöðu ríkissjóðs en fyrr um daginn bárust fregnir af því að ríkisstjórnin hefði ekki getað komið sér saman um fjármögnun framkvæmda við nýtt fangelsi sem á að reisa. Kristján sagði því: „Þessi átök um fangelsið sýna vel í hvaða fangelsi ríkis- stjórnin er búin að koma sjálfri sér.“ Vel að orði komist. magnusl@frettabladid.isA f þeim hörmungarfréttum sem hafa dunið yfir undan- farna daga hafa hryðjuverkin í Noregi verið mest áberandi. Það er eðlilegt vegna skyldleika og nálægðar við Noreg að finna sérstaklega til með þeim, en margir hafa réttilega bent á að víða annars staðar um heiminn gerast skelfilegir atburðir á hverjum degi. Haft var orð á því í fréttum að þegar nöfn og myndir fóru að birtast af þeim sem létu lífið fyrir hendi hryðjuverkamanns- ins í Noregi hafi nýtt áfall dunið yfir Norðmenn. Þá hafi ekki lengur verið um að ræða tölur á blaði heldur hafi missirinn orðið sýnilegri. Þetta er skiljanlegt en um leið slæmt. Það getur verið mun auðveldara að útiloka fjöldadauðsföll í öðrum heimshlutum af því að það er ekki möguleiki að persónugera þau eins mikið. Við sjáum vissulega hræðilegar myndir af vannærðum börnum, og þær eru sláandi, en sjaldnast fylgja myndunum nöfn eða upp- lýsingar um afdrif barnanna. Ástandið í Austur-Afríku er grafalvarlegt og nú er svo komið að rúmlega ellefu millj- ónir manna eru þar hjálpar þurfi. 700 þúsund börn þar af eru lífshættulega vannærð í Sómal- íu, Eþíópíu, Keníu og Djíbúti. Óstöðugleikinn í Sómalíu hefur gert það að verkum að hjálparsamtök og stofnanir eiga erfitt með að sinna störfum sínum. Rauði krossinn og hálfmáninn hafa þó feng- ið að dreifa matvælum óáreitt í landinu og nú hefur Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna hafið dreifingu á matvælum til bágstaddra. Þá hefur UNICEF, Barnahjálp SÞ, hafið bólusetningarátak til að reyna að koma í veg fyrir smitsjúkdóma sem geta lagst mjög þungt á veik börnin. Þrátt fyrir að frændur okkar Norðmenn hafi verið ofarlega í huga undanfarið hafa Íslendingar sem betur fer ekki gleymt minni bræðrum og systrum í fjarlægari löndum. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að tugir milljóna króna hefðu safnast vegna neyðarástandsins sem nú er yfirvofandi. Fjórar íslenskar stofnanir og samtök standa fyrir söfnun fyrir bágstadda á svæð- inu og hafa Íslendingar tekið þeim vel, sérstaklega undanfarna daga. Eins og greint er frá í blaðinu í dag hafa hátt í sjö þúsund Íslendingar stutt UNICEF um 18,5 milljónir króna. Rúmar níu milljónir hafa safnast hjá Rauða krossinum auk þess sem 4,3 milljónir verða lagðar til úr neyðarsjóði stofnunarinnar. Barna- heill og Hjálparstarf kirkjunnar standa einnig fyrir söfnunum. Svæðisstjóri UNICEF í þessum hluta Afríku undirstrikaði í gær að hvert einasta framlag skipti miklu máli og taka má undir það. Auðvitað er frábært að Íslendingar geti sýnt samhug í verki þegar mikið ríður á. Það er þó ekki síður mikilvægt að þeir sem það geta leggi ekki aðeins sitt af mörkum þegar ástandið er hvað allra verst, heldur alltaf. Neyðin í Afríku og víðar í heiminum er ekki ný af nálinni og hún hverfur ekki þó að við sjáum hana ekki lengur. Fátæku ríkin mega ekki gleymast. Neyðin í Afríku er ekki ný af nálinni SKOÐUN Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.