Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 62
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR50 BESTI BITINN Í BÆNUM „Þessa dagana er það klárlega piri piri naanwich á Saffran.“ Sæþór Kristjánsson, úr upptökuteyminu StopWaitGo. „Þegar þetta gerðist bjóst maður ekkert við því að fólk væri í einhverri partístemningu,“ segir Sindri Már Sigfússon, forsprakki Sing Fang. Hljómsveitin átti að spila á tónlistarhátíð- inni Storåsfestivalen í Noregi næsta laugar- dag en hátíðinni var aflýst vegna voðaverk- anna þar í landi. Að sögn Sindra Más var mikil tilhlökkun hjá meðlimum Sin Fang að spila á hátíðinni áður en atburðirnir áttu sér stað. Á meðal annarra banda sem áttu að spila var The Go! Team frá Englandi. Sin Fang hefur þó ekki gefið Noreg upp á bátinn því sveitin spilar þar í september. Tónleik- arnir verða hluti af stórri tónleikaferð um Evrópu sem hefst í lok ágúst. Í stað þess að spila á Storåsfestivalen spilar Sin Fang á Innipúkanum um verslun- armannahelgina. Þar hefur Sindri Már oft spilað áður, meðal annars á fyrstu hátíðinni fyrir níu árum með hljómsveitinni Lovers Without Lovers. „Við fengum þann dóm eftir þá tónleika að við hlytum að vera skyldir einhverjum sem skipulagði hátíðina. Þetta herti mann bara,“ segir Sindri hress. Hann hefur í sumar verið að taka upp nýja Sin Fang-plötu sem kemur út á næsta ári. Í fyrsta sinn var upptökustjóri honum til aðstoðar og kom það í hlut Alex Somers, kærasta Jónsa í Sigur Rós. „Hann er mjög klár. Það er gaman að þurfa ekki að taka upp og spila líka. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt.“ - fb Noregstónleikum Sin Fang aflýst EKKI TIL NOREGS Sindri Már og félagar í Sin Fang spila ekki á norskri tónlistarhátíð vegna voðaverkanna þar í landi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Hin einfalda staðreynd er sú að það eru mjög sterkir titlar að koma út í sumar, sem seljast vel og lyfta tölunum,“ segir Eiður Arnarsson, stjórnarmaður í Félagi hljómplötu- framleiðenda (FHF). Sala á tónlist jókst um tæp 12 prósent fyrstu sex mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt Tónlistanum. Hann er unninn af FHF og sýnir um það bil 70 prósent af allri smásölu tónlist- ar á geisladiskum á Íslandi. Eiður segir söluna á tónlist hér á landi koma helstu bölsýnismönnunum á óvart. Hverjir eru þessir bölsýnis- menn? „Eru það ekki bara realistarnir, þannig séð? Eða menn sem telja sig vera realista,“ segir Eiður. „Ég tek svona til orða vegna þess að það er búið að tala söluna niður árum saman. Það er alltaf verið að tala um endalausu minnkun á plötusölu og auðvitað er það rétt að einhverju leyti. Ég held að meira að segja að innan bransans sé að finna fólk sem heldur að ástandið sé verra en það er.“ Salan eykst að miklu leyti fyrir tilstilli söluhárra platna frá Gus Gus, Bubba Morthens og Helga Björns. „Þetta er í rauninni ekk- ert dýpri sannleikur en það, held ég. Samt mjög ánægjulegt,“ segir Eiður. - afb Sala á tónlist sækir í sig veðrið þetta árið VINSÆLDIR Hljómsveitin Gus Gus er á meðal þeirra sem valda því að sala á tónlist eykst fyrstu mánuði ársins. „Þetta er algjör unaður,“ segir Davíð Kristinsson um endurkomu sína á bak við barborðið á Glaum- bar. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu hefur Guðfinnur Karls- son keypt gamla Glaumbar við Tryggvagötu. Davíð verður rekstr- arstjóri staðarins en hann vann þar í mörg ár á sínum tíma. „Ég stóð þarna vaktina í ein fimm ár þegar gamli Glaumbar var upp á sitt besta. Það má því segja að um endurkomu mína sé að ræða,“ segir Davíð. Smiðir hamast nú við að ná aftur upprunalegu útliti staðarins og stefnt er að opnun í ágúst. „Við ætlum okkur að endurvekja gömlu góðu Glaumbarsstemn- inguna sem var alveg yndisleg. Þetta verður aftur íþróttabar með almennri afþreyingu um helgar,“ segir Davíð en hann hefur marga fjöruna sopið í skemmtistaðageir- anum. „Eftir að ég hætti hjá Glaumbar á sínum tíma flutti ég til Danmerkur. Þar átti ég og rak sex skemmtistaði, eða klúbba, eins og Danirnir kalla það. Það var ágætis tímabil,“ segir Davíð og bætir við að hann sé glað- ur að vera kominn aftur á Glaum- bar. „Það er besti barinn og besta vinnuaðstaða sem ég hef kynnst.“ Davíð leggur áherslu á þeir ætli sér að gera þetta almennilega og vanda til verka í allri vinnu í sam- bandi við staðinn. „Maður þarf að muna að þetta er ekkert áhuga- mál. Það er 120% vinna að reka skemmtistað. Gamli Glaumbar var við lýði í 25 ár og ég er viss um að nýi Glaumbar verður til næstu 25 árin.“ - áp Snýr aftur á Glaumbar BAK VIÐ BARINN Davíð Kristinsson segir að endurkoman á Glaumbar sé algjör unaður. FRÉTTABLAÐIÐ/ „Það stefndi í þetta,“, segir skop- myndateiknarinn Hugleikur Dagsson, sem fyrir tveimur árum teiknaði mynd eftir texta lags- ins Rehab, sem söngkonan Amy Winehouse gerði frægt, en hún lést á laugardag. „Það vill til að ég geri eitthvað sem verður síðan að veruleika,“ segir Hugleikur, sem telur sig vinnusaman og að það sé ástæða þess að hann hitti stundum á hluti sem rætast. Ertu þá ekki skyggn? „Ég er ekki skyggn frekar en Sigríður Klingenberg,“ segir hann. Á myndinni má sjá opna gröf og í íslenskri þýðingu stend- ur: „Þeir reyndu að fá mig í með- ferð en ég sagði nei, nei, nei.“ Amy Winehouse barðist sem kunnugt er við eiturlyfjafíkn síð- ustu ár og skipti engu hversu oft hún leitaði hjálpar meðferðar- stofnana, alltaf snéri hún aftur til fyrra lífernis sem endaði svo á hræðilegan hátt á laugardag. Þetta er ekki í eina skiptið sem Hugleikur reynist sann- spár. Í bókinni „Garðarshólmi“ eftir Hugleik má finna teikn- ingu af rauðu skýi sem dreifð- ist yfir Evrópu, en skýið átti að tákna göldrótt Eurovision-lag frá Íslandi. Hugleikur segir að um leið og Eyjafjallajökull hóf að gjósa, hafi fólk hins vegar bent á að skýið ætti margt líkt með öskuskýi eldgossins. „Einhvern tímann skrifaði ég líka leikrit þar sem ein persónan þótti sláandi lík Guðmundi í Byrginu. Við fögnuð- um eiginlega hálfpartinn þegar þessi perri kom upp á yfirborð- ið, því þá varð leikritið allt í einu meira viðeigandi,“ segir Hugleik- ur og bætir við að hann hafi einn- ig spáð fyrir ísbjarnardrápunum. Þrátt fyrir þetta segist Hugleikur þó trúa á tilviljanir. En hefur Hugleikur í hyggju á að setja þessar „tilviljanir“ sínar saman í spádómsrit? „Það getur vel verið að ég geri það einhvern tímann þegar mér leiðist,“ segir Hugleikur. kristjana@frettabladid.is HUGLEIKUR DAGSSON: EKKI SKYGGN FREKAR EN SIGRÍÐUR KLINGENBERG Teiknaði útför Amy Wine- house fyrir tveimur árum TRÚIR Á TILVILJANIR Hugleikur Dagsson virðist hafa spá- dómsgáfu hvað varðar skopmyndir sínar, en hann teiknaði þessa mynd af útför Amy Winehouse fyrir tveimur árum. Hann segist þó ekki vera skyggn heldur trúi hann á tilviljanir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU ENGIN HÖFT Í VIÐSKIPTUM Á VÍSI Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.