Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 28. júlí 2011 41 Leighton Meester, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Blair Wal- dorf í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl, lögsótti móður sína á dögun- um fyrir að misnota pening sem ætlaður var yngri bróður hennar, Lex Meester. Leikkonan sendi fjöl- skyldunni mánaðarlega 7.500 dali, eða sem samsvarar rúmum 860 þúsund krónum, og átti sá pening- ur meðal annars að vera notaður í að greiða mikinn lækniskostnað bróður hennar, en hann þjáist af margs konar kvillum og fór nýver- ið í heilaskurðaðgerð. Hins vegar kom í ljós að móðir systkinanna, Constance, hafði notað stóran hluta peninganna í að greiða lýtaaðgerðir fyrir sjálfa sig og er Gossip Girl- stjarnan allt annað en sátt við hana. „Leighton er brjáluð út í móður sína og er staðráðin í því að ná bróð- ur sínum úr þessari stöðu,“ sagði heimildarmaður. Constance Mees- ter sat í fangelsi í Texas þegar hún eignaðist Leighton fyrir 25 árum, en hún var fangelsuð fyrir að hafa tekið þátt í stóru fíkniefnasmygli. Fjölskyldudrama hjá Leighton Meester KÆRIR MÓÐUR SÍNA Leighton Meester vill fá forræði yfir bróður sínum, en móðir systkinanna er í tómu tjóni. Söngkonan Lady Gaga segir að dauði Amy Winehouse eigi að sýna fólki að það megi ekki „drepa ofurstjörnuna“. Gaga vill að almenningur dragi lærdóm af dauða Winehouse, sem fór yfir móðuna miklu á heimili sínu í London á laugardaginn. „Þetta er hræðilegt og ég held að heimurinn eigi að læra þá lexíu að drepa ekki ofurstjörn- una. Passið upp á hana og sál hennar,“ sagði Gaga í viðtali við bandaríska útvarpsstöð. Wine- house var jörðuð í London í gær. Kelly Osbourne og upptökustjór- inn Mark Ronson voru á meðal viðstaddra. Ekki drepa ofurstjörnur LADY GAGA Söngkonan er afar sorg- mædd yfir dauða Amy Winehouse. Jessica Biel er í stóru hlutverki í myndinni Total Recall, sem krefst þess að hún sé í toppformi. Á ráðstefnunni Comic Con á dög- unum var hún spurð hvernig hún færi að því að halda sér í formi og svarið var einfalt: „Ég á mér ekkert líf,“ sagði hún og bætti við að hún eyddi gríðarlegum tíma í jógatímum. Biel þykir vera búin að bæta ansi miklu af kjöti á upp- handleggsvöðvana. Ástæðan ku vera sú að hún heldur á mjög stórum og þungum byssum í Total Recall. „Ég fæ að skjóta úr ótrúlegum byssum, en ég má ekki segja meira.“ Biel á sér ekkert líf Í FÍNU FORMI Jessica Biel ku vera komin með svakalegar byssur. KORPUOUTLET, KORPUTORGI • Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 • Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400 R áð an d i - a ug lý si ng as to fa e hf . Verið með í leiknum á Facebook, flottir vinningar! Girnilegasti lagermarkaður landsins! 25% AFSLÁTTUR!* Ungstirnið Rebecca Black segir það ekk- ert víst að nýjasta lagið hennar, My Moment, verði eins vinsælt og hennar síðasta, Friday. „Friday var svo rosa- lega vinsælt. Það verður erfitt að bæta árangur þess,“ sagði hin fjór- tán ára Black, sem sló í gegn á Youtube fyrr á árinu. My Moment verður fyrsta smáskífulag fimm laga plötu sem Black gefur út í næsta mánuði. Óviss um vinsældir NÝTT LAG Rebecca Black hefur sent frá sér lagið My Moment.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.