Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 20
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR Þórólfur Matthíasson prófess-or og deildarforseti hagfræði- deildar Háskóla Íslands, ritar grein í Fréttablaðið 22. júlí sl. sem hann nefnir „Einkasala bænda á kjöti skaðar neytendur“. Þar tíundar hann ýmsar gamal- kunnar rangfærslur um landbún- að, svo nauðsynlegt er að skýra örlítið aðstæður sauðfjárbænda. Sauðfjárbændur selja sláturfé á fyrirfram ákveðnu og föstu verði sem sláturhúsin bjóða, hvort sem kjötið er selt innanlands eða erlendis. Allar verðbreytingar sem verða á kjötmarkaði innan- lands eða erlendis fram að næstu sláturtíð, eða í heilt ár, skila sér því ekki til bænda, hvorki til hækkunar eða lækkunar. Við- miðunarverðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda er því kröfugerð til sláturhúsa og er ætíð sett fram einu sinni á ári og gildir til næstu sláturtíðar eða 12 mánuði. Slátur- húsin bjóða síðan hvert og eitt eigin verðskrá og á grundvelli þeirra velur bóndi sitt viðskipta- sláturhús. Meðalverð kjötsins sem bændur fengu árið 2010 var rúmar 420 krónur fyrir kíló af lambakjöti og tæpar 120 krónur á kíló fyrir annað kindakjöt. Bænd- ur fá ekkert greitt fyrir gærur, innmat eða sviðahausa en greiða ekki fyrir flutning sláturfjárins í staðinn. Sauðfjárbændur telja sig hafa sett fram málefnalega og sann- gjarna kröfu um afurðaverðs- hækkun til sláturhúsa. Það er ekki síst vegna þess að vel hefur gengið á erlendum mörkuðum og matvöruverð þar hækkar mikið bæði á kjöti, gærum og öðrum hliðarafurðum. Deildar- forsetinn telur að verðhækkan- ir erlendis megi rekja til gengis krónunnar. Staðreyndin er sú að hækkunin á íslensku lambakjöti erlendis frá 2008 er 135%. Þar af er 50% raunhækkun í erlendri mynt, en afgangurinn er tilkom- inn vegna gengisáhrifa. Erlendar verðhækkanir eru bein afleiðing af breyttum aðstæðum í mat- vælaframleiðslu sem rekja má til minna framboðs á lambakjöti á heimsvísu, vegna hækkana á hráefnum og minni matvæla- framleiðslu. Þessar breytingar eru mjög alvarlegar og mikið umhugsunarefni fyrir allar þjóð- ir. Rétt er að ítreka að viðmið- unarverðskrá sauðfjárbænda er ekki bindandi fyrir afurðastöðvar og bændur hafa ekki fengið greitt í samræmi við hana undanfarin ár. Markaðurinn ræður verðinu á öllum stigum frá framleiðendum til neytenda. Bændur ráða ekki smásöluverði og það rennur ekki nema að hluta til þeirra. Verslun- in tekur sinn hlut, kjötvinnsla, sláturhús og ríkið fá einnig sinn hluta verðsins. Bóndinn fær, eins og áður segir, aðeins 420 krónur fyrir kílóið eða að jafnaði tæpan helming útsöluverðsins. Viðmiðunarverðskrá fyrir nautakjöt er ekki sett fram eins og prófessorinn heldur fram í grein sinni. Verðlagning nauta- kjöts fer eftir sömu lögmálum og verðlagning á öllu kjöti, framboði og eftirspurn. Raunveruleikinn er einfaldlega sá að lambakjöt á í harðri samkeppni við annað inn- lent og erlent kjöt á neytenda- markaði og við önnur samkeppn- ishæf matvæli sem íslenskum neytendum bjóðast. Deildarforsetinn gefur í skyn að kjöt hafi verið urðað í stórum stíl til að spilla ekki fyrir verð- lagningu á neytendamarkaði. Sannleikurinn er hins vegar sá að í eitt skipti, árið 1987, voru 170 tonn af tveggja ára gömlu annars flokks kjöti (aðallega hrútakjöti) urðuð. Þetta var gert í eitt skipti fyrir nærri aldar- fjórðungi. Varðandi útflutnings- bætur sem prófessorinn nefnir þá voru þær aflagðar árið 1992 og er Ísland eitt fárra ríkja í heiminum þar sem slíkt hefur gerst. Það væri óskandi að deildarforsetinn byggði mál sitt á nýrri og réttari upplýsingum og staðreyndum. Prófessorinn klykkir svo út með því að leggja til að bannað verði að flytja út landbúnaðar- afurðir eða ellegar tekin upp há útflutningsgjöld. Honum er að sjálfsögðu frjálst að hvetja til hvaða aðgerða sem er. Slíkt kæmi e.t.v. til greina ef fæðuöryggi Íslendinga væri ógnað. Meðan svo er ekki, þá ætti hagfræði- prófessorinn að reikna út hag- kvæmni þess fyrir íslenska þjóð- arbúið að hafna þriggja milljarða króna gjaldeyristekjum af kjötút- flutningi og hversu mörgum sú ráðstöfun myndi bæta á atvinnu- leysisskrá sem er löng fyrir. Slík ráðstöfun gengur í berhögg við þær framfarir sem orðið hafa á rekstrarumhverfi sauðfjár- bænda á undanförnum árum eftir að framleiðslan var gefin frjáls. Frelsi bænda til frjálsar mark- aðssetningar hefur aukist veru- lega. Það má nefna að bændur og neytendur ákveða í ríkara mæli að eiga bein viðskipti sín á milli. Sala „beint frá býli“ hefur mar- faldast og sífellt fleiri neytendur nýta sér þessa beinu viðskipta- hætti milli framleiðanda og neyt- anda. Skoðanir manna eru misjafnar og það ber að virða ólík sjónar- mið. Aftur á móti geta ummæli sem sannarlega eru byggð á van- þekkingu ekki talist uppbyggileg. Prófessor fellur á prófinu - engar útflutningsbætur og ekkert haugakjöt Tillögur stjórnlagaráðs – Spor í rétta átt? Nú sér fyrir endann á starfi stjórnlagaráðs sem hefur unnið að endurskoðun á ákvæð- um stjórnarskrárinnar frá því í byrjun apríl. Með þingsálykt- un 24. apríl 2011 fól Alþingi því fólki sem landskjörstjórn úthlut- aði sæti í kosningu til stjórn- lagaþings það verkefni „að taka við og fjalla um skýrslu stjórn- laganefndar og gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýð- veldisins Íslands, nr. 33/1944”. Samkvæmt þeim tímaramma sem ráðinu var búinn er þess að vænta að tillögur ráðsins og önnur gögn verði afhent Alþingi til frekari meðferðar fyrir kom- andi mánaðamót. Ekki fer á milli mála að stjórn- lagaráð hefur unnið verk sitt af miklum metnaði og hreyft við flestum steinum í stjórnskipun landsins þótt tíminn sem ráðinu var ætlaður til verksins hafi verið af skornum skammti. Það vekur því óneitanlega athygli hversu umfangsmiklar tillög- urnar eru sérstaklega í ljósi þess að stjórnskipun hefur hér óneit- anlega verið í föstum skorðum og lýðveldið Ísland viðurkennt sem lýðræðis- og réttarríki í fremstu röð. Hér er ætlunin að vekja athygli á nokkrum atriðum sem þarfnast augljóslega frekari umfjöllunar áður en komist er að endanlegri niðurstöðu um stjórn- skipun lýðveldisins. Samkvæmt tillögum stjórn- lagaráðs að loknum 18. fundi ráðsins er gert ráð fyrir að stjórnarskráin hefjist á aðfara- orðum að því er virðist í anda þess sem við þekkjum í stjórnar- skrám nokkurra annarra ríkja og hafa tíðkast frá upphafi stjórn- arskrárfestu nútímans á seinni hluta 18. aldar. Sú hefð byggist hins vegar á því að yfirlýsingar í aðfaraorðum feli í sér lýsingu á þeim verðmætum og megin- reglum sem sjálf stjórnskipunin er grundvölluð á. Það vekur því athygli að í aðfaraorðum stjórn- lagaráðs er ekki að finna það hugtak sem telja má forsendu þess að yfirhöfuð sé haft fyrir því að hafa sérstakan inngang að ákvæðum stjórnarskrár. Þetta hugtak hefur verið nefnt upp á íslensku mannleg reisn eða helgi mannsins. Í annarri málsgrein aðfaraorð- anna segir að „Ísland [sé] frjálst og fullvalda ríki með frelsi, jafn- rétti og lýðræði að hornsteinum.” Telja verður eðlilegra að þarna væri talað um frelsi og mann- réttindi enda teljast jafnrétti og lýðræði til mannréttinda samkvæmt alþjóðlegum hug- takaskilgreiningum. Spyrja má hvort efnislegt inntak aðfaraorða stjórnlagaráðs í heild og hugtak- anotkun hafi verið gaumgæfð nægilega. Samkvæmt tillögu stjórnlaga- ráðs segir í 1. gr. að „Ísland [sé] lýðveldi með þingræðisstjórn.” Þarna virðist vera um hugtaka- rugling að ræða en sennilega hefur það verið ætlun ráðsins að kveða sterkar að orði en að Ísland væri lýðveldi með þing- bundinni stjórn. Í því felst hins vegar ekki að „þingið stjórni“ eins og nýyrðið „þingræðis- stjórn“ gefur til kynna. Hér sýn- ist ákvæði núgildandi stjórnar- skrár um „þingbundna stjórn“ sem hefur skýra merkingu og vel þekktar sögulegar rætur fórnað án þess að annað komi í staðinn en óvissa. Í 2. gr. segir svo að „Alþingi [fari] með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar.” Gott væri að fá nánari skýringu á þessu ákvæði en líklega hefur hug- myndin verið að segja að „Allt vald komi frá þjóðinni.” eins og segir í gr. 20,2 í grundvallarlög- um Þýskalands. Þar er auðvitað átt við hvers kyns ríkisvald en ekki einungis löggjafarvald. Illa fer á því að blanda þessu grund- vallaratriði (sem t.d. gæti átt heima í aðfaraorðum) við ákvæði sem fjalla um skiptingu valds- ins. Til viðbótar sýnist ákvæðið fela í sér vanhugsaða breytingu með tilliti til hlutverks forseta Íslands sem áfram á að taka þátt í lagasetningarferlinu sam- kvæmt tillögum stjórnlagaráðs. Að lokum skal með nokkrum orðum vikið að þeirri hugmynd sem fram kemur í 39. gr. tillögu stjórnlagaráðs en hún fjallar um tilhögun alþingiskosninga. Sam- kvæmt 5. mgr. ákvæðisins geta kjósendur [annaðhvort] valið með „persónukjöri hvaða fram- bjóðendur á landinu sem er óháð því hvort þeir bjóða sig fram á kjördæmislistum eða á lands- listum …“ án þess að frekari grein sé gerð fyrir því hvað fel- ist í hugtakinu „persónukjör“. Í 8. mgr. segir að mæla megi fyrir í lögum um að tiltekinn fjöldi þingsæta sé bundinn kjör- dæmum en þó aldrei fleiri en 30 alls. Fróðlegt væri að sjá hvaða hugsun liggur að baki þessari takmörkun á kjördæmabind- ingu og hvaða hugmyndir liggi kjördæmatengingu þingsæta til grundvallar. Að frátaldri óljósri hugmynd um persónukjör kemur lítið fram um hugmyndafræðilegan grund- völl tillögunnar. Í 3. mgr. segir reyndar að „Kjördæmin skul[i] vera fæst eitt en flest átta.“ Spyrja má hvort lesa beri úr þessu ákvæði þá stefnu að gera skuli landið að einu kjördæmi. Ef svo er ætti að vera hægt að kveða skýrar að orði í stjórnar- skrártexta. Lestur tillögunnar í heild veitir í raun mjög takmark- aða hugmynd um megindrætti fyrirhugaðs kosningakerfis og af þessum sökum er erfitt að leggja mat á kosti og galla kerfis- ins. Markmiðið um „stjórnarskrá á mannamáli“ er einnig óneitan- lega langt undan. Þó er ljóst að textinn veitir hinum almenna löggjafa afar mikið svigrúm til mats sem orkar tvímælis þegar um er að ræða stjórnarskrár- ákvæði. Núgildandi fyrirkomu- lag hefur verið gagnrýnt fyrir andlýðræðislegan óskýrleika. Þessi tillaga virðist ekki fela í sér framför í því efni. Reglur um kjördæmi og kosningar hafa lengst af verið vandræðamál og breytingar verið illa lukkaðar að mati flestra. Það er því e.t.v. ekki nema von að stjórnlagaráði hafi gengið illa að ráða við þetta verkefni. Eftir sem áður verður að hvetja til þess að ekki verði farið í umfangsmikinn viðsnún- ing á núverandi fyrirkomulagi nema að undangenginni viðhlít- andi lögfræðilegri, stjórnmála- legri og heimspekilegri úttekt. Þessar almennu athugasemd- ir eru settar fram eftir lauslegan lestur á tillögum stjórnlagaráðs eins og þær litu út í byrjun vik- unnar en að fjölmörgu öðru er að hyggja, t.d. ákvæðum um for- seta, ríkisstjórn, mannréttindi, stöðu þjóðarréttar, svo aðeins eitthvað sé nefnt. Landbúnaður Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands Bændur fá ekkert greitt fyrir gærur, inn- mat eða sviðahausa en greiða ekki fyrir flutning sláturfjárins í staðinn. Stjórnlagaráð Ágúst Þór Árnason brautarstjóri lagadeildar Háskólans á Akureyri Ekki fer á milli mála að stjórnlagaráð hefur unnið verk sitt af miklum metnaði og hreyft við flestum steinum í stjórn- skipun landsins þótt tíminn sem ráðinu var ætlaður til verksins hafi verið af skornum skammti. Höfum opnað OUTLET í hluta verslunar okkar BYKO Kauptúni Opnunartímar í Kauptúni: Mán.-Fös.: 08:00 - 18:00 Laugardaga: 10:00 - 17:00 Sunnudaga: 11:00 - 17:00 KauptúniG A R Ð A B Æ Mikil verð- lækkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.