Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 2
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR2 Kristján, eruð þið Greifar með hjartað í brókinni? „Ja, blindur er brókarlaus maður.“ Kristján Viðar Haraldsson er söngvari Greifanna. Risavöxnum nærbrókum sem þeir notuðu til að auglýsa útihátíð um helgina, var stolið á dögunum. Sólarsæla er frábær líkamsolía fyrir útivistafólk og þá sem vilja fallegan húðlit. Rík af næringarefnum og vítamínum. Inniheldur náttúrulega sólarvörn (SPF 4-5). Nærandi morgunfrúarolía er einstaklega mild og nærandi líkamsolía fyrir viðkvæma og þurra húð. Mjög góð fyrir barnshafandi konur til varnar sliti. Þú færð Sólarsæluna og Nærandi morgunfrúarolíuna frá Purity Herbs í Lyfjum & heilsu Farðu vel með húðina þína í sólinni w w w .b le kh on nu n. is VEÐUR Veðurfræðingar eru ekki öfundsverðir nú fyrir verslunarmannahelgina þegar öll spjót standa á þeim en veruleg óvissa ríkir enn um veðurhorfur næstu fjóra daga, að sögn Þorsteins V. Jónssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Því veldur að óvíst er hvort lægð, sem nú er vestur í hafi, fer með anga sína yfir landið eður ei. Hann hvetur því fólk til að vera við öllu búið hvar sem það verður á landinu. „Það er útlit fyrir að enginn landshluti sleppi við vætu,“ segir hann enn fremur. „Hún verður líkleg- ast á vestanverðu landinu á föstudag og laugardag en færist síðan yfir austanvert landið á sunnudag og mánudag.“ Þó segir hann nokkrar líkur á því að Vestfirðir vökni ekki um verslunarmannahelgina. „Það er heldur ekki ljóst hvernig vindurinn verður en ég myndi búast við því að það verði austanátt, ekki of sterk þó og þá hvössust hér sunnanlands en annars er þetta mjög óljóst ennþá,“ segir hann. Útlit er fyrir að fólk á Norðausturlandi verði að bretta niður ermarnar þegar líður á helgina. Þar hefur nú verið bongóblíða síðustu daga og hitinn farið jafnvel yfir tuttugu stig en gæti orðið um og undir tíu stigum á sunnudag og mánudag. - jse Veðurhorfur fyrir verslunarmannahelgina eru enn afar óljósar: Líklegast munu allir vökna FRÁ HÚSAFELLI Í FYRRA Hvar sem frómur flækist um þessa verslunarmannahelgi er það líklega skynsamlegast að hafa regngallann með eins og þetta fólk gerði í Húsafelli í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓLK Hanna Margrét Geirsdóttir sjúkraliði keypti sér rafmagns- vespu í fyrrasumar til að spara bensínpeninga og fara vel með umhverfið. Nú getur hún vart ímyndað sér að nota einkabíl nema í undantekningartilfellum. Eiginmaður hennar og systir hafa síðan fylgt í kjölfarið. Fjölmiðlar hafa undanfar- ið fjallað nokkuð um rafmagns- vespur en bent hefur verið á að óvissa sé um bótaskyldu komi til þess að gangandi vegfarandi slasist í rafmagnsvespuslysi. Litlar rafmagnsvespur eru ekki skráningarskyldar og því flokk- aðar sem reiðhjól. „Mér hefur fundist leiðinleg þessi neikvæða umfjöllun um rafmagnsvespurnar í fjölmiðlun af því að ég er svo ánægð með þetta. Ég held að þessi ferðamáti sé mjög sniðugur fyrir marga þar sem þetta er ódýrt og umhverfis- vænt. Nú get ég varla hugsað mér að nota bílinn nema í stórinn- kaup eða þegar ég er með barna- börnin,“ segir Hanna Margrét og bætir því við að hún verði vör við mikinn áhuga á fararskjótan- um þar sem fólk stoppi hana hvar sem hún er til að spyrjast fyrir um hann. Hanna Margrét keypti vespu í ágúst í fyrra og hefur notað hana óslitið síðan. Spurð hvort hún sé jafn hentug að vetri til og á sumr- in segir Hanna: „Það þarf auð- vitað að klæða sig mun betur á veturna. En ég notaði bara skíða- gallann í fyrra þegar kaldast var úti og þá var það ekkert mál. Það eina sem maður þarf virkilega að passa sig á er hálkan og ég mun skoða það í vetur að setja á nagla.“ Hanna Margrét segir litla vespu eins og þá sem hún á kom- ast 30 til 40 kílómetra á einni hleðslu. Passi hún sig á því að hlaða hana alltaf milli ferða segist hún komast hvert sem er á höfuð- borgarsvæðinu fram og til baka. Spurð hvernig henni datt þetta í hug upphaflega svara hún: „Við erum með einn heimilisbíl en það er svolítið dýrt fyrir mig að vera á honum í umferðinni. Þannig að ég sá fyrir mér að geta spar- að nokkra bensíntanka og þannig fengið upp í verðið. Og það hefur alveg gengið eftir.“ Hanna segist að lokum hafa verið smeyk við vespuna fyrst þegar henni datt þetta í hug en segist fljótt hafa komist að því að það væri ástæðu- laust. „Ég er mjög óklár í umferðinni og ekkert sérstaklega ævintýra- gjörn þannig að ég skoðaði þetta vandlega áður en ég keypti hana. Ég hef hins vegar komist að því að þetta er ekki mikill vandi og það má eiginlega segja að fyrst ég get þetta þá geti þetta allir,“ segir Hanna. magnusl@frettabladid.is Skiptu bílunum út og þeysa um á vespum Systurnar Hanna Margrét og Svala Geirsdætur hafa báðar svo til hætt notkun einkabíls og fara nú um allt höfuðborgarsvæðið á rafmagnsvespum. Þær segja ferðamátann ódýran og umhverfisvænan og leiðist neikvæð fréttaumfjöllun. ÞRÍR VESPUEIGENDUR Hanna Margrét ásamt Svölu systur sinni og Arnbergi Þorvalds- syni eiginmanni sínum. Þau nota öll litlar rafmagnsvespur. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG BRETLAND Bretar hafa vísað starfsmönnum sendiráðs Líbíu úr landi, þar sem þeir séu ekki lengur réttmætir valdhafar í landinu. Starfsmennirnir eru fulltrúar stjórnar Gad- dafís. William Hague, utna- ríkisráðherra Bretlands, bauð, á mið- vikudaginn, uppreisnar- mönnum að til- nefna fulltrúa sína sem rétt- mæta erind- reka Líbíu- stjórnar. „Sú ákvörðun sýnir aukið lögmæti uppreisnarráðs- ins og þann árangur sem það hefur náð í að sameina Líbíu- búa, hvar sem er í landinu,“ sagði í tilkynningu frá breska utanríkisráðuneytinu. - kóp Viðurkenna uppreisnarmenn: Vísa mönnum Gaddafís frá KJARAMÁL Atvinnuflugmenn hjá Icelandair samþykktu í gær nýjan kjarasamning sem skrifað var undir þann 20. júlí síðastliðinn. 224 greiddu atkvæði og sögðu 183 já, sem eru rúmlega 80 prósent atkvæða, en 41 var mótfallinn honum. Kjörsókn var 82 prósent. Þann 11. júlí síðastliðinn höfn- uðu atvinnuflugmenn samningi sem þá lá á borði en aðeins þrjú atkvæði bar á milli fylkinga þá. Forsvarsmenn atvinnuflugmanna hafa sagt menn hafa gert það vegna ákvæða sem lúta að starfs- öryggi en ekki vegna launakjara. - jse Atvinnuflugmenn: Samþykktu samninginn STJÓRNLAGARÁÐ Frumvarp að nýrri stjórnarskrá var samþykkt samhljóða á ráðsfundi stjórn- lagaráðs í gær. Það verður síðan afhent Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis á morgun. Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmála- fræðingur sem sæti á í stjórnlagaráði, segir mikilvægustu breytingarnar á stjórnskipulag- inu vera þær að valdamiðjan verði flutt aftur til Alþingis frá ríkistjórn og að kveðið sé á um stóraukna aðkomu almennings að ákvarðana- töku. Þá á hann við að samkvæmt frumvarpinu geta 10 prósent atkvæðisbærra manna sett lög- gjöf frá Alþingi í þjóðaratkvæðagreiðslu og eins getur sami fjöldi komið fram með ný þingmál. Hann segir að líta megi svo á að fyrsta íslenska stjórnarskráin sé að líta dagsins ljós þar sem sú fyrri sé fengin í arf frá Dönum. Hann segir ennfremur að vinnan hafi verið erfið. „Á vissum tímapunkti var ég meira að segja viss um að þetta væri allt fyrir bí,“ segir hann. „Reyndar tel ég að við höfum öll fengið þessa tilfinningu en gæfan var sú að við fengum hana ekki á sama tíma.“ Þegar búið var að kjósa um frumvarpið söng stjórnlagaráðið „Ísland ögrum skorið“. „Við vitum vel að Salvör Nordal er formaður stjórn- lagaráðs en það er engum blöðum um það að fletta að Ómar Ragnarsson er formaður þjóð- lagaráðs,“ segir Eiríkur kankvís að lokum. - jse Stjórnlagaráð var einhuga og samþykkti samhljóða frumvarp að nýrri stjórnarskrá í gær: Fyrsta íslenska stjórnarskráin að fæðast FRÁ FUNDI STJÓRNLAGARÁÐS Frumvarpið var samþykkt samhljóða en sú var tíðin, segir Eiríkur Bergmann, að stjórnlagaráð var ekki svo samhljóða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNSÝSLA Reykjavíkurborg getur verið beitt dagsektum og greiðslum úr jöfnunarsjóði sveit- arfélaga hætt ef þriggja ára fjár- hagsáætlun borgarinnar verður ekki kynnt innan fjögurra vikna. Innanríkisráðuneytið sendi bréf þess efnis í vikunni. Frestur til að skila fjárhagsáætlun rann út í febrúar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að verið sé að yfirfara stöðu allra sveitar- félaga í landinu og enn sem komið er hafi einungis Reykjavík fengið formlega viðvörun. Ástæða seinkunarinnar er sú að enn er verið að yfirfara fjár- mögnun um málefni fatlaðra, sam- kvæmt Regínu Ástvaldsdóttur, staðgengli borgarstjóra. - sv Reykjavíkurborg fær viðvörun: Hafa ekki birt fjárhagsáætlun NOREGUR Kreppan í Evrópu hefur gert það arðvænlegra að stunda götuvændi í Ósló. Fjöldi þeirra sem stunda vændi í Ósló hefur aukist um 23 prósent frá því í fyrra og er orðinn svipaður og árið 2007, að því er greint er frá á fréttavef Aftenposten. Liv Jessen, sem stýrir Pro Senteret, miðstöð sem aðstoðar þá sem stunda vændi, segir að samband hafi verið haft við 811 manns í ár. Jessen segir atvinnumarkaðinn sunnar í Evr- ópu erfiðan og einnig fyrir þá sem stunda vændi. Þess vegna hafi þeim fjölgað í Noregi. Norðmenn hafi ráð á að kaupa þessa þjónustu. - ibs Afleiðingar evrukreppu: Aukið götu- vændi í Ósló MUAMMAR GADDAFÍ Yfirlýsing vegna Noregs Ungir jafnaðarmenn (UJ) sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna árásanna í Noregi. Þar segir meðal annars að nauðsynlegt sé að raddir ungs fólks heyrist hærra nú en áður. UJ sá sér ekki fært að mæta á athöfn í Útey. SAMFÉLAGSMÁL SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.