Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 52
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR40 folk@frettabladid.is Bandaríska svartmálmshljóm- sveitin Negative Plane lýkur sínum fyrsta Evróputúr með tónleikum á Café Amsterdam laugardagskvöldið 6. ágúst. Íslensku sveitirnar Abominor, Chao og Svartidauði sjá um upp- hitun. Negative Plane spilar mjög dimman og drungalegan svart- málm sem vefur saman svart- málm dagsins í dag og gamla skólans en sækir um leið áhrif jafnt í klassískt þungarokk, gotneskt rokk, kirkjutónlist og hryllingsmyndatónlist. Sveitin er nýbúin að gefa út sína aðra plötu, Stained Glass Revelations, sem hefur hlotið góðar viðtökur. Bandarískur svartmálmur TIL ÍSLANDS Bandaríska svartmálm- ssveitin Negative Plane spilar á Íslandi 6. ágúst. Fyrrverandi eiginmaður söng- konunnar Amy Winehouse, Blake Fielder-Civil vildi ekki fara í jarðarför söngkonunnar sem gerð var á þriðjudag. Fielder- Civil situr í fangelsi þessa dag- ana fyrir þjófnað og fannst ekki viðeigandi að mæta í járnum. „Hann vildi ekki mæta af virð- ingu fyrir fjölskyldu hennar. Hann ber of mikla virðingu fyrir henni og Amy til að koma með fangaverði og handjárnaður,“ sagði núverandi kærasta hans, Sarah Aspin, við breska fjöl- miðla. Blake vildi ekki mæta VIRÐIR AMY Fyrrverandi eiginmaður Amy Winehouse vildi ekki mæta hand- járnaður í útförina. NORDICPHOTO/GETTY „Fólk kemur nú oftast og leitar að hlutunum sínum en margir eru mjög kærulausir og koma ekkert og leita,“ segir Gísli Freyr Björg- vinsson, rekstrarstjóri Priksins, en skemmtistaðurinn heldur fata- markað á laugardaginn. Um er að ræða fatamarkað með óskilaföt- um sem hafa orðið eftir á staðn- um í gegnum tíðina og ekki ratað í réttar hendur að nýju. Gísli segir að það séu alls konar flíkur sem hægt verði að finna á fatamarkaðnum. „Þetta eru yfir- leitt yfirhafnir en það kemur fyrir að við finnum buxur. Þá fer maður virkilega að hugsa hvern- ig fólk hefur komið sér héðan út,“ segir Gísli. Fatamarkaðurinn byrjar kl. 12 á laugardaginn og stendur til kl. 15, en allur ágóði rennur til lang- veikra barna. „Ég og eigandinn [Guðfinnur Sölvi Karlsson] erum miklir barnamenn og eigum sam- tals sjö börn. Við teljum okkur afar heppna að eiga börn sem eru heilbrigð og við getum ekki ímyndað okkur hvað það er erfitt að eiga langveik börn,“ segir Gísli, og hvetur fólk til þess að kíkja við á Prikinu á laugardaginn. Prikið selur óskilamuni á markaði FATAMARKAÐUR MEÐ ÓSKILAFÖT Skemmtistaðurinn Prikið stendur fyrir öðruvísi fatamarkaði á laugardaginn, en þá ætlar staðurinn að selja óskilaföt og mun ágóðinn renna til langveikra barna. Denise Rich- ards er farin að fræða dætur sínar um fíkn. Ástæðan ku vera sú að það var orðið of erfitt að útskýra fyrir þeim fáránlega hegðun föður þeirra, Char- lie Sheen. Eins og kunnugt er, var Sheen djúpt sokkinn í fíkni- efnaneyslu og var á endanum rekinn úr þátt- unum Two and a Half Men. „Ég byrjaði á því að lesa bók fyrir þær. Ég var farin að ljúga svo miklu að þeim. Þetta var farið að verða of ruglingslegt, svo ég varð að setjast niður með þeim,“ sagði Denise. Ræðir fíkn við börnin DENISE RICHARDS 9,4 MILLJÓNIR fengu hundarnir Minter, Juice og Callum í arf frá fyrrum eiganda þeirra, fatahönnuðinum Alexander McQueen, en erfðaskrá hans var gerð opinber á þriðjudag. Íslenskir ostar – hreinasta afbragð H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -1 3 0 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.