Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 8
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR8 Litlu munaði að lögreglumenn hefðu skotið Anders Behring Brei- vik til bana í stað þess að reyna að handtaka hann. Yfirmaður sér- sveitar lögreglunnar greindi frá þessu í gær. Hann sagði lögregl- una hafa óttast að Breivik hefði sprengjubelti á sér. Hann gafst hins vegar strax upp þegar lög- regla kallaði á hann, kastaði frá sér vopnunum og mætti lögreglu- mönnum með hendur á lofti. Ekkert hefur enn komið fram sem bendir til annars en að norski hryðjuverkamaðurinn hafi verið einn að verki í árásunum í Noregi. Lögreglan gerði sprengjuefni upptækt á býli Breiviks í gær, þar sem hann gerði sprengjuna sem sprakk í Ósló. Ódæðismaðurinn hefur hafist handa við að semja ræðu í fang- elsinu þar sem hann dvelur, að sögn verjanda hans. Hann fékk blað og penna í klefa sinn og skrif- ar aðallega á ensku. Hann vonast til að geta flutt ræðuna – væntan- lega þegar réttarhöldin hefjast. Jens Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, sagði í gær að eftir hryðjuverkaárásirnar væri Nor- egur vissulega breytt land. Hann vonast til þess að breyt- ingin verði hins vegar sú að Nor- egur verði enn opnara og umburð- arlyndara samfélag en áður. Hann sagði vel mögulegt að hafa opið samfélag en jafnframt öruggt. Gera verði greinarmun á því að hafa öfgakenndar skoðanir, sem sé löglegt að hafa, og þess að reyna að koma þeim skoðunum á framfæri með ofbeldi, sem sé ólöglegt. Forsætisráðherrann fundaði með leiðtogum annarra flokka í gær og hélt blaðamanna- fund að því loknu. Þar var til- kynnt að nefnd yrði stofnuð til að rannsaka árásirnar tvær. Það væri mikilvægt að fá yfirsýn yfir það hvað gerðist þennan dag, hvað var vel gert og hvað ekki. Einnig var greint frá því að ríkið muni borga útför þeirra sem létu lífið í hryðjuverkunum sem og kostnað við minningarathafnir. Ekki verður um að ræða jarðar- farir á vegum ríkisins. Þá munu þeir sem lifðu af hryðjuverkin geta sótt um bætur og aðstoð. „Ekkert af því sem við ákváð- um í dag mun færa okkur aftur þá sem létust í Útey og í stjórnar- hverfinu, en við vonum að þess- ar aðgerðir auk annars sem gert verður seinna, muni hjálpa til við að gera erfiða tíma aðeins auð- veldari,“ sagði Stoltenberg. Lögreglan hefur haldið áfram að birta nöfn hinna látnu. Í gær voru þrettán ný nöfn gefin upp, en það verður gert á hverjum degi þar til borin hafa verið kennsl á alla. Fjölmiðlar hafa greint frá fleiri nöfnum en lögreglan gerir það ekki fyrr en búið er að bera kennsl á líkin og láta alla ættingja vita. thorunn@frettabladid.is Mikil ánægja ríkir með Jens Stoltenberg forsætisráð- herra Noregs. Samkvæmt könnun norska dagblaðsins Verdens gang telja 94 prósent að Stoltenberg hafi staðið sig vel eða mjög vel síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar síðastliðinn föstudag. Prófessorinn Anders Todal Jenssen segir í norskum fjölmiðlum að slíkar vinsældir séu fáheyrðar. 80 pró- sent aðspurðra sögðust mjög ánægð með forsætisráð- herrann, 76 prósent sögðust ánægð með konunginn og 74 prósent með krónprinsinn. Jenssen segir að Stoltenberg hafi staðið sig almennt vel í mjög óvenjulegum aðstæðum. Fólki hafi þótt að hann hafi verið við stjórnvölinn, dregið úr óvissu og sýnt hluttekningu sem tekið var eftir. Orð hans um opnara samfélag, meira lýðræði og samstöðu hafi smit- að út frá sér og verið rétt orð á réttum tíma. Aðrir sérfræðingar segja að Stoltenberg muni rata í sögubækurnar fyrir einstaka framgöngu. Hann sé í raun orðinn landsfaðir Norðmanna. - þeb Könnun Verdens gang staðfestir almenna ánægju með forsætisráðherra Noregs: 94% ánægð með Stoltenberg Um fimmtíu þúsund manns hafa skráð sig á Facebook-síðu til stuðn- ings móður og fjölskyldu hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik. Hópurinn stækkar stöðugt. Móðir hryðjuverkamannsins og þrjú hálfsystkini hans hafa öll flúið heimili sín eftir árásirnar. Upphafsmaðurinn Adam Bjørhovde Manaf segir að til að byrja með hafi hann ekki haft neina samúð með fjölskyldu Breiviks. Það hafi svo breyst. „Allt landið var fullt af kærleika, en ég heyrði ekki um neinn sem sýndi þeim nokkurn kærleika eða samúð.“ Fjölskylda mannsins eigi auðvitað um mjög sárt að binda, þau séu einnig fórnarlömb hryðjuverkamannsins. Þá hefur einnig verið stofnuð stuðningssíða fyrir verjanda mannsins, Geir Lippestad. - þeb Tugþúsundir Norðmanna: Styðja fjölskyldu Breiviks Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Fyrir börn frá 6 mánaða - 5 ára Hægt að leggja saman og taka með Verð frá 16.900 Barnasæti STOLTENBERG Norðmenn eru ánægðir með það hvernig for- sætisráðherrann hefur höndlað hörmungarnar. NORDICPHOTOS/AFP Töldu Breivik vera með sprengjubelti Lögreglumenn sem handtóku fjöldamorðingjann í Útey töldu hann vera með sprengjubelti. Litlu munaði að hann yrði skotinn. Sprengjuefni var gert upptækt á býli hans í gær. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að hann hafi verið einn að verki. Blómasalar í Ósló hafa orðið uppiskroppa með rósir eftir minn- ingarathafnir síðustu daga. Heilu göturnar í borginni eru eitt stórt blómahaf. Rósirnar kláruðust FÓRNARLAMBA MINNST Norðmenn hafa undanfarið minnst fórnarlamba hryðjuverkanna í Útey og Ósló. Minningarathafnir hafa verið haldnar og blómum komið fyrir á opinberum stöðum. Mikil sorg ríkir í landinu en einhugur virðist vera um að láta hörmungarnar ekki buga samfélagið. Jens Stoltenberg forsætisráðherra þykir hafa staðið sig vel í eftirmálum hryðjuverkanna. NORDICPHOTOS/AFP HRYÐJUVERKAÁRÁS Í NOREGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.