Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 58
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR46 golfogveidi@frettabladid.is Atli Bergmann hefur í vor og sumar farið sannkölluð- um hamförum á veiðislóð. Bleikja og urriði í hundruða tali auk vænna sjóbirtinga og stórlaxa eru á afreka- skránni. Atli fékk lax lífs síns í Svartá um daginn. „Ég er ekkert búinn að vera að veiða í gær eða í dag,“ tekur Atli Bergmann, auglýsingastjóri hjá Birtingi, strax fram, spurður hvort hann sé ef til vill farinn að veiða úr hófi fram. Af nógu er að taka alveg frá því í byrjun apríl þegar kemur að veiðitúrum Atla. Atli játar að hann hafi verið í óvenju miklu veiðistuði í sumar. „Þetta byrjaði bara svo skemmti- lega. Ég var svo heppinn að strax í byrjun apríl fékk ég risa sjó- birtinga í Litluá. Síðan er bara allt búið að smella,“ segir hann afsakandi. Atli fer jöfnum höndum í ár og vötn. Í sumar hefur hann meðal annars farið í Þingvallavatn, Ell- iðavatn, Vífilsstaðavatn, Hrauns- fjörð, Laugarvatn, Svartá, Korpu og Sogið. „Þetta er eins og maður sé búinn að vera æfa sig og þjálfa í mörg ár. Maður skapar sér heppni með kunnáttu, elju og viðveru,“ segir Atli sem eingöngu hefur veitt á flugu síðasta áratuginn. „Veiðin varð skemmtileg fyrir mér þegar ég ákvað fyrir tíu árum að snerta aldrei kaststöng framar. Mistök margra eru að hafa hana með í för ef það skyldi vera vont veður. Þeir finna alls konar afsakanir en stíga fyrir vikið aldrei skrefið til fulls og læra ekki á allar aðstæður.“ Ein af uppáhalds veiðiám Atla er Svartá. Þar fékk hann maríu- laxinn sinn á flugu fyrir tæpum tíu árum. Atli var í Svartá um miðjan þennan mánuð. „Þar í Ármótunum fékk ég fisk lífs míns á Íslandi. Hann var sautján til átján pund og yndislega fal- legur,“ lýsir Atli sem fram að því að hann setti í stórlaxinn hafði orðið fyrir góðlegu aðkasti fyrir að vera sá eini í hollinu sem ekki hafði sett í lax. Strax eftir Svartá fór Atli í Korpu. „Hún er vanmetin flugu- veiðiá,“ segir Atli, sem ásamt félaga sínum náði tólf flugulöx- um úr Korpu á einum degi. Fram að því höfðu aðeins veiðst fimm laxar þar á flugu. „Við feng- um líka tvo stóra sjóbirtinga og misstum marga laxa. Ég mæli með því við hæfa fluguveiðimenn að prófa Korpuna.“ Í vorveiðinni á Þingvöllum fékk Atli sextán punda urriða. „Þing- vellir eru stórkostlegir. Ég er búinn að ferðast víða um heim; farið í svett og hugleitt inni í píra- mídunum að leita að guði en hann er bara í íslenskri sumarnótt á Þingvöllum,” segir hann. Um síðustu helgi fór Atli í Alviðru í Soginu. „Fram að þeim tíma höfðu verið að tínast upp mest tveir laxar á dag á maðk og spún og svoleiðis drasl en við vorum bara með flugu og fengum átta. Það var æðislegt,“ segir hann. Aðspurður segist Atli vera búinn að veiða hundruð silunga í sumar auk tólf laxa og um tíu stóra sjó- birtinga. Hann var við opnun Veiði- vatna. „Ég fór þaðan beint á ættarmót í bænum. Í lítillæti mínu og auðmýkt var ég búinn að bjóðast til að veiða í matinn. Ég var heppinn og veiddi 25 urriða og kom með meira en nóg á grillið,“ segir veiðimaðurinn sem kveðst sleppa miklu af fiski. „En ég borða líka mikið heima enda er þetta hollur og góður matur. Svo gef ég líka stórfjölskyldunni.“ Fram undan hjá Atla er meðal annars að fara Héðinsfjörð. Síðar í Gljúfurá í Borgarfirði. Og þaðan beint í Andakílsá. „Ég elska að fara svona beint á milli,“ segir Atli sem gengst við því að vera í sambúð. „Ha, ha, jú, en ég á yndislega konu. Hún hefur engan áhuga á veiði en er að búin að komast að því að ég er svo góður á milli veiðiferða. Þegar hún er kannski að horfa á Desperat Housewives þá er ég á Þingvöllum að veiða í matinn.“ gar@frettabladid.is Veiðin varð skemmti- leg fyrir mér þegar ég ákvað fyrir tíu árum að snerta aldrei kaststöng framar. Þó að laxveiðin í Blöndu hafi ekki verið eins mikil í sumar og á tveimur síðustu árum hefur veiðin verið þokkaleg. Samkvæmt upp- lýsingum frá Lax-á hafa veiðst um 1.100 laxar. Hlutfall stórlaxa er sagt vera hátt eins og vanalega. Þá segir á agn.is að staðan í Blöndu- lóni sé „betri en menn þorðu að vona“. Norðurá í Borgarfirði var hins vegar komin í 1.170 veidda laxa fyrir viku. Miðað við heimasíðu Lands- virkjunar er vatnshæðin í lóninu nú svipuð og verið hefur á þessum árstíma að meðaltali síðustu fimm ár. Haldist það má búast við að Blanda fari ekki á yfirfall fyrr en eitthvað er liðið af ágúst. - gar Þokkalegur gangur nyrðra: Blanda komin yfir 1.100 laxa VÆNN FISKUR Kristján Jóhann Rein- holdsson með tíu punda flugulax úr Bæjarhólum. Veiðimenn sem voru á svæðum I og II í Stóru-Laxá í fyrradag náðu sjö löxum á land og misstu annað eins að því er segir á vef Lax-á. Dauft hefur verið yfir veiðinni fram til þessa. - gar Lifnar yfir Stóru-Laxá: Fengu sjö og misstu sjö Smiðjuvegi 2 Kópavogi Sími 544 2121 www.rumgott.is Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 Löggiltir dýnuframleiðendur – Starfandi í 60 ár FRÍ LEGUGREINING OG FAGLEG RÁÐGJÖF SUMARDAGAR LÖXUM hafði verið landað úr Breiðdalsá að kvöldi þriðjudagsins síðasta. LAXAR og áttatíu silungar voru gengnir um teljarann í Elliðaánum klukkan hálffimm síðdegis í gær. 326 1.632 Guð er í nótt á Þingvöllum URRIÐI Glæsilegur 73 sentímetra urriði sem Atli fékk í Litluá.TÍU PUNDA SJÓBIRTINGUR Grunnurinn að frábæru veiðisumri Atla Bergmann var lagður í Litluá strax í apríl. ATLI BERGMANN Sautján til átján punda lax sem Atli fékk í Svartá um miðjan júlí. „Yndislega fallegur,“ segir hann um fiskinn sem að sjálfsögðu var sleppt. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI FL U G A N KRÓKURINN Krókurinn er ein af fjölmörg- um góðum silungaflugum sem komið hafa fram á sjónarsviðið á síðustu árum. Krókurinn hefur gefið vel hvort heldur sem kastað er fyrir bleikju eða urriða en einnig fæst lax á Krókinn í litlu vatni. Krókurinn er silungafluga sem ekki má vanta í boxið um verslunarmannahelgina. UPPSKRIFT Öngull - Grubber í stærðum 10 eða 12. Tvinni - Svartur UNI 8/0. Stél - Fanir af kalkúna- eða fasana- fjöður. Broddur - Rauður Jan Siman dubb- ingbursti. Búkur - Svart Vinyl Rib medium Haus. Koparkúla í stærð 3,3 eða eða 3,8 mm. Góð í silunginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.