Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 28
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR2 ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá Nice Nothing er heitið á iPhone tösku kóreska hönnuðarins Jin-woong koo. Hann heldur vel utan um iPhoninn, kortin og skilríkin en sumir komast ansi langt með það eitt í farteskinu. Að vanda var hátíska næsta vetrar kynnt blaðamönnum og við-skiptavinum í París í júlí, en viðskiptavinir hátísk- unnar eru aðeins tvö hundruð í heiminum. Hver kjóll er enda framleiddur í einu eintaki og aðeins er selt eftir pöntunum. Viðburðaríkar voru sýningarn- ar í heild sinni ekki. Það hafði verið beðið með nokkurri eftir- væntingu eftir því hvað tísku- hús Dior myndi gera á fyrstu hátískusýningunni eftir brott- rekstur Johns Galliano í mars síðastliðnum. Minna var um stórfenglegar flíkur með ótrú- legum fylgihlutum og ekki laust við að vantaði heildarmynd á sýninguna. Blandan af munstri og litum í hverri „silúettu“ var í ójafnvægi og ólíklegt að stjórn Dior láti tísku- húsið fljóta stjórnlaust áfram um langa hríð. Umgjarðir sýning- anna voru ansi ólíkar. Meðan Chanel endur- skapar Place Ven- dôme með súlunni á miðju torginu, þar sem Coco Chanel er komin í stað Napó- leons, var engin tískusýning hjá Givenchy held- ur voru flíkurnar sýndar á líflausum fyrirsætum en um leið var hönnunin í fyrirrúmi. Jean Paul Gaultier vakti, eins og oft, athygli fyrir sína hönnun en sjaldan hafa eins margar karlfyrirsætur sést á sýn- ingarpallinum á hátísku- sýningu og að þessu sinni enda hefur Gaultier oft skemmt sér við að má út mörkin milli hins karl- og kvenlega. Þarna sáust því konur í jakkafötum með bindi og menn í pilsum og síðum skikkjum. Svo mikla athygli vakti að hin ómissandi brúður í lok sýningarinnar þurfti að koma tvisvar fram. Þetta var Mylène Farmer, lifandi goðsögn í frönsku poppi. Þrír ungir herrar (eins og venjulega engir kvenhönnuðir) áttu ágæta spretti á hátísku- sýningunum en það er enginn barnaleikur að tefla við hátísku- gyðjuna. Alexis Mabille er einn af áhugaverðari hönnuðunum í dag. Hjá honum mátti sjá sögu- hetjur úr sögum La Fontaine eins og refinn og krákuna, storkinn og maurinn en spurn- ing hver á að nota flíkurnar. Giambattista Valli sýndi í boði hátískusamtakanna en þrátt fyrir metnað sinn átti hönnun þessa Ítala í erfiðleikum með að sannfæra gesti, þrátt fyrir umfangsmikla prinsessukjóla og fóru sumar fyrirsæturnar grátandi af sviðinu svo óþægilegir voru skórnir. Sá þriðji var Alexandre Vauthier, fyrrum aðstoðarmað- ur Gaultiers. Allir kjólarnir hans voru rauðir og eins og vantaði tilbreytingu í hönnunina. Nýtt blóð virðist því ekki duga til að lífga upp á hátísk- una. Kannski vant- ar þar kvenlega sýn. bergb75@free.fr Hátíska á lágum nótum Kristján Eyjólfsson gullsmiður hefur fengið inngöngu í hin virtu bresku samtök The Goldsmiths‘ Company Directory, sem eru lokuð samtök gullsmiða í Bret- landi. Kristján er eini Íslend- ingurinn sem er í samtökunum en í þeim eru einungis um þrjú hundruð meðlimir. „Stærstu nöfnin í gullsmíði í Bretlandi eru meðal annarra inni í þess- um samtökum,“ segir Kristján og bætir við að þau séu gífurlega virt í Bretlandi. „Þetta þykir mikill heiður og gæðastimpill.“ Kristján segir að samtökin eigi rætur að rekja til þrettándu aldar. „Hópurinn sem ég er orð- inn hluti af var stofnaður árið 2002,“ upplýsir Kristján en eftir- sótt er að verða meðlimur í sam- tökunum. „Ég veit nokkur dæmi um gull- og silfursmiði sem hafa reynt margsinnis að komast í samtökin en fá ekki inngöngu,“ segir Kristján sem fór í gegnum strangt inntökuferli, sótti viðtöl, sýndi skartgripi sína og sendi inn ferilskrá. Kristján er inntur eftir því hverju innganga í samtökin breyti fyrir hann. „Hönnun mín verður öruggari og ég reikna með að mínir viðskiptavinir taki mig alvarlega sem hönnuð og gullsmið. Þetta skiptir miklu máli fyrir framtíðina,“ útskýrir Kristján sem hefur búið í Bret- landi frá árinu 2004. Þá fór hann í BA-nám í gull- og silfursmíði í School of Jewellery í Birm- ingham. „Ég gekk inn í þriðja árið en ég þurfti að taka á mig heilmikið nám á þessu eina ári. Þetta reyndi á en var verulega skemmtilegt.“ Við útskrift hlaut Kristján verðlaun fyrir frumlega hönnun frá breska skartgripasamband- inu BJA. Eftir árið í Birmingham fékk hann ýmis atvinnutilboð og þáði að lokum eitt þar sem hann starfaði sem yfirsmiður þar til á síðasta ári, þegar hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Eyjolfsson Goldsmiths með eiginkonu sinni Ivonne Valle. Kristján vinnur nú að nýrri línu en hann hittir við- skiptavini sína víða um London. „Þetta er rosalega gaman. Ég hitti alls konar fólk sem gengið hefur með þann draum í magan- um að láta smíða skartgripi fyrir sig,“ segir Kristján en vel hefur gengið hjá honum undanfarið og myndir af skartgripum eftir hann birtust í júlíhefti breska Vogue fyrir skömmu. martaf@frettabladid.is Kristján Eyjólfsson segir það gæðastimpil að fá inngöngu í samtökin. MYND/ÚR EINKASAFNI Sumar útsalan er hafin 4 verð 1.990–4.990 Útsala 30-50% afsláttur af útsöluvörum Fékk inngöngu í virt samtök gullsmiða Kristján Eyjólfsson gullsmiður fékk nýlega inngöngu í hin virtu bresku samtök The Goldsmiths‘ Company Directory. Öll þekktustu nöfnin í breskri skartgripahönnun eru í samtökunum sem telja bara 300 manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.