Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 28. júlí 2011 11
ÍS
LE
NS
KA
SI
A.
IS
A
RI
55
77
5
07
/1
1
arionbanki.is – 444 7000
Hvað skiptir þig máli? Það skiptir máli að nýta fj ármuni sína á sem hagkvæmastan hátt. Þú gætir:
Greitt niður yfi rdráttinn
Greitt inn á lán
Lagt fyrir í varasjóð
Komdu til okkar í næsta útibú og fáðu góð ráð um hvernig er best að ráðstafa
þeim peningum sem þú færð frá skattinum. Við tökum vel á móti þér.
Áttu von á endurgreiðslu
frá skattinum?
VÍSINDI Riddarar og hermenn í
þungum herklæðum eins og tíðk-
uðust á sextándu öld eyddu meira
en tvöfalt meiri orku í að hreyfa
sig en óvarðir menn samkvæmt
nýrri rannsókn sem gerð var í
Leeds-háskóla á Bretlandi.
Vísindamennirnir segja þetta
fyrstu rannsóknina á áhrifum
þess að vera brynvarinn í bar-
daga. Brynjur sem best bryn-
vörðu hermennirnir klæddust
vógu 30 til 50 kíló og vörðu allan
líkamann.
Brynjur hafa einnig bein áhrif
á öndun. Þeir sem fóru í bardaga
umvafðir málmi önduðu grynnra
og mæddust fyrr í bardaga. - bj
Rannsaka á gamlar verjur:
Bardagarnir
erfiðir í brynju
BRYNVARINN Áreynslan á hlaupabrett-
inu er talsvert meiri í fullum herklæðum
en stuttbuxum og bol. MYND/LEEDS HÁSKÓLI
SLYS Ungur smiður lenti í því
óhappi að skjóta sjálfan sig í fót-
inn í orðsins fyllstu merkingu,
að því er fram kemur á Skessu-
horni.
Hann var að vinna með nagla-
byssu á þaki á sveitabæ í Borgar-
firði þegar hann skaut sig óvart
í fótinn með þeim afleiðingum
að hann sat fastur við þakið um
tíma.
Þegar búið var að koma honum
til hjálpar var hann fluttur með
sjúkrabíl til Reykjavíkur til
frekari skoðunar. - kh
Ungur smiður í Borgarfirði:
Negldi sig fast-
an við húsþak
HEILBRIGÐISMÁL Aðsetur Land-
læknisembættisins flyst á Bar-
ónsstíg 47, þar sem Heilsuvernd-
arstöðin í Reykjavík var áður til
húsa, þann 2. ágúst næstkomandi.
Með flutningunum sameinast
á einum stað starfsemi Land-
læknisembættisins og starfsemi
fyrrum Lýðheilsustöðvar, sem nú
hefur verið sameinuð embættinu.
Um leið og Landlæknisembættið
fær nýtt aðsetur við Barónsstíg
verður einnig breyting á skipu-
lagi starfseminnar sem hefur
verið í undirbúningi frá því í upp-
hafi árs 2010. Fagsvið embætt-
isins verða fjögur ásamt einu
stoðsviði og skrifstofu landlækn-
is. - jss
Flytur í heilsuverndarstöðina:
Landlæknis-
embættið flutt
GAMLA HEILSUVERNDARSTÖÐIN Mun
hýsa embætti landlæknis.
DÓMSMÁL Sakamaður skal framseldur
til Póllands, samkvæmt dómi Hæsta-
réttar. Maðurinn sem um ræðir á eftir
að afplána refsingu sem hann var
dæmdur til í heimalandi sínu fyrir lík-
amsárásir og hylmingu.
Samkvæmt gögnum málsins er um að
ræða þrjá dóma fyrir líkamsárásir, þar
af tvo fyrir meiri háttar líkamsárásir.
Í tveimur tilvikum var dæmt að hann
hefði framið líkamsárásirnar í félagi
við aðra. Í fjórða dómnum var hann
sakfelldur fyrir hylmingu. Samtals var
maðurinn dæmdur í fjögurra og hálfs
árs fangelsi.
Pólsk yfirvöld höfðu krafist þess að
maðurinn yrði framseldur til föður-
landsins, svo að hægt væri að láta hann
afplána refsingu sína. Innanríkisráð-
herra tók þá ákvörðun í júní síðastliðn-
um að fallast á kröfuna, en Héraðsdóm-
ur Reykjavíkur felldi þá ákvörðun úr
gildi. Dómurinn lagði meðal annars til
grundvallar að langur tími sé liðinn frá
því að maðurinn braut af sér, auk þess
sem hann hafi verið búsettur hér í fimm
ár. Þá sé hann í sambúð og eigi barn
með sambýliskonu sinni, auk þriggja
fósturbarna.
Hæstiréttur felldi úrskurð héraðs-
dóms úr gildi og þar með stendur
ákvörðun innanríkisráðherra. - jss
Hæstiréttur staðfestir ákvörðun innanríkisráðherra:
Sakamaður skal framseldur
HÆSTIRÉTTUR Felldi úrskurð héraðsdóms úr gildi.