Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 42
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR30 BAKÞANKAR Sigríðar Víðis Jónsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. vísupartur, 6. öfug röð, 8. kæla, 9. garðshorn, 11. gjaldmiðill, 12. þreparöð, 14. hrekja, 16. tveir eins, 17. röð, 18. viður, 20. 999, 21. stertur. LÓÐRÉTT 1. á endanum, 3. golfáhald, 4. Grænlendingur, 5. spor, 7. nýta, 10. að, 13. síðasti dagur, 15. þurrka út, 16. frændbálkur, 19. pfn. LAUSN LÁRÉTT: 2. stef, 6. on, 8. ísa, 9. kot, 11. kr, 12. stigi, 14. flæma, 16. ææ, 17. róf, 18. tré, 20. im, 21. tagl. LÓÐRÉTT: 1. loks, 3. tí, 4. eskimói, 5. far, 7. notfæra, 10. til, 13. gær, 15. afmá, 16. ætt, 19. ég. Tilfinningaleg miðja karlmannsins er varin af lítilli græju sem kallast Grátverja! Þessi græja byrjar að vinna þegar karl- menn reyna að tala um tilfinningar sínar! Í 84% tilvika spring- ur höfuð mannsins við álagið! Og það endar með ógn og skelfingu! Hvernig var í skólanum? Það var GAMAN! og SPENNANDI! Skemmti- legra en HÁRIÐ! Gæti ég fengið eitt ókaldhæðið svar frá þér? Fyrirgefðu. Kaldhæðnin fylgir bara með. Freknur?? Hvað er það? Þær eru litlir blettir sem litfrumur í húðinni búa til. Þínar eru orðnar dekkri vegna þess að þú ert búinn að vera mikið úti í sólinni. Og sumum stelpum finnst freknur sætar. OJJJJJJJJJJ!!! Ég vissi að þær væru slæmar! Allt í lagi! Við náðum því! Við erum þakin berki! Þegiðu nú! Ég e els elsk kynnir: Af hverju karlmenn eiga ekki að tala um tilfinn- ingar! Allt í lagi Um fjögurleytið hélt ég að það myndi líða yfir mig af hungri. Klukkan átta um kvöldið var mér óglatt, klukkan tíu var ég orðin slöpp. Ég var stödd í norður- hluta Eþíópíu og hafði ekki borðað síðan eldsnemma um morguninn. Ekki af því að nægan mat væri ekki að finna þarna, heldur vegna þess að ég var sauður sem hafði skipulega tekist að missa af opnum veitingastöðum og verslunum. Þetta var lúxusvandamál. ÞEGAR ÉG loks skreiddist á veitinga- stað stuttu fyrir miðnætti var ég með hálfgerðu óráði. Ég hafði auk þess látið rótsterkt kaffi í galtóman mag- ann í óvæntri kaffiserímóníu. Þrjá bolla, líkt og hefðin kvað á um … ÞAÐ VAR vont að vera svöng þenn- an dag í Eþíópíu. Verra var að viðurkenna að margir sem ég mætti voru jafnsvangir en gátu ekki keypt sig frá vandamálinu. Börnin þeirra voru í ofanálag orðin slöpp af langvarandi van- næringu. EINN DAGINN hitti ég margra barna móður á ofurlitlu heim- ili. Hún var illa haldin, börnin vannærð. Samt heimtaði hún að fá að bjóða upp á kaffi (kaffi er upprunnið í Eþíópíu). Hún átti reyndar ekki kaffibaunir og ekkert kaffiduft en dró fram nokkur krumpuð kaffilauf. Sauð vatn sem virtist ekki alltof hreint og hellti því yfir laufin. Úr varð ljósbrúnleitur drykkur. Hún brosti og rétti mér bolla. Ég hef aldrei drukkið jafnbragðvondan kaffidrykk – sem þó var hellt upp á af jafnmikilli virð- ingu og hlýju. Um kvöldið þegar ég keypti mér kvöldmat á sextíu krónur gat ég ekki hugsað um neitt annað en þessa konu. Þrátt fyrir að hafa safnað fyrir förinni með láglaunavinnu á sambýli í Reykjavík var ég moldrík í Eþíópíu. MEÐ HVERJUM kaffibolla kom landið mér meira á óvart. Þarna voru fjallgarðar, grænir skógar, eyðimerkur og falleg stöðu- vötn. Fólkið var gjörólíkt innbyrðis og tal- aði yfir 80 tungumál. Landið var jafnlangt frá staðalmyndinni um hungur og almenn- an ömurleika og hugsast gat. Á sama tíma skar inn að beini neyð þess hóps sem svo sannarlega bjó við skelfileg kjör. UPP Á síðkastið hefur börnum fjölgað sem eru aðframkomin í Eþíópíu, Keníu og Sómalíu. Ástandið er skelfilegt. Ástæðan er meðal annars verstu þurrkar á svæðinu í yfir hálfa öld. Ég hef oft hugsað um bros- andi konuna með kaffilaufin og óskað af öllu hjarta að hjálparstofnanir nái til henn- ar. Skyldu hún og börnin enn vera á lífi? Dagbók frá Eþíópíu FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN NÚ ER UMRÆÐAN FJÖLBREYTTARI, SKEMMTILEGRI FJÖRLEGRI, ÍTARLEGRI OG AÐGENGILEGRI Á VÍSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.