Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 12
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR12 12 hagur heimilanna Rúmlega 500 fyrirspurnir um húsaleigumál hafa bor- ist Neytendasamtökunum það sem af eru þessu ári. Í maí síðastliðnum gerði velferðarráðuneytið sérsakan þjónustusamning við Neytendasamtökin um að þau tækju að sér upplýsingagjöf og ráðgjöf fyrir leigjend- ur íbúðarhúsnæðis. Undanfarna þrjá mánuði hefur langmest verið spurt um þennan málaflokk af öllum þeim málaflokkum sem koma til kasta Neytendasam- takanna, að því er Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lög- fræðingur samtakanna, greinir frá. „Fyrirspurnum um húsaleigumál hefur fjölgað smátt og smátt frá því að Leigjendasamtökin voru lögð niður en við fórum ekki að skrá þessar fyrir- spurnir fyrr en árið 2009. Þá voru þær um 200. Í fyrra voru fyrirspurnirnar rúmlega 400 en nú í lok júlí eru þær orðnar rúmlega 500. Það er ljóst að þörfin er allt- af að aukast.“ Málin sem koma inn á borð samtakanna eru af öllum toga. „Leigjendur hafa samband bæði fyrir og eftir samningsgerð. Þeir spyrja hvort leiguverð sé eðlilegt og hvað beri að varast. Eftir að samningur er gerður leita þeir til Neytendasamtakanna vegna deilna út af ástandi íbúðarhúsnæðisins, viðhaldi og rekstrarkostnaði. Auk þess fáum við fjölda fyrir- spurna vegna uppsagna samninga.“ Hildigunnur segir erfitt að svara því hvað sé eðli- legt leiguverð. „Það er erfitt að meta það. Það liggja ekki fyrir tölur um raunverulegt leiguverð. Þær tölur sem helst eru til byggja á könnunum sem við höfum gert og svo neysluviðmiði velferðarráðuneytisins. Mikill munur er þó á þessum tölum. Sveitarfélögin vinna væntanlega tölur upp úr þinglýstum samning- um þeirra sem sækja um húsaleigubætur en vitaskuld sækja ekki allir um slíkar bætur.“ Að sögn Hildigunnar er erfitt að gera sér fulla grein fyrir því hversu margir eru á leigumarkaði. „Markaðurinn er ekki vel kortlagður en svo virðist þó sem fleiri leiti nú á leigumarkað en oft áður.“ Hún segir alls ekki alla þinglýsa leigusamningum auk þess sem jafnvel munnlegir húsaleigusamning- ar séu gerðir. „Það má þó ef til vill sjá ákveðnar vís- bendingar um fjölgun leigjenda af fjölda þinglýstra samninga sem Þjóðskrá heldur utan um. Árið 2010 var 10.413 húsaleigusamningum þinglýst en árið 2005 var 5.229 samningum þinglýst.“ ibs@frettabladid.is Um 500 fyrirspurnir um húsaleigumál Langmest spurt um húsaleigumál af þeim málum sem koma til kasta Neytenda- samtakanna. Leigumarkaðurinn illa kortlagður, að sögn lögfræðings samtakanna. Til að naglalakk endist betur er gott að væta neglurnar með ediki áður þær eru lakkaðar. Setjið edik í bómullarhnoðra og vætið hverja nögl fyrir sig. Látið svo neglurnar þorna áður en naglalakkið er borið á. Þetta ætti að lengja endingartíma naglalakksins. GÓÐ HÚSRÁÐ Edik á neglurnar Betri ending á naglalakkinu Spurning er hvort nóg sé að þakka vikapilti sem ber þungar ferðatöskur upp á hótelherbergi með vingjarnlegum orðum eða hvort greiða eigi honum þjórfé. Þetta fer að miklu leyti eftir því í hvaða landi ferðalangurinn er, samkvæmt upplýsingum fararstjóra ferðaskrifstofunnar Spies. Á Spáni tíðkast að gefa vikapiltum 1 evru fyrir hverja tösku sem þeir bera. Herbergisþernum eru gefnar 5 evrur á viku og hárgreiðslukonan fær 1 evru í þjórfé. Leigubílstjórar fá ekkert þjórfé. Ekki þarf að gefa þjórfé sé aðeins drukkinn 1 kaffibolli á veitingastað. Annars er þjórféð í hlutfalli við upphæð reikningsins. Í Grikklandi er til dæmis miðað við 10 prósent af upphæðinni. Þar er gert ráð fyrir að herbergisþernur fái 5 til 10 evrur fyrir vikuna og vikapiltar 1 evru á tösku. Hárgreiðslukonur fá ekkert þjórfé og ekki heldur leigubílstjórar. ■ Þjónusta Mismunandi væntingar um þjórfé LEIGUMARKAÐUR Erfitt er að gera sér fulla grein fyrir hversu margir eru á leigumarkaði, að því er lögfræðingur Neytenda- samtakanna segir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AF 753.022 FARÞEGUM sem fóru um Keflavíkurflugvöll í fyrra voru á leið til Þýskalands. Breytingagjald í Herjólf er 500 krónur. Konu, sem hafði samband við Neytenda- samtökin og greint er frá á vef þeirra, þótti undarlegt að þurfa að greiða slíkt gjald þegar Eimskip breytti sjálft áætlun ferðar hennar. Konan sagðist hafa heyrt af fleiri dæmum um að viðskiptavinir hefðu verið rukkaðir um breytinga- gjald í slíkum tilfellum. Neytendasamtökin höfðu samband við Eimskip og lögðu fram fyrirspurn. Telja samtökin að breytingagjöld eigi ekki rétt á sér nema viðskiptavinurinn óski sjálfur eftir að breyta miðanum. Fengust þau svör frá Eimskipi að mistök hefðu átt sér stað. Neytendasamtökin hvetja fólk til að vera vel vakandi fyrir þessu. ■ Samgöngur Breytingagjald í Herjólf er 500 krónur 54.377 SAMSUNG MINI 27.900 kr. SAMSUNG GIO 39.900 kr. SAMSUNG ACE 54.900 kr. siminn.is 2.620 kr. á mánuði dreift á 12 mánuði * 3.620 kr. á mánuði dreift á 12 mánuði * 4.870 kr. á mánuði dreift á 12 mánuði * 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Símalán-afborgun: Símalán-afborgun: Símalán-afborgun:INNEIGN INNEIGN INNEIGN *Ef greitt er með kreditkorti er hægt að dreifa eftirstöðvunum vaxtalaust á allt að 12 mánuði. Greiðslugjald er 295 kr./mán. E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 5 4 3 **Gildir meðan birgðir endast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.