Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 48
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR36 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þó að Amy Winehouse hafi aðallega komist í fréttirnar undanfarið vegna ófara sem rekja má til stjórnlausrar fíkniefnaneyslu þá var mér samt brugðið þegar ég frétti af fráfalli hennar á laugardaginn. Og ég varð dapur. Amy var einstaklega hæfileikarík tónlistarkona. Platan hennar, Back to Black, hefur elst mjög vel. Maður sækir hana aftur og aftur í plötuskápinn, sem er meira en hægt er að segja um sumar af þeim plötum sem vöktu mesta lukku hjá manni þegar þær komu út. Amy var frábær söngkona og góður laga- og textahöfundur. Island gaf út fyrstu plötuna hennar, Frank, síðla árs 2003 þegar Amy var bara tvítug. Frank var flott frumsmíð sem gaf fögur fyrirheit um það sem á eftir kom. Tónlistin var bland af poppi, r&b og djassi og söngröddin minnti á Billie Holiday. Á annarri plötunni, fyrrnefndri Back to Black, var grunnurinn hinsvegar sígild sálartónlist frá sjöunda áratugnum. Platan var að stórum hluta tekin upp undir stjórn Marks Ronson og án þess að vilja taka nokkuð frá Amy, sem samdi lögin og textana og söng, þá átti Mark stóran þátt í velgengni hennar. Það má segja að Back to Black sé gott dæmi um þá töfra sem geta orðið til þegar hæfileikaríkur tón- listarmaður hittir rétta upptökustjórann. Amy nærðist á mótlæti og þjáningu í listsköpun sinni. Hennar bestu lög voru samin í kjölfar erfiðrar lífsreynslu – sambandsslita og ofneyslu. Rehab, You Know I‘m No Good og Love Is a Losing Game eru góð dæmi. En mótlætið braut hana niður að lokum. Amy hafði ekki sent frá sér nýtt efni í fimm ár þegar hún féll frá. Hún var að vísu búin að taka upp efni sem nægir á plötu, en það er ekki á hreinu hversu langt þær upptökur voru komnar eða hversu ánægð hún var með þær. Sorglegt. Hvíl í friði Amy. Ég var virkilega að vona að þú mundir ná þér upp úr ruglinu. Einstaklega hæfileikarík Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 21. - 27. júlí 2011 LAGALISTINN Vikuna 21. - 27. júlí 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Coldplay .........................Every Teardrop Is A Waterfall 2 Of Monsters And Men ................................. Little Talks 3 Páll Óskar ................................................... La Dolce Vita 4 Bubbi Morthens............................................Háskaleikur 5 Steven Tyler ........................................... It Feels So Good 6 Adele ................................................ Set Fire To The Rain 7 Berndsen & Bubbi ...........................................Úlfur Úlfur 8 BlazRoca, Friðrik Dór, Páll Óskar ....Reykjavíkurnætur 9 Aloe Blacc ................................................ I Need A Dollar 10 Steindi JR / Bent / Matti Matt .........Gull af mönnum Sæti Flytjandi Plata 1 Helgi Björns & reiðmenn .........Ég vil fara uppí sveit 2 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 3 Steindinn okkar.......................... Án djóks ... samt djók 4 Bubbi ..............................................................Ég trúi á þig 5 Jón Jónsson .................................................Wait For Fate 6 Björgvin & Hjartagosarnir ...........................Leiðin heim 7 Ýmsir ................................................................. Pottþétt 55 8 Valdimar ............................................................Undraland 9 Björk .....................................................................Gling gló 10 Rökkurró ..................................................... Í annan heim SÁRT SAKNAÐ Nýjasta tölublað NME er helgað Amy Winehouse. > Í SPILARANUM Snorri Helgason - Wintersun Coral - Leopard Songs En Garde - Puzzle Muteson Björgvin og Hjartagosarnir - Leiðin heim Sænska hljómsveitin Peter, Bjorn og John er ein þeirra sem eiga lag á plötu sem gefin hefur verið út stafrænt í tilefni tíu ára afmælis Is This It með The Strokes. Platan nefnist Stroked: A Tribute To Is This It. Hin áhrifamikla Is This It kom fyrst út í Ástralíu 30. júlí 2001 en í Bretlandi tæpum mánuði síðar. Á meðal annarra flytjenda á plötunni eru Owen Pallett, sem hefur unnið með Arcade Fire, og hljómsveitin Real Estate. „Það sem heillaði mig þegar ég heyrði fyrst í The Strokes var að ég hafði aldrei áður hlustað á rokktónlist komast eins nálægt klassíkinni. Tónlist þeirra er svo ótrúlega skipulögð og yfirveguð,“ sagði Pallett. Af The Strokes er það að frétta að sveitin fór í hljóðver á dögunum til að taka upp sína fimmtu plötu. Hún mun fylgja eftir Angles, sem kom út fyrr á þessu ári við mjög góðar undirtektir. Fagna tíu ára afmæli plötunnar Is This It HEIÐRA THE STROKES Peter, Bjorn og John heiðra The Strokes á nýrri plötu. Rappararnir Jay-Z og Kanye West hafa samein- að krafta sína og gefa út plötuna Watch the Throne innan skamms. Tónlistar- unnendur bíða spenntir eftir útkomunni. Rappararnir Jay-Z og Kanye West gefa út plötuna Watch the Throne á iTunes 8. ágúst. Fjórum dögum síðar kemur hún í plötubúðir í föstu formi. Tónlistaráhugamenn um heim allan hafa beðið spennt- ir eftir útgáfunni enda Jay-Z og Kanye sannkallaðir rapprisar sem standa á hátindi frægðar sinnar um þessar mundir. Samstarfið kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Ferill þeirra beggja hefur alla tíð verið samtvinnað- ur og til að byrja með var Kanye hálfgerður lærlingur hjá Jay-Z. Kanye steig fram á sjónarsviðið sem upptökustjóri hjá Roc-A-Fella Records, þar sem Jay-Z er einn eigenda. Þar vakti hann athygli fyrir vinnu sína við The Blueprint, sjöttu hljóðversplötu Jay-Z. Kanye varð í framhaldinu eftirsóttur upptökustjóri en hélt þó áfram að starfa fyrir Jay-Z og tók upp fjög- ur lög á næstu plötu hans, auk þess að syngja í einu lagi. Kanye ákvað að hefja eigin rapp- feril og gaf út sína fyrstu plötu, The College Dropout, hjá Roc-A- Fella Records og síðan þá hafa allar plötur hans komið þar út. Jay-Z var einn af gestasöngvurum á The College Dropout, rétt eins og á næstu plötu Kanye, Late Reg- istration, og á þeirri nýjustu, My Beautiful Dark Twisted Fantasy. Á móti var Kanye gestasöngvari í tveimur lögum á síðustu plötu Jay- Z, The Blueprint 3, og einn af upp- tökustjórunum. Fyrstu fregnir af samstarfi þeirra félaga bárust í október í fyrra og mánuði síðar hófust upp- tökur í borginni Bath á Englandi. Upphaflega átti Watch the Trone að vera fimm laga EP-plata en upp- tökurnar gengu svo vel að ákveðið var að gera heilt albúm. Í janúar kom út fyrsta lagið, H.A.M., sem er eitt af fjórum aukalögum á viðhafnarútgáfu plötunnar. Beyoncé, eiginkona Jay-Z, syngur í laginu Lift Off og í smáskífulaginu Otis rappa félag- arnir ofan í lag hins sáluga Otis Redding, Try a Little Tenderness. Fjölmargir lagahöfundar veittu þeim hjálparhönd á plötunni, þar á meðal Pharrell Williams, gamli refurinn Quincy Jones og Justin Veron, forsprakki Bon Iver, sem kom einmitt við sögu á My Beauti- ful Dark Twisted Fantasy. Jay-Z og Kanye ætla í stóra tón- leikaferð um Norður-Ameríku til að kynna plötuna og hefst hún 22. september í Detroit. freyr@frettabladid.is Rapprisar sameina kraftana NÝ PLATA Í ÁGÚST Rappararnir Jay-Z og Kanye West gefa út plötuna Watch the Throne í næsta mánuði. NORDICPHOTOS/GETTY RISAVAXIÐ SAMSTARF Jay-Z: 11 sólóplötur 50 milljónir seldar 13 Grammy-verðlaun Kanye West: 5 sólóplötur 15 milljónir seldar 14 Grammy-verðlaun Ein efnilegasta fótboltakona landsins Thelma Björk Einarsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með Val í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.