Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 50
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR38 bio@frettabladid.is Leikstjóranum virta Steven Spielberg finnst að kvikmyndaframleiðendur ættu ekki að láta blind- ast af þrívíddartækninni sem virðist tröllríða markaðnum núna. Spielberg er þeirrar skoðun- ar að þrívídd sé ekki fyrir alla áhorfendur og að það séu einfaldlega ekki allar myndir sem henta tækninni. „Það eru margir kvikmyndaframleiðendur sem nota þrívíddartæknina bara í auglýsingaskyni og halda að þá nái þeir betri aðsóknartölum. Það þarf að fara vel með þrívíddina og úthugsa hvert smá- atriði varðandi kvikmyndatöku upp á nýtt þegar maður tekur upp í þrívídd. Annars verður útkoman bara misheppnuð.“ Okkur mönnunum hefur löngum þótt apar forvitni- legar skepnur og þá sér- staklega vegna þess hve líkir þeir eru okkur í hegð- un og útliti. Það er því ekki skrítið að dýrategundin hafi verið áberandi í kvikmynd- um. Nú er sjöunda myndin í Apaplánetuseríunni að líta dagsins ljós þar sem aparn- ir gera uppreisn. Myndin Rise of the Planet of the Apes verður frumsýnd í íslensk- um bíóhúsum eftir verslunar- mannahelgi og er þetta hasar- mynd troðfull af tæknibrellum. Myndin fjallar um vísinda- manninn Will Rodman sem hefur þróað lyf til að endurræsa heila mannsins og þannig vinna gegn sjúkdómum eins og Alzheimer. Sem tilraunadýr fyrir rannsóknir á lyfinu notar Rodman simpans- ann Sesar. Lyfið hefur hins vegar þannig áhrif á Sesar að heili hans verður eins og heili mannsins. Það geta flestir giskað á fram- haldið en með sömu vitsmunalegu burði og mannskepnan nær Sesar að sleppa úr haldi vísindamanns- ins, komast yfir birgðir af lyfinu og búa til kláran apastofn sem á endanum ræðst gegn mannkyn- inu. Sá eini sem getur stöðvað framgöngu apanna á jörðinni er vísindamaðurinn Rodman. Það er leikarinn James Franco sem leikur vísindamanninn ráða- góða og eins og flestum hetjum hvíta tjaldsins sæmir er hann með aðstoðarkonu sér við hlið. Hana leikur indverska leikkonan Freida Pinto. Mikið er lagt upp úr tæknibrell- um í myndinni en sama teymið og sá um brellurnar í Avatar-mynd- inni, Weto Digital, er á bak við brellurnar í þessari. Þetta er í fyrsta sinn sem aparnir eru gerðir af tæknimönn- um en í hinum sex myndunum hefur leikurunum verið breytt í apa með hjálp búninga og farða. Rupert Wyatt, leikstjóri mynd- arinnar, gefur í skyn að framhald verði á myndinni því hún ku enda með ýmsum ósvöruðum spurn- ingum. Við gætum því átt von á fleiri apamyndum í framtíðinni. alfrun@frettabladid.is Aparnir snúa aftur BJARGA MANNKYNINU Þau James Franco og Freida Pinto reyna bjarga málunum eftir að aparnir taka yfir heiminn. VILL SPARA Steven Spielberg vill spara þrívíddartæknina og segir hana ekki henta öllum myndum. NORDICPHOTO/GETTY Sæta dansandi mörgæsin sem heillaði áhorfendur upp úr skónum í teikni- myndinni Happy Feet snýr aftur á hvíta tjaldið í lok árs. Í Happy Feet 2 er það enn og aftur leikarinn Elijah Wood sem raddsetur aðalhlutverkið, mörgæsina Mumble sem er orðinn faðir og þarf að takast á við taktlausa son sinn Eric í þetta sinn. Þær eru margar frægu stjörnurnar sem ljá persónum myndarinnar rödd sína, en þar má heyra Robin Willi- ams, Brad Pitt, Matt Damon, Hank Azaria og Sofíu Vergara úr sjón- varpsþáttunum Modern Family. Leikkonan sáluga, Brittany Murphy, lék mörgæsastelpuna Gloriu í fyrstu myndinni og átti einnig að taka þátt í þess- ari. Hún féll frá í desember 2009 og söngkonan Pink talar í hennar stað fyrir Gloriu. Í myndinni er lag til minning- ar um Murphy. Stjörnum prýdd mörgæsamynd GÓÐUR HÓPUR Sofia Vergara er á meðal þeirra sem ljá kvikmyndinni Happy Feet 2 rödd sína. Þá tekur söngkonan Pink við hlutverki Gloriu af Brittany Murphy sem lést árið 2009 og Elijah Wood les aftur inn á aðalpersónuna. Planet of the Apes 1968 Beneath the Planet of the Apes 1970 Escape from the Planet of the Apes 1971 Conquest of the Planet of the Apes 1972 Battle for the Planet of the Apes 1973 Planet of the Apes 2001 Rise of the Planet of the Apes 2011 APAPLÁNETAN >Á HVÍTA TJALDIÐ Stjarnan úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Glee, Lea Michele, hlýtur að vera himinlifandi með að hafa landað hlutverki í jólamyndinni í ár, New Year´s Eve. Þar leikur hún við hlið margra af skærustu stjörn- um kvikmyndabransans á borð við Ashton Kutcher, Michelle Pfeif- fer, Katherine Heigl og Josh Duha- mel. Leikstjórinn er sá hinn sami og gerði myndina Pretty Woman, Garry Marshall. Myndin verður frumsýnd í desember. Segir þrívídd ekki fyrir alla Tvær kvikmyndir voru frum- sýndar hér á landi í gær. Gaman- myndin Horrible Bosses og hasar- myndin Captain America: The First Avenger. Það er leikkonan Jennifer Aniston sem er fremst í flokki leikarahóps myndarinnar Hrika- legir yfirmenn eða Horrible Bosses. Hún leikur einn af yfir- mönnum þeirra Jasons Bateman, Jasons Sudeikis og Charlies Day. Þeir einfaldlega þola hana ekki og byrja að skipuleggja morð á henni og tveimur öðrum leiðinlegum yfirmönnum ásamt glæpamannin- um Dean, leiknum af Jamie Foxx. Myndin Captain America: The First Avenger er hasarmynd byggð á samnefndum teikni- myndasögum og gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Ungi hermaðurinn Steve Rogers, leikinn af Chris Evans, býður sig fram til að taka þátt í tilraunaverkefni gamals her- manns. Hann endar á að verða eins konar ofurhermaður, Capt- ain America, og á að ráðast gegn nasistum. Fyrir vikið verður her- maðurinn einnig helsta skotmark nasista. Myndin er sýnd í þrívídd.. Leiðinlegir yfirmenn og ofurhermenn ÞOLA EKKI LEIÐINLEGA YFIRMENN Þeir Nick, Kurt og Dale leggja á ráðin um að losa sig við yfirmenn sína. Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Fylgstu með Pepsideildinni í Boltavaktinni á Vísi. Beinar textalýsingar allra leikja, útvarpslýsing á leik í hverri umferð í Boltavarpinu og umfjöllun strax að loknum leik. Myndbönd með viðtölum öll mörkin í sjónvarpi Vísis. Vertu á Boltavaktinni með Vísi í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.