Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 22
22 28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR Þótt áhrif loftbóluhagkerfisins sírædda hafi verið mikil voru þau að mörgu leyti ekki sýnileg eða áþreifanleg. Öðru mál gegnir um miðbæ Reykjavíkur. Þar blasa áhrifin við í niðurníddum og yfir- gefnum húsum, auðum lóðum, gleri, stáli og steinsteypu. Loft- bólumyndun í efnahagsmálum hefur oft skelfilegar afleiðing- ar fyrir umhverfið og skynsemi í skipulagsmálum fer oft út um gluggann. Auk þess getur skipu- lag verið til þess fallið að blása lofti í bóluna. Móðir tækifæra Á hinn bóginn á frasinn um að kreppan sé móðir tækifæranna óvíða jafn vel við og í skipulags- málum. Eftir að lönd Mið- og Austur-Evrópu losnuðu undan oki kommúnismans var fjárhag- ur þeirra og framleiðslugeta í rúst, atvinnuleysi var mikið og fjárráð mjög takmörkuð. Engu að síður var víða ákveðið að nota tækifærið til að ráðast í fegrun og endurbyggingu fjölmargra gam- alla bæja og borga. Í Dresden, sem áður var ein fallegasta borg heims, hafði miðborginni verið eytt í seinni heimsstyrjöldinni. Þar réðust menn í það ótrúlega verkefni að endurbyggja gömlu borgina eins og gert hafði verið í Varsjá og víðar. Átakið fer ekki framhjá nein- um sem ferðast um lönd Mið- og Austur-Evrópu. Iðnaðarmenn fengu vinnu, velta jókst og hélst að mestu leyti innan hagkerfis- ins og aðdráttarafl borga og bæja fyrir ferðamenn og fjárfestingu jókst til muna. Því til viðbót- ar hafa þessi verkefni hjálpað til við að styrkja tengsl íbúa við heimabæi sína, halda uppi verð- mæti fasteigna utan miðbæjarins og draga úr fólksflótta. Bæirnir urðu í senn meira aðlaðandi stað- ir til að búa á og til að byggja upp og fjárfesta. Reykjavík Í Reykjavík sköpuðust sambæri- leg tækifæri eftir að loftbólan sprakk en þau hafa ekki verið nýtt. Tapið af því að nýta ekki þau tækifæri er gríðarlegt, bæði umhverfislegt og efnahagslegt. Fyrir nokkrum árum var farið af stað með svo kallað Völundar- verkefni að sænskri fyrir- mynd. Þar fengu atvinnulausir iðnaðarmenn vinnu við að gera upp gömul hús. Þótt þeir fengju aðeins lítillega hærri laun en nam atvinnuleysisbótum var mikil ánægja með verkefnið af hálfu þeirra sem tóku þátt í því. Nokkur mikilvæg fegrunarverk- efni voru sett af stað, einkum við Laugaveg og á horni Lækjar- götu og Austurstrætis. Þar sést vel hvað endurgerð húsa hefur mikil og góð áhrif á umhverfið. Í báðum tilvikum var reyndar um mjög dýr verkefni að ræða, en sömu áhrifum má ná með mun minni tilkostnaði. Við Lækjargötu var vinna mjög vönduð auk þess sem mikið var byggt neðanjarðar og byggingar- magn aukið, eflaust vegna þess að það var talið arðbært. Við Laugaveg voru gerð upp hús sem fengust ókeypis en þar lá kostn- aðurinn einkum í því að bygging- armagn sem búið var að heimila var keypt í burtu á háu verði. Þar birtist eitt skýrasta dæmið um hversu miklum verðmætum var úthlutað af stjórnvöldum á meðan verið var að veita heimildir fyrir stórbyggingum í gamla miðbæn- um. Þeir sem lögðu fjármagn og vinnu í að gera upp gömul hús og auka verðmæti umhverfisins fengu ekkert en þeir sem létu hús drabbast niður juku líkurnar á að fá úthlutað leyfum til að byggja stórhýsi við hliðina á uppgerðu húsunum. Þannig var innbyggður í skipulagið mjög sterkur öfugur hvati. Það var ekki nóg með að fólki væri refsað fyrir fegrun umhverfisins og það verðlaunað fyrir að ganga á sameiginleg verðmæti, það var beinlínis geng- ið á hlut þeirra sem gerðu upp hús með því að skerða umhverfi þeirra. Ég heimsótti t.d. fjöl- skyldu sem hafði lagt gríðarlega vinnu og natni í að gera upp eitt af elstu húsum Reykjavíkur við eina heillegustu götu miðbæjar- ins til þess eins að fá risastóran kassa í bakgarðinn. Húsið varð óseljanlegt. Tækifærið Kreppan veitti einstakt tækifæri til að hverfa af þessari braut. Tækifærið hefur ekki verið nýtt, þvert á móti. Það eru reyndar mörg ár frá því farið var að ræða um þörfina á breytingum. Ég og fleiri reynd- um mikið að vekja athygli á vand- anum löngu fyrir upphaf krepp- unnar. Þegar ég hvarf úr skipulags- ráði borgarinnar hafði þörfin fyrir aðgerðir verið margítrekuð og búið var, með aðkomu fjölda sérfræðinga, að undirbúa algjöra stefnubreytingu til að snúa þró- uninni við. Á síðasta fundi ráðsins var fullyrt að aðeins væru nokkr- ir dagar í að farið yrði að beita dagsektum til að koma í veg fyrir að hús væru látin standa undir skemmdum. Meira en ári seinna hefur nán- ast ekkert gerst. Enn standa hús yfirgefin og enn er reynt að gera það að réttlætingu fyrir því að rífa þau og byggja stærra í stað- inn. Mörg þessara húsa voru í ágætu standi þegar farið var að eyðileggja þau, sum höfðu meira að segja nýlega verið tekin í gegn að meira eða minna leyti. Við Bergstaðastræti er fallegt hús sem ung hjón vildu kaupa fyrir mörgum árum til að gera það upp. Þess í stað var það látið standa autt árum saman. Nú hefur annað ungt fólk sem betur fer tekið við húsinu og hafist handa við lag- færingar. Slíkt þarf að gerast víðar. Kostnaður Ríki og sveitarfélög eiga ekki að þurfa að leggja mikið fjármagn í lagfæringu og endurbyggingu gamalla húsa. Stjórnvöld geta hannað það skipulag og reglur sem hvetja til viðhalds og fegr- unar umhverfisins. Raunin hefur verið þveröfug. Við þær aðstæður er ekki hagkvæmt fyrir einstak- linga að gera upp eitt og eitt hús. Best er að byrja á því að skapa hvata til að hús séu gerð upp að utan. Við það eykst verðmæti umhverfisins og þar með húsanna og hagkvæmara verður að lag- færa þau að innan. Enn er hins vegar verið að þrýsta á um niðurrif og áfram- haldandi öfugþróun. Tækifærið er núna Með skynsamlegu og hvetjandi skipulagi má snúa þróuninni hratt við. Vinnan hefur verið unnin. Allt er til reiðu svo að hefja megi endurreisn miðbæjar Reykjavík- ur, skapa atvinnu, halda í iðnaðar- menn og þekkingu þeirra og auka verðmæti borgarinnar. Slíkt er sérstaklega mikilvægt nú þegar nauðsynlegt er að auka á aðdrátt- arafl borgarinnar fyrir heils árs ferðaþjónustu, auka fjárfestingu og vellíðan íbúanna. Tækifærið er núna en það er að hverfa, hús fyrir hús og götu fyrir götu. Sé tækifærið ekki nýtt núna getur það horfið að eilífu. Miðbær Reykjavíkur Nýlega birtist í Fréttablaðinu grein eftir félagsráðgjafa í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, þar sem rakið var hvern- ig félagsráðgjafar hjá Reykjavík- urborg hafa setið eftir í launum, miðað við aðrar fagstéttir í þjón- ustumiðstöðvum borgarinnar og gerð grein fyrir auknu álagi sem félagsráðgjafar hafa mætt í störf- um sínum í kjölfar efnahagshruns- ins. Hér á eftir verður vikið frekar að samanburði við háskólamennt- aðar stéttir hjá Reykjavíkurborg og þeirri staðreynd að félagsráð- gjafar sem starfa í þjónustumið- stöðvum Reykjavíkurborgar búa við lakari kjör en kollegar þeirra hjá öðrum sveitar-félögum. Samkvæmt kjarakönnun verk- fræðinga frá árinu 2010 voru verkfræðingar hjá Reykjavíkur- borg að meðaltali með kr. 499.000 í föst mánaðarlaun og kr. 565.000 í heildarmánaðarlaun í febrú- ar 2010. Samkvæmt kjarakönn- un tæknifræðinga frá sama tíma höfðu þeir kr. 465.000 í föst laun og kr. 546.000 í heildarmánaðar- laun á sama tímabili. Sambæri- legar upplýsingar um meðallaun félagsráðgjafa í þjónustumiðstöðv- um Reykjavíkur liggja ekki fyrir, en til viðmiðunar skal tekið dæmi af heildarlaunum 55 ára félags- ráðgjafa með 20 ára starfsreynslu. Þau voru í febrúar 2010 kr. 357.010 og eru ennþá óbreytt. Því má ljóst vera að launakjör félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg eru engan veginn sambærileg við það sem gerist hjá háskólamenntuðum stétt- um í öðrum geirum borgarstarf- seminnar. Þegar vel hefur árað hefur launamunur þessara stétta oft verið réttlættur með því að góðærinu fylgi mikið álag á fyrr- greindu stéttirnar. Líkt og fram kom í fyrri grein okkar „Félags- ráðgjafar hjá Reykjavíkurborg hafa fengið nóg“, þarf vart að fjöl- yrða um það álag sem félagsráð- gjafar í þjónustumiðstöðvum hafa búið við eftir hrun efnahagskerfis- ins 2008. Það álag hefur hingað til ekki verið metið til launa. Það er einnig staðreynd að þegar kemur að föstum heildarlaun- um félagsráðgjafa í þjónustumið- stöðvum er Reykjavíkurborg ekki samkeppnishæf við önnur sveitar- félög. Á síðastliðnum 12 mánuð- um hafa um 20% félagsráðgjafa hjá borginni látið af störfum eða farið í launalaust leyfi og illa hefur gengið að manna stöður með lög- giltum félagsráðgjöfum. Atgervis- flótti frá Reykjavíkurborg er því staðreynd og ætti sannarlega að vera forsvarsmönnum borgarinn- ar umhugsunarefni. Þeir hafa þó fram til þessa ekki fengist til að viðurkenna að markaðsákvæði geti átt við um launakjör aðila í vel- ferðarþjónustu. Með öðrum orðum virðist forsvarsmönnum Reykja- víkurborgar ekki vera kappsmál að tryggja félagsráðgjöfum þar sam- bærileg laun við það sem býðst í öðrum sveitarfélögum. Á sama tíma og velferðarþjónusta borgar- innar virðist hafa verið undanþeg- in lögmálum um samkeppnishæfi í kjaramálum hafa leikreglurnar verið aðrar í öðrum rekstri sem Reykjavíkurborg hefur aðkomu að. Þannig hefur í gegnum tíðina t.d. verið viðurkennt að skuldset- tasta fyrirtækið sem borgin kemur að, Orkuveita Reykjavíkur, þurfi að gæta að samkeppnishæfi í launum a.m.k. þeirra tækni- og verkfræði- menntuðu einstaklinga sem þar starfa. Okkur er því mjög til efs að þar finnist einstaklingar með 4 -5 ára háskólanám að baki sem hafi verið ráðnir inn að námi loknu með heildarlaun upp á 302.042 líkt og raunin er meðal félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg. Félagsráðgjafar eru í framvarð- arsveit Reykjavíkurborgar þegar kemur að velferðarþjónustu og hafa jafnan búið við mikið álag í störfum sínum, en það hefur aukist verulega á undangengnum árum. Sú leiðrétting á launum sem vænst var í kjölfar samninga árið 2006 hefur ekki náð fram að ganga. Félagsráðgjafar hafa vakið athygli á hvernig menntun þeirra hefur verið gjaldfelld og að laun þeirra séu í engu samræmi við menntun, ábyrgð og álag. Forsvarsmenn Reykjavíkurborg- ar hafa ekki sýnt þeirri umræðu skilning. Félagsráðgjafar hljóta því að spyrja sig hvernig forsvars- menn borgarinnar meti og verð- leggi þau störf sem lúta að þjón- ustu við borgarbúa. Eru störf á sviði viðskipta og tækni enn sem fyrr verðmætari en störf sem miða að því að efla mannauð borgarbúa og styrkja stöðu þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu? Krafa félagsráðgjafa er skýr. Þeir krefjast jafnréttis til launa, að teknu tilliti til menntunar, kyns, ábyrgðar og álags í starfi. Beðið er raunhæfra tilboða um kjarabætur og leiðréttingar á áralöngu mis- ræmi. Félagsráðgjafar krefjast úrbóta Skipulagsmál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins Kjaramál Edda Lára Lárusdóttir félagsráðgjafi Sigríður Jóhanna Haraldsdóttir félagsráðgjafi Þorbjörg Róbertsdóttir félagsráðgjafi Stjórnvöld geta hannað það skipulag og reglur sem hvetja til viðhalds og fegr- unar umhverfisins. Raunin hefur verið þveröfug. Við þær aðstæður er ekki hagkvæmt fyrir einstaklinga að gera upp eitt og eitt hús. sendum um allt landBjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða Smurt brauð m/hangikjöti 490,- kaffi einfaldlega betri kostur 30-60 % AFSLÁTTUR SÍÐUSTU DAGAR! HONOLULU. Garðhúsgögn, galvaníserað stál. Borð, Ø60 cm. Verð 7.900,- NÚ 4.700,- Stóll. Verð 7.500,- NÚ 4.500,- OUTDOOR. Borðgrill, zink. Ø28 cm. Verð áður 2.995,- Nú 995,- / Litir: BIRDY ASH. Öskubakki, ýmsir litir/króm. Ø12, H28 cm. Verð áður 1.995,- Nú 995- DURHAM. Sólbekkur. Polytrefjar/ál. Verð áður 29.900,- Nú 19.900,- ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík s: 522 4500 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 www.ILVA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.