Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 10
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR10 1. Hvað tefur nýtingu borhola í Kröfluvikjun II? 2. Hvað heitir bæjarstjórinn í Garðabæ? 3. Hvaða einkaskóli fær afskrifaðar 76 milljónir af skuldum sínum við Landsbankann? SVÖR SAMGÖNGUR Útlit er fyrir að Herj- ólfur ferji 300 þúsund farþega til og frá Vestmannaeyjum í ár en til samanburðar má geta þess að þessi fjöldi var einungis 120 þús- und síðasta árið sem Herjólfur tók höfn í Þorlákshöfn. Í fyrra fóru 220 þúsund farþegar með skipinu en það lagði í fyrsta sinn við Landeyjahöfn þann 20. júlí það ár. Ferðir þangað voru þó stopular á tíma- bili í fyrravet- ur. Elliði Vign- isson bæjar- stjór i segir þessa fjölgun farþega hafa haft gífurleg áhrif á mann- líf, þjónustu og atvinnulífið í Vestmanna- eyjum. „Ég hef búið alla mína tíð hér í Eyjum, fyrir utan nokkur ár þegar ég þurfti að sækja mér menntun annars staðar, og ég hef ekki séð bæinn minn í öðru eins lífi og ljóma,“ segir hann. Hann segir að nokkur ný fyrirtæki hafi sprott- ið upp í kjölfar þessa þunga sem kominn er í umferðina út í Eyjar og eldri fyrirtæki hafi eflst mjög. Hólmgeir Austfjörð, eigandi veitingastaðarins Topp pizza, seg- ist finna vel fyrir þessum breyt- ingum á eigin skinni. „Á meðan Herjólfur fer í Landeyjahöfn er fullt hérna hjá mér frá ellefu að morgni og fram á kvöld,“ segir hann. „Þegar skipið fer til Þor- lákshafnar fæ ég nokkra hausa í hádeginu og svo kemur einstaka maður eftir það.“ Hann segir að nú fái hann um 2.000 til 2.500 gesti á viku en þegar Herjólfur komst ekki til Landeyjahafnar á tímabili síðastliðinn vetur hafi hann fengið um 40 gesti á viku. Eitt af þeim fyrirtækjum sem skaut upp kollinum eftir að Land- eyjahöfn var tekin í notkun er fata- verslunin Salka. Hún var opnuð í nóvember síðastliðnum og segir Theodóra Ágústsdóttir afgreiðslu- kona að þá hafi fólk af Suðurlandi komið til að gera jólainnkaupin í Eyjum. „Svo finnur maður alveg hvernig holskeflan skellur hér á um leið og Herjólfur kemur úr fyrstu ferðinni klukkan ellefu, þá byrjar umferðin,“ segir hún. Þau Theodóra og Hólmgeir taka undir með bæjarstjóranum og segja að merkja megi þessa þungu umferð á mannlífinu í bænum. „Hér er setið við hvert borð úti við kaffihúsin, þannig að þetta setur skemmtilegan svip á bæinn,“ segir Theodóra. jse@frettabladid.is Herjólfur ferjar 300 þúsund farþega í ár Áætlað er að um tvö hundruð þúsund farþegar fari með Herjólfi í ár. Þessi fjöldi glæðir atvinnulífð í Eyjum og fyrirtækin blómstra sem aldrei fyrr. THEODÓRA ÁGÚSTSDÓTTIR HERJÓLFUR VIÐ LANDEYJAHÖN Það hefur heldur betur glæðst mannlífið í Heimaey eftir að Landaeyjahöfn var tekin í notkun enda stöðugur straumur af farþegum út í Eyjar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SJÁVARÚTVEGSMÁL Umhverfisstofn- un hefur gefið út starfsleyfi fyrir kvíaeldisstöð HB Granda í Beru- firði. Leyft er að framleiða allt að 400 tonn af laxi og 4.000 tonn af þorski í sjókvíum á ári. Fyrir- tækið óskaði eftir breytingum á starfsleyfi þar sem það hyggst leggja aukna áherslu á þorskeldi, að sögn Austurgluggans. Athugasemd barst frá Skipu- lagsstofnun sem benti á að ekki væri kveðið ítarlega á um ráðstaf- anir vegna fisks sem sleppur úr kvíum. Umhverfisstofnun breytti lítillega texta leyfisins með tilliti til mengunarmála. Nýja starfs- leyfið gildir til 1. júlí 2027. - kh Fiskeldi á Austfjörðum: HB Grandi fær leyfi fyrir fisk- eldi í Berufirði MOSFELLSBÆR Nýtt tjaldsvæði hefur verið opnað fyrir ferða- menn í Mosfellsbæ. Á svæðinu er ágæt aðstaða fyrir tjöld, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla. Hægt er að komast í raf- magn og á svæðinu er vaskur og skjólaðstaða til að vaska upp og salernisaðstaða. Þar sem svæðið er nýtt og til kynningar í sumar er gisting ókeypis en greiða þarf fyrir raf- magn, að því er segir á vef Mos- fellsbæjar. Nýjung fyrir ferðamenn: Frítt tjaldsvæði í Mosfellsbæ GARÐYRKJA Nýr rósagarður var vígð- ur í Skrúðgarðinum í Laugardal fyrir skemmstu, en þar má sjá um 130 rósaafbrigði, eða svokölluð yrki. Garðurinn, sem er samstarfsverk- efni Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands, Yndisgróðurs Landbúnað- arháskólans og Reykjavíkurborgar, er staðsettur milli Grasagarðsins og félagsheimilis KFUM og KFUK. Hann er aðgengilegur frá Sunnu- vegi og Holtavegi. Garðurinn var vígður að við- stöddu fjölmenni á 80 ára afmæli Jóhanns Pálssonar, grasafræðings og fyrrum garðyrkjustjóra Reykja- víkurborgar. Þar fræddi Jóhann við- stadda um það sem þar má sjá, en eitt af séreinkennum garðsins er einmitt safn rósa sem Jóhann hefur sjálfur kynbætt. Þær getur almenn- ingur nú séð í fyrsta sinn á einum stað. Samson B. Harðarson, landslags- arkitekt og forsvarsmaður Yndis- gróðurs, segir í samtali við Frétta- blaðið að stefnt sé að því að bæta í safnið með tíð og tíma. „Það er eitthvert pláss eftir í garðinum en við eigum kannski eftir að setja um 20 yrki til viðbót- ar.“ - þj Fjölskrúðugur rósagarður opnaður í Skrúðgarðinum í Laugardal: Nýr rósagarður skartar 130 rósaafbrigðum RÓSAHAF Fallegur rósagarður var vígður í Laugardalnum fyrir skemmstu. MYND/SAMSON HARÐARSON Sérfræðingar í bílum „…bentu á þann sem að þér þykir bestur !“ benni.is SAMSTARF TIL GÓÐRA VERKA WWW.SOS.IS - WWW.BENNI.IS Bílabúð Benna - Chevrolet sýningarsalur - Tangarhöfða 8-12 - Reykjavík - sími 590 2000 Bílabúð Benna - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - sími 420 3330 Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - sími 461 3636 Bí ll á m yn d: S pa rk L T m eð a uk ab ún að i. SPARK *ERGO Grænn Bílasamningur / 8,8% vextir / Óverðt. kr. 1.790 þús. kr. 555 þús. kr. 19.910 kr. 1.790 þús. kr. 1.990 þús. mánaðargreiðsla* 19.910 kr. MEXÍKÓ, AP Fjórtán ára banda- rískur piltur var í vikunni dæmd- ur fyrir mexíkóskum dómstól fyrir morð, mannrán og fyrir að hafa vopn og eiturlyf undir hönd- um. Edgar Jimenez Lugo ólst upp í San Diego í Kaliforníu en starf- aði fyrir eiturlyfjaklíku í Mexíkó áður en hann var tekinn höndum undir lok síðasta árs. Hann játaði að hafa átt aðild að fjórum morðum, en hafi þá verið undir áhrifum lyfja og undir hót- unum samverkamanna sinna. Hann hlaut hámarksdóm fyrir börn undir saknæmisaldri, eða þriggja ára betrunarvist. - þj Barnungur brotamaður: Fjórtán ára fjór- faldur morðingi ÞRIGGJA ÁRA DÓMUR Drengurinn játaði aðild sína að fjórum morðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ? 1. Súr gufa. - 2. Gunnar Einarsson. - 3. Ísaksskóli. SLYS Kona datt af baki í Stafholts- tungum í Borgarfirði þegar hesturinn sem hún sat prjón- aði skyndilega. Hún var flutt á sjúkrahús en talið var að hún hefði brotnað á mjöðm. Í öðru tilviki slasaðist kona lítillega þegar hún var í reiðtúr í Norðurárdalnum. Hesturinn hennar hrasaði út af vegkanti með þeim afleiðingum að konan féll af baki og hesturinn féll síðan ofan á hana, að því er fram kemur á vefnum Skessuhorn.is. Kona féll af hestbaki: Mjaðmarbrotn- aði eftir fall Segir sig úr Borgarhreyfingu Guðmundur Andri Skúlason sagði sig úr stjórn Borgarahreyfingarinnar á þriðjudag. Hann lét bóka að alvar- legur trúnaðarbrestur hefði komið upp innan stjórnarinnar, en gagnrýni kom fram á meðferð hans á fjár- málum hreyfingarinnar. Hann segir hana grófa aðför að heiðri sínum. STJÓRNMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.