Fréttablaðið - 28.07.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 28.07.2011, Síða 10
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR10 1. Hvað tefur nýtingu borhola í Kröfluvikjun II? 2. Hvað heitir bæjarstjórinn í Garðabæ? 3. Hvaða einkaskóli fær afskrifaðar 76 milljónir af skuldum sínum við Landsbankann? SVÖR SAMGÖNGUR Útlit er fyrir að Herj- ólfur ferji 300 þúsund farþega til og frá Vestmannaeyjum í ár en til samanburðar má geta þess að þessi fjöldi var einungis 120 þús- und síðasta árið sem Herjólfur tók höfn í Þorlákshöfn. Í fyrra fóru 220 þúsund farþegar með skipinu en það lagði í fyrsta sinn við Landeyjahöfn þann 20. júlí það ár. Ferðir þangað voru þó stopular á tíma- bili í fyrravet- ur. Elliði Vign- isson bæjar- stjór i segir þessa fjölgun farþega hafa haft gífurleg áhrif á mann- líf, þjónustu og atvinnulífið í Vestmanna- eyjum. „Ég hef búið alla mína tíð hér í Eyjum, fyrir utan nokkur ár þegar ég þurfti að sækja mér menntun annars staðar, og ég hef ekki séð bæinn minn í öðru eins lífi og ljóma,“ segir hann. Hann segir að nokkur ný fyrirtæki hafi sprott- ið upp í kjölfar þessa þunga sem kominn er í umferðina út í Eyjar og eldri fyrirtæki hafi eflst mjög. Hólmgeir Austfjörð, eigandi veitingastaðarins Topp pizza, seg- ist finna vel fyrir þessum breyt- ingum á eigin skinni. „Á meðan Herjólfur fer í Landeyjahöfn er fullt hérna hjá mér frá ellefu að morgni og fram á kvöld,“ segir hann. „Þegar skipið fer til Þor- lákshafnar fæ ég nokkra hausa í hádeginu og svo kemur einstaka maður eftir það.“ Hann segir að nú fái hann um 2.000 til 2.500 gesti á viku en þegar Herjólfur komst ekki til Landeyjahafnar á tímabili síðastliðinn vetur hafi hann fengið um 40 gesti á viku. Eitt af þeim fyrirtækjum sem skaut upp kollinum eftir að Land- eyjahöfn var tekin í notkun er fata- verslunin Salka. Hún var opnuð í nóvember síðastliðnum og segir Theodóra Ágústsdóttir afgreiðslu- kona að þá hafi fólk af Suðurlandi komið til að gera jólainnkaupin í Eyjum. „Svo finnur maður alveg hvernig holskeflan skellur hér á um leið og Herjólfur kemur úr fyrstu ferðinni klukkan ellefu, þá byrjar umferðin,“ segir hún. Þau Theodóra og Hólmgeir taka undir með bæjarstjóranum og segja að merkja megi þessa þungu umferð á mannlífinu í bænum. „Hér er setið við hvert borð úti við kaffihúsin, þannig að þetta setur skemmtilegan svip á bæinn,“ segir Theodóra. jse@frettabladid.is Herjólfur ferjar 300 þúsund farþega í ár Áætlað er að um tvö hundruð þúsund farþegar fari með Herjólfi í ár. Þessi fjöldi glæðir atvinnulífð í Eyjum og fyrirtækin blómstra sem aldrei fyrr. THEODÓRA ÁGÚSTSDÓTTIR HERJÓLFUR VIÐ LANDEYJAHÖN Það hefur heldur betur glæðst mannlífið í Heimaey eftir að Landaeyjahöfn var tekin í notkun enda stöðugur straumur af farþegum út í Eyjar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SJÁVARÚTVEGSMÁL Umhverfisstofn- un hefur gefið út starfsleyfi fyrir kvíaeldisstöð HB Granda í Beru- firði. Leyft er að framleiða allt að 400 tonn af laxi og 4.000 tonn af þorski í sjókvíum á ári. Fyrir- tækið óskaði eftir breytingum á starfsleyfi þar sem það hyggst leggja aukna áherslu á þorskeldi, að sögn Austurgluggans. Athugasemd barst frá Skipu- lagsstofnun sem benti á að ekki væri kveðið ítarlega á um ráðstaf- anir vegna fisks sem sleppur úr kvíum. Umhverfisstofnun breytti lítillega texta leyfisins með tilliti til mengunarmála. Nýja starfs- leyfið gildir til 1. júlí 2027. - kh Fiskeldi á Austfjörðum: HB Grandi fær leyfi fyrir fisk- eldi í Berufirði MOSFELLSBÆR Nýtt tjaldsvæði hefur verið opnað fyrir ferða- menn í Mosfellsbæ. Á svæðinu er ágæt aðstaða fyrir tjöld, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla. Hægt er að komast í raf- magn og á svæðinu er vaskur og skjólaðstaða til að vaska upp og salernisaðstaða. Þar sem svæðið er nýtt og til kynningar í sumar er gisting ókeypis en greiða þarf fyrir raf- magn, að því er segir á vef Mos- fellsbæjar. Nýjung fyrir ferðamenn: Frítt tjaldsvæði í Mosfellsbæ GARÐYRKJA Nýr rósagarður var vígð- ur í Skrúðgarðinum í Laugardal fyrir skemmstu, en þar má sjá um 130 rósaafbrigði, eða svokölluð yrki. Garðurinn, sem er samstarfsverk- efni Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands, Yndisgróðurs Landbúnað- arháskólans og Reykjavíkurborgar, er staðsettur milli Grasagarðsins og félagsheimilis KFUM og KFUK. Hann er aðgengilegur frá Sunnu- vegi og Holtavegi. Garðurinn var vígður að við- stöddu fjölmenni á 80 ára afmæli Jóhanns Pálssonar, grasafræðings og fyrrum garðyrkjustjóra Reykja- víkurborgar. Þar fræddi Jóhann við- stadda um það sem þar má sjá, en eitt af séreinkennum garðsins er einmitt safn rósa sem Jóhann hefur sjálfur kynbætt. Þær getur almenn- ingur nú séð í fyrsta sinn á einum stað. Samson B. Harðarson, landslags- arkitekt og forsvarsmaður Yndis- gróðurs, segir í samtali við Frétta- blaðið að stefnt sé að því að bæta í safnið með tíð og tíma. „Það er eitthvert pláss eftir í garðinum en við eigum kannski eftir að setja um 20 yrki til viðbót- ar.“ - þj Fjölskrúðugur rósagarður opnaður í Skrúðgarðinum í Laugardal: Nýr rósagarður skartar 130 rósaafbrigðum RÓSAHAF Fallegur rósagarður var vígður í Laugardalnum fyrir skemmstu. MYND/SAMSON HARÐARSON Sérfræðingar í bílum „…bentu á þann sem að þér þykir bestur !“ benni.is SAMSTARF TIL GÓÐRA VERKA WWW.SOS.IS - WWW.BENNI.IS Bílabúð Benna - Chevrolet sýningarsalur - Tangarhöfða 8-12 - Reykjavík - sími 590 2000 Bílabúð Benna - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - sími 420 3330 Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - sími 461 3636 Bí ll á m yn d: S pa rk L T m eð a uk ab ún að i. SPARK *ERGO Grænn Bílasamningur / 8,8% vextir / Óverðt. kr. 1.790 þús. kr. 555 þús. kr. 19.910 kr. 1.790 þús. kr. 1.990 þús. mánaðargreiðsla* 19.910 kr. MEXÍKÓ, AP Fjórtán ára banda- rískur piltur var í vikunni dæmd- ur fyrir mexíkóskum dómstól fyrir morð, mannrán og fyrir að hafa vopn og eiturlyf undir hönd- um. Edgar Jimenez Lugo ólst upp í San Diego í Kaliforníu en starf- aði fyrir eiturlyfjaklíku í Mexíkó áður en hann var tekinn höndum undir lok síðasta árs. Hann játaði að hafa átt aðild að fjórum morðum, en hafi þá verið undir áhrifum lyfja og undir hót- unum samverkamanna sinna. Hann hlaut hámarksdóm fyrir börn undir saknæmisaldri, eða þriggja ára betrunarvist. - þj Barnungur brotamaður: Fjórtán ára fjór- faldur morðingi ÞRIGGJA ÁRA DÓMUR Drengurinn játaði aðild sína að fjórum morðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ? 1. Súr gufa. - 2. Gunnar Einarsson. - 3. Ísaksskóli. SLYS Kona datt af baki í Stafholts- tungum í Borgarfirði þegar hesturinn sem hún sat prjón- aði skyndilega. Hún var flutt á sjúkrahús en talið var að hún hefði brotnað á mjöðm. Í öðru tilviki slasaðist kona lítillega þegar hún var í reiðtúr í Norðurárdalnum. Hesturinn hennar hrasaði út af vegkanti með þeim afleiðingum að konan féll af baki og hesturinn féll síðan ofan á hana, að því er fram kemur á vefnum Skessuhorn.is. Kona féll af hestbaki: Mjaðmarbrotn- aði eftir fall Segir sig úr Borgarhreyfingu Guðmundur Andri Skúlason sagði sig úr stjórn Borgarahreyfingarinnar á þriðjudag. Hann lét bóka að alvar- legur trúnaðarbrestur hefði komið upp innan stjórnarinnar, en gagnrýni kom fram á meðferð hans á fjár- málum hreyfingarinnar. Hann segir hana grófa aðför að heiðri sínum. STJÓRNMÁL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.