Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 31
GLERAUGU FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011 Kynningarblað Börn Heilsa Tíska Fréttir Fróðleikur Þegar velja skal gleraugu fyrir börnin er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um það sem er nauðsynlegt við valið. Gleraugun mega ekki vera of þung og ættu ekki að móta andlit barnsins um of. Einfaldleikinn bestur „Það sem ég legg áherslu á við foreldra er að barnagleraugu séu ekki eingöngu keypt vegna þess að þau séu merkt sérstöku vöru- merki sem er í uppáhaldi hjá barninu,“ segir Kjartan Krist- jánsson, sjónfræðingur og eig- andi Optical Studio verslana. „Frekar eiga þau að vera þægi- leg fyrir barnið, létt og brotaþol- in sem er stór þáttur. Þá mega gleraugun ekki bera andlitið of- urliði í of þykkum og dökkum tónum heldur er betra að hafa einfaldleikann að leiðarljósi. Öllu máli skiptir að gleraugun trufli ekki barnið í öllu sínu atgervi til dæmis við leik, hlaup og snöggar hreyfingar og þá segir sig sjálft að þyngdin skiptir gríðarlegu máli. Þau verða að vera létt en um leið mjög sterk.“ Kjartan segir að boðið sé upp á þriggja ára ábyrgð án skilyrða á umgjörðum. „Sem þýðir að ný umgjörð er afgreidd ef umgjörð- in brotnar eða fer í sundur. Slíkt skiptir miklu máli fyrir foreldra sem þurfa að sjá börnum fyrir gleraugum frá unga aldri og fram eftir aldri.“ Lindberg, skrúfulausar umgjarðir Paul-Jörn Lindberg er löngu orðinn heimsfrægur fyrir sína einstöku hönnun á gleraugnaumgjörðum, en í meira en 30 ár hefur hann þróað gleraugnaumgjörð sem gæti verið í senn léttasta og sterkast gleraugna- umgjörð í heimi. Lindberg Kid/ Teen umgjörðin er sex sinnum léttari en hefðbundnar umgjarð- ir og vegur aðeins 0,01% af þyngd 6 ára barns. Umgjörðin er skrúfu- laus en gerð úr títanvír sem snú- inn er saman og er hún því um leið sveigjanleg og sterk. Fyrir yngstu börnin eru gleraugun sérsmíðuð í þeirri stærð sem hentar barninu. Lindberg hefur hlotið fjölda al- þjóðlegra hönnunarviðurkenninga fyrir hönnun sína en Kjartan segir að með framleiðslu sinni vilji Lind- berg koma því til skila með jákvæð- um formerkjum til foreldra að ekk- ert sé nógu gott fyrir börnin þeirra. Optical Studio hefur í meira en 20 ár verið umboðs- og söluaðili fyrir Lindberg umgjarðir á Íslandi. Gott orðspor á gleraugnamarkaðin- um er ekki síst vegna þessara frá- bæru gleraugnaumgjarða og starfs- fólks Optical Studio sem leggur alúð sína í að veita sem besta þjónustu. Kjartan Kristjánsson segir að barnagleraugu eigi að vera þægileg fyrir börnin. MYND/ANTON HEIMSFRÆG BARNAGLERAUGU Nýtt frá LINDBERG Einstakar gleraugnaumgjarðir fyrir börn – 3 ára ábyrgð –
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.