Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Síða 23

Faxi - 01.12.1957, Síða 23
F A X I 131 —— —.—,— — —. NÝJA FISKBÚÐIN FRÁ VERKALÝÐS- OG Selur ykkur daglega: frá kl. 9—12 f. h. SJÓMANNAFÉLAGI KEFLAVÍKUR og 4—6 e. h. Nýjan og saltaðan fisk. Þá verkamenn í Keflavík og Njarðvíkum, Keykt og saltað hrossakjöt og fleira í matinn. sem ennþá hafa ekki tryggt sér félagsrétt- Góðar kartöflur og allskonar pakka- indi í VERKALÝÐS- OG SJÓMANNA- vörur. FÉLAGI KEFLAVÍKUR, viljum við hér Góðar og ódýrar hreinlætisvörur. með minna á, að bótaréttur samkvæmt Framleiðir hina viðurkenndu og góðu lögum um atvinnuleysistryggingar er Hamsatolg. bundinn því skilyrði, að viðkomandi laun- . Munið þjóðarréttinn á Þorláksmessu, Skötuna góðu með Hamsatólg útá. þegi sé fullgildur meðlimur í viðkomandi verkalýðsfélagi. Gleðileg jól! Farscelt \omandi ár. Keflavík, 30. nóv. 1957. NÝJA FISKBÚÐI N Hringbraut — Sími 826. Verkalýðs- og Sjómannafélag Keflavíkur * ast um hvernig gangi, þá er honum sagt umbúðalaust að honum komi það ekkert við; hann geti hara haldið sig á sinni leið- inda símastöð — en daginn eftir hefur hann þó tekið á móti aurunum og talið vel og vandlega — og að sjálfsögðu harmað mjög hve síminn missti þar spón úr aski. Að fyrirmynd Heiðabúa hafa þessar skeytasendingar breiðzt út um allt land og verið hvarvetna vel tekið og orðið mörgum skátafélögum fjárhagsleg stoð. — Við erum stoltir af því að á þessu sviði hefur Keflavík orðið til fyrirmyndar öðr- um. — Mestur hluti af starfsemi Heiða- búa er ekki á yfirborði dagsins. — Við tökum þátt í þjóðhátíðinni 17. júní, veit- um aðstoð þegar forsetar koma — hjálp- um við hitt og þetta þegar þess er óskað eða þarf. — A stríðsárunum var kjarni hjálparsveitanna, yfirstjórn þeirra og skipu- lag allt í höndum skátanna — söfnun fyrir alþjóða-barnahjálpina var fram- kvæmd af skátunum — nú erum við að undirbúa og skipuleggja hjálparsveit og blóðgjafasveit. Mörg önnur smærri verk- efni hafa einnig fallið í hlut skátanna — og við erum í dag þakklát fyrir traust og vinsemd, þakklát fyrir að hafa fengið að koma við sögu í mörgu því sem byggð okkar og samferðafólki hefur á einhvern hátt til heilla orðið. Skátastörfin, nám og æfingar fara fram í flokkunum og sveitunum, þar sem er lært og kennt. Það eru ekki áberandi störf, þó að þau fylli upp frítíma foringjanna. Það kann að vera, að eitthvað af því, sem lært er, komi að gagni síðar — skátinn kann að hnýta réttan hnút á réttum stað — binda um fingur, átta sig og rata og getur sagt öðrum til vegar. — Oll kennsla og nám miðar að því að vera viðbúinn hverju sem að höndum ber og að hjálpa öðrum. Skátaheitið og skátalögin eru okkar mikla markmið, þau vinna kyrlátlega og hljóð- lega, eins og dropinn, sem holar steininn. A jólum, þegar skólafólkið kemur heim, þá höfum við okkar skáta-jól — litla jólahátíð með sérstökum blæ. — Þegar vorar þá eru tjöldin tekin fram og heiðar og há fjöll lögð undir fót. — Samneytið við náttúruna er mikill og sterkur þáttur í öllu skátalífi — enda á skátahreyfingin ætt sína að rekja til hinna frumstæðu bræðra í sólarlöndunum sígrænu. — Margir siðir okkar, sem sumum finnst framandi og kjánalegir, er arfur frá nátt- úrunni og lögmálum hennar — það er arfur frá hinu óspillta lífi, sem öll hin glæsilega menning megnar ekki að beygja eða sveigja til hliðar. — Hinn virðulegi borgari fær annan og sannari svip upp á fjöllum. — Frá fjöllunum, úr faðmi nátt- úrunnar koma allir menn betri til baka. Þó að Heiðabúa-saga sé enn ekki löng, þá á hún víða spor. Við höfum engin afrek unnið, engin heimsmet sett, ekki fært nein verðlaun, gull né silfur heim í okkar byggðarlag sem slíkir, en þess skal minnst, að allt okkar bezta íþrótta-afreka- fólk eru líka skátar — þó að sá ljómi falli eðlilega á þeirra íþróttafélag. Nú þarf ekki að örvænta um líf og framtíð félagsins. Það er borið uppi af ungum nýjum kröftum, við gömlu menn- irnir úr fyrstu flokkunum og þær gömlu úr 3. sveit — við getum með gleði og sátt litið yfir farinn veg og vörðurnar, sem einhver okkar hlóð halda áfram að vísa veginn kynslóðum nýrra skáta. Eg vil svo þakka ykkur foringjum og skátum, drengjum og stúlkum — þakka ykkur öll störfin á liðnum árum, þakka ykkur þá auðlegð minninga, sem skapazt hafa við samveruna í þessu félagi okkar á liðnum 20 árum. Eg flyt skátaforeldrum og öðrum vin- um okkar hugheilar þakkir fyrir um- burðalyndi þeirra, velvild og skilning bæði fyrr og síðar. — Þakka ykkur öllum.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.