Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1957, Page 33

Faxi - 01.12.1957, Page 33
F A X I 141 Árshátíð Iðnaðarmanna Árshátíð Iðnaðarmannafélags Kefla- víkur var haldin í samkomuhúsi Njarð- víkur 23. nóvember og sóttu hófið um 200 manns. Við þetta tækifæri flutti formaður félagsins, Þorbergur Frið- riksson, meðfylgjandi ræðu. Háttvirta samkoma, góðir gestir og fé- lagar! Eg býð ykkur öll hjartanlega velkomin hingað í kvöld. Iðnaðarmannafél. Keflavíkur var stofnað 4. nóv. 1934 og eru því liðin 23 ár frá stofnun þess nú í haust. Það má sjá við lestur fyrstu fundargerða, að áhuginn fyrir stofnun félagsins var mikill og fundir tíðir fyrstu árin. Þar einkennast umræðurnar af áhuga brautryðjendanna og það er margt, sem þarf að gera. Það eru haldnir 11 fundir fyrsta árið. Menntun iðnaðar- manna hefur alltaf verið eitt af aðal áhuga- málum félagsins og því var strax á fyrstu fundum þess farið að tala um stofnun iðnskóla og kosin nefnd til að koma því máli í framkvæmd. 1 þeirri nefnd áttu sæti: Valdimar Björnsson, Þorsteinn Arna- son og Guðni Magnússon. Kennsla í skól- anum hófst svo í fyrsta sinn árið 1935. Arið 1955 tók svo ríki og bær við rekstri skólans, samkvæmt nvjum lögum um Iðn- skóla, en þar sem saga þessa skólastarfs á vegum félagsins hefur aldrei verið rakin hér á þessum vettvangi mun ég í fáum orðum skýra frá þessu starfi, þó seint sé, en árshátíðir hafa fallið niður undanfarið af ýmsum ástæðum. Iðnskóli Keflavíkur tók til starfa árið 1935, eins og ég gat um, en starfaði þá Þorbergur Friðriksson, form. Iðnaðarmanna- félags Keflavíkur. ekki nema tvö ár, og lá síðan niðri til ársins 1943. Kennarar við skólann þessi tvö Ivrstu ár voru þeir Ragnar Guðleifs- son og Skúli H. Skúlason. Þessi tvö fyrstu ár var kenndur fyrsti og annar bekkur og var ætlunin, að halda áfram með 3.-—4. bekk, en engir nýir nemendur bættust við, svo að þeir, sem byrjuðu þarna luku námi í Reykjavík. Síðan liggur þetta skólastarf niðri til ársins 1943, en þá tók Hermann Eiríksson við stjórn skólans og hefur starfað óslitið við hann síðan. Frá byrjun hafa útskrifast frá skólanum 91 nemandi, sem skiptast þannig eftir iðn- greinum: 1 bakari, 14 skipasmiðir, 8 rennismiðir, 15 vélvirkjar, 4 málarar, 16 húsasmiðir, 3 múrarar, 18 rafvirkjar, 4 húsgagnasmiðir, 3 rakarar, 1 hárgreiðsludama, 3 pípulagn- ingamenn, 1 án iðnar, eða samtals 91. 19 menn hafa kennt við skólann frá byrjun, flestir héðan úr Keflavík og Njarðvík. Þeir eru: Ragnar Guðleifsson, Skúli Skúlason, Hermann Eiríksson, Egill Þorfinnsson, Kristinn Pétursson, Eyjólfur Þórarinsson, Gunnar Þorsteins- son, Skafti Friðfinnsson, Sveinbjörn Gísla- son, Bjarni Jónsson, Jóhann R. Ben., Arnbjörn Olafsson, Guðjón Hjörleifsson Bjarni Halldórsson, Jón Valdimarsson, Jón Sætran, Ingvi B. Jakobsson, Sigurður Kristjánsson og Kristján Sigurðsson. I félaginu hefur alltaf starfað skóla- nefnd, sem sá um rekstur skólans fram að þeim tíma sem ríki og bær tóku við. I skólanefnd hafa setið auk þeirra sem ég taldi áðan: Bjarni Einarsson, skipasm., Jóhann Pétursson klæðskeri, Aðalsteinn Gíslason rafvirki, Ölafur Hannesson rennismiður. Guðni Magnússon hefur setið lengst af í nefndinni og unnið ásamt þessurn mönnum mikið í þágu skólans. Eftir því sem skólastjórinn tjáði mér, þá hefur ástundun t skólanum verið góð, og við gerðum það til gamans að taka upp nöfn þeirra nemenda sem fengið hafa yfir 9 í aðaleinkunn á burtfararprófi og voru þeir 10 talsins. Þeir eru: Héðinn Skarphéðinsson húsasm. 9,37 Jón Valdimarsson vélvirki . . 9,36 Sveinn Sæmundsson húsasm. 9,27 Adolf B. Þorkelsson rafvirki 9,24 Pétur Jóhannsson rennism. 9,24 Viðar Þórðarson rafvirki 9,20 Hilmar Þórarinsson rafvirki 9,13 Þórhallur Guðjónsson skipasm. 9,11 Halldór Höskuldsson skipasm. 9,07 Sigurður Einarsson rafvirki 9,05 við lestur ^ ° góðra bóka ¥ BÓKABÚÐ KEFLAVÍKUR

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.