Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 45
F A X I
153
------------------------~---------------------~~-------------------
AUGLÝSING
um aðsetursskipti
Samkvæmt lögum nr. 73/1952 eru allir, sem skipta um
aðsetur, hvort heldur er innan bæjarins, eða þeir hafa flutt ;
til bæjarins til lengri eða skemmri dvalar, skyldir að til- ;
kynna það innan 7 daga frá því að þeir höfðu aðseturs- 1;
skipti, að viðlögðum sektum.
Umráðamenn húsnæðis eru ábyrgir fyrir því, að tilkynn- ;
ingarskyldu sé fullnægt. !
Skorað er á þá að tilkynna ávalt aðsetursskipti fólks, sem :
sezt að í húsnæði á þeirra vegum, eða sjá um að það geri það ;
sjálft. Aðseturstilkynnigar afhendast á skrifstofu Keflavík-
urbæjar. Eyðublöð undir tilkynningar fást þar. !
Bœjarstjórinn í Keflavík
Sambýlið og slysa-
hættan
Á öðrum stað hér í blaðinu er grein
uin vegarkaflann milli Keflavíkur og
flugvallarhliðið, drepið er þar á hin tíðu
umferðarslys, sem þar hafa átt sér stað og
bent á knýjandi þörf fyrir ýmsar um-
bætur á þessum fjölfarna vegi, t. d. að
vegurinn verði tafarlaust lýstur upp. Var
einnig um þetta skrifað í síðasta blaði.
Eiga greinar þessar fyllsta rétt á sér og
verða vonandi til þess að ýta við þeim
er sofa á verðinum. En þcgar svo þessir
útsofnu forustumenn héraðsins og þjóðar-
innar vakna og taka að kynna sér vanda-
málin, sem við blasa og umræddar grein-
ar fjalla um, þá ættu þeir að koma auga
á önnur verkefni, því af nógu er að taka.
T. d. væri ekki úr vegi, að athuga, hvort
það samræmist ísl. umferðarlögum, að
leyfa Ameríkönum, sem hér dvelja um
stundarsakir, en eru vanir hægri handar
akstri á sínum breiðu og góðu vegum,
að aka hér með ofsa hraða á okkar illa
gerðu og þröngu vegum, oft meira og
minna undir áhrifum víns, að maður nú
ekki taki dýpra í árinni.
Hér á Suðurnesjaveginum hafa að
undanförnu orðið slys með stuttu milli-
bili, sem má rekja til framantalinna or-
saka, cnda hefir sökin verið hjá hinum
útlendu ökumönnum. Er nú furða þótt
almenningur telji að ekki sé hægt að þola
þetta lengur, og krefjist öryggis og ein-
hvers réttlætis af þeim, er þessi mál heyra
undir.
Satt er það, að með öllu hugsanlegu
móti er reynt að draga úr slysahættunni
af völdum ísl. ökumanna og þess er rétt-
látlega krafist, að þeir kunni að stjórna
ökutækjum sínum, fylgi settum reglum
í hvívetna og taki fyllsta tillit til gang-
andi fólks og annarar umferðar, og um-
fram allt annað, að þeir séu ávallt alls-
gáðir við akstur. Aftur á móti verður
þess enginn hér var, að amerískir öku-
menn þurfi að ganga undir hæfnispróf,
áður en þeim er hleypt inn á vegina, eða
að þeim séu sett skilyrði um hámarks
ökuhraða og bannað að aka undir áhrif-
um víns.
Þau tíðu slys, sem hér hafa orðið að
undanförnu af völdum þessara manna,
tala sínu máli, sem ekki verður á móti
mælt. Krafa fólksins er því þessi:
Ef varnarliðsmönnum hér á vellinum
á að leyfast að stjórna ökutækjum á ísl.
vegum, verður fyrst að kenna þeim ísl.
ökureglur, að þeir t. d. viti um hámarks-
ökuhraða á vegum liér og æfist í að víkja
til vinstri. Einnig, að frá því sé tryggilega
gengið, að þeir aki aldrei undir áhrifum
víns. Amerískur maður, sem brýtur þessar
reglur, eftir að hafa fengið að vita um
þær, á aldrei framar að fá hér að stjórna
bifreið utan flugvallarins. Þetta er eng-
inn fjandskapur gagnvart varnarliðs-
mönnum hér, heldur er það sjálfsögð
varúðarráðstöfun lil verndar lífi okkar og
limum.
Ritstj.
Afmælið'.
Nonni litli hafði boðið Palla í afmælið
sitt. En þegar Palli kom ekki á tilsettum
tíma, hljóp Nonni heim til hans að vita
hverju þetta sætti. Hann knúði dyra og faðir
Palla opnaði fyrir honum. „Af hverju kemur
Palli ekki í afmælið mitt?“ spurði Nonni.
„Hann er veikur“, svaraði faðirinn. „Nú, —
en hvar er þá tíkallinn?"