Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1957, Qupperneq 51

Faxi - 01.12.1957, Qupperneq 51
F A X I 159 Angantýr Jónsson SUÐURNESJAMENN Varpaði geisluni sól á sumardegi um Suðurnes og gyllti hraun og mar, athafnalíf var bæði á láði og legi, lífsaflið náttúran í skauti bar. Fiskur í djúpi, fénaður um haga, framleiðsla næg til lands og sjávar var, af kappi var sótt og illt að leita laga lendingar slæmar Suðurnesjum á. Smábátar aðalveiðitækin voru, vélskipin ekki víða komin þá. Hraustlegir drengir í þær ferðir fóru fjösuðu lítt þó eitthvað gæfi á. Þar mátti finna „seiðþyt reiða og segla“, er siglandi gnoðir brunuðu yfir höf, aldrei að hika er sígild sjómanns regla, er seigluna og hörku hlutu í vöggugjöf. Hér eru flinkir fullhugar að starfi frægð þeirri geymist yfir dauða og gröf Héldu þeir vel við ættfeðranna arfi íslenzku og hraustu sjómannanna stétt. Víkingar þessir höfðu efst í huga hagsýni í einu og öllu að gera rétt. Akveðið var: Að drepast eða duga. A dáð þeirra enginn getur fundið blett. Þá versnaði sjór og vetrarsærok livinu, vermenn í landlegunum skemmtu sér. I danssölum fínu skærust ljósin skinu, og skemmtilegt mörgum fannst að vera hér. Þar mátti líta dömur dags og nætur dillandi af kæti, hryggð úr hugum þver. Astblíðar yndislegar heimasætur ólgandi af fjöri út í villtan dans. £*<><Í*^<X><><><£<^Í*Í><>^<Í><><^ Hefi til sölu ágæta hráolíuofna. Haraldur Ágústsson Framnesvegi 16, Keflavík. Sími 467. ><><><><><><><><><><><><><><><><>>^ Angantýr Jónsson, sonur skáldkonunnar Guð- rúnar frá Lundi. Allir þar nutu eins og sama réttar, sem umgengust þennan glæsta meyjafans. Þrárnar í arma féllu fast og þéttar í frumásta sælu milli konu og manns. Ljósblik í hugum leiftraði um nætur í líðandi sælu undir dansins gný. Dreggjar af víni vermdu hjartarætur, og vel sé þeim, er kunnu tök á því. Eldur í hjörtum innan salarveggja, en úti var nóttin fögur, myrk og hlý. Létt voru sporin Edens barna beggja, er brugðu sér út í næturhúmið þar. Að endaðri skemmtun ætluðu að leggja örugg og glöð til góðrar heimferðar. Kvinna og piltur kepptu að marki réttu kinnroðalaust, því unga fjörið var. Hugsað var um að taka lífi léttu og lifa ei eftir kenjum fortíðar. Þannig var lífið þar í gamla daga. Þróttmikil æska sókn og vörn í senn. Að sækja og herja það er heimsins saga. Heill ykkur fornu Suðurnesjamenn. Skál ykkar allra, skál fyrir liðnum árum. Skál fyrir „minni“ hölda á hafsins bárum. Að aldarfjórðung liðnum blað er brotið. Breytzt hefur margt á Suðurnesjum hér. Alheimsins gæða og umönnunar notið íbúar hafa þar sem betur fer. Nýtízku-bragur genginn er í gildi, gullaldartími annar kominn er. Ei þarf að segja, að skarð sé fyrir skildi. Skýrast af öllu verkin sýna það. Hafnir hér allar vel úr garði gerðar, geysilegt framtak gerzt á þessum stað. Nýjustu vélskip framknúin til ferðar fiski og síldartorfu leita að. Gallharðir sjómenn eins og fyrr á öldum öruggir með að færa í þjóðarbú, leggja úr höfn á köldum vetrarkvöldum. Af kappi þeir sækja aldrei meira en nú, skella sér gegnum ólmar Ægisdætur og aldreigi bregðast sjómanns réttu trú. Æðrast þeir lítt þó úti séu um nætur, alvanir sóknum út um fiskimið. Fleyin af krafti knýja stormi móti kvikan þó bylti hrannarsköflum við. Harðfengleg sókn í hafsins ölduróti háð er, því þarna í engu er gefið grið. Fley undir seglum sést hér ekki lengur. Svo hefir vélatæknin öllu breytt. Þekking og framför. Það er lífsins fengur þjóðarlíf okkar alveg gegnumsneitt. Ort hefur dafnað arður kynslóðanna. Arð þennan nýja öldin hefur veitt. I öllu þó geymist minning forfeðranna falin á bak við unnið æfistarf. Þeir hafa átt hér frumatkvæði að flestu og fært hverri kynslóð undirstöðu í arf. Fjársjóð þann eignast oss var fyrir beztu, á umbótatímum oft hann nota þarf. I bæjunum eru byggingarnar reistar. Blasa við sjónum húsin stór og góð. Allar úr steini ágætlega treystar, umhverfið prýðir fín og ræktuð lóð. íbúar hafa eignast betri daga. Argæzkan hefur fært þeim gull í sjóð. Þannig er mótuð Suðurnesja saga í sagnanna gildi fróð og efnisrík. Fortíðin hefur horfið bak við tjöldin. Hún hefur ekki litið afrek slík. Gamlir menn finna, að nú er önnur öldin, afkoman fyrrum ekkert þessu lík. Breyting á einu er býsna mikil orðin, brennivínsdropi sést ei lengur hér. Þurrbrjósta sitja þegnar inn við borðin, þegar að skemmtun hér að höndum ber. Umbætur þetta ýmsir munu kalla, en afturför mikil þetta virðist mér. Alls ekki tel ég áfengið neinn galla, ef að í hófi það er mönnum léð. Það vel hefir þrifizt milli fjöru og fjalla og fjöldann það hefur yngt og hresst þess geð. Meyjarnar glöðu, sem ég áður unni og ánægður fylgdist út í dansinn með, eru hér margar enn í tilverunni ástríkar konur eiginmönnum hjá, hressar í bragði alsælar í anda unglegar bara ennþá til að sjá, duglegar frúr, sem verk sín kunna að vanda, vitandi góðum árangri að ná. Vafalaust munu æskudraumar allir úr þeirra hugum burtu horfnir nú. Mannsandinn þó að byggi heilar hallir hamingjan verður sumum hvergi trú. A staðreyndum byggist víða saga sú. Lit ég til baka um heimalönd og heiðar, hugurinn eygir margt sem liðið er. Hefði nú lífs míns hagur gengið greiðar, ef gatan min fyrsta hefði legið hér? Við þessu ekkert fæ ég svar hjá mér. Aldregi mun ég spor mín reyna að rekja í rökkurmóðu um horfna æfileið. Reyni ég heldur vonina að vekja og veita henni styrk úr heimsins böli og neyð, þar til að lífsins gatan verður greið. Lausnina finn að liðnum dagsins önnum í lífsstarfi með Suðurnesjamönnum.

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.