Faxi - 01.12.1972, Page 6
á mig. Þeir sem létust voru yfirleitt mjög
aldraðir. Það var ek'ki fyrr en ungur
piltur dó, að reyndi mikið á tilfinningar
mínar. Annars var undirbúningi okkar í
guðfræðideildinni nokkuð ábótavant,
hvað hin ýmsu embættisverk snerti. Ef
við tökum til dæmis, að við vourm að-
eins látnir flytja tvær guðsþjónustur, en
predika þrisvar og eina útfararræðu, yfir
einhverjum einstaklingi, lífs eða liðnum,
sem við völdum okkur sjálfir. í skýrslu-
gerðum var maður alveg eins og álfur út
úr hól. Ég man þegar máður kom til
mín og ætlaði að fá iögskilnað, og biður
mig um vottorð. Ég hafði ekki hugmynd
um, hvernig ætti að orða vottorðið og
varð að láta manninn fara og koma dag-
inn eftir, þegar ég var búinn áð fá upp-
lýsingar hjá fógeta.
Hverjum presti er nauðsynlegt að hafa
aðstoðarfólk við hinar ýmsu athafnir, og
séra Birni er mjög ljúft að ræða þann
þátt safnaðarstarfsins.
— Það var alveg sérstakt og stórkost-
legt, hvað fyrsti organistinn, Friðrik heit-
inn Þorsteinsson, var mér vinveittur í
leiðbeiningum í framkvæmd athafna, og
var þáð áreiðanlega að verulegu leyti
arfur frá séra Eiríki sáluga Brynjólfssyni,
sem var mjög mikill smekkmaður í
framkvæmd kirkjulegra athafna. Friðrik
var vakinn og sofinn í að benda mér á,
hvað betur mátti fara og var jákvæður og
velviljaður í gagnrýni sinni. Á samstarf
mitt við Vilhelm heitinn Ellefsen og síð-
an þá feðga, Geir og Siguróla, hefur
aldrei fallið blettur eða skuggi. Ég hef
oft á tíðum undrazt elju og dugnáð Geirs,
í að hlýða öllum þeim kiöfum, sem ég
hef gert til hans, sérstaklega ef tekið er
tillit til þess, að hann verður að leggja
við sín daglegu störf, störfin í þágu
kirkjunnar, — sem er aftur á móti mitt
aðalstarf. Samt hefur hann verið reiðu-
búinn, og þeir feðgar báðir.
Um starf sóknarnefndar sagði séra
Björn, að honum hefði fundizt það dauft
fyrstu prestsárin í Keflavík, það yrði
hann að viðurkenna, en á síðari árum og
eftir að endurbygging kirkjunnar kom á
döfina, hefur starf sóknarnefndar verið
til hins mesta sóma.
Innan Keflavíkurkirkju hefur verið
starfandi systrafélag um nokkura
ára skeið. Þegar ég inni séra Björn
nánar efti þeim þætti kirkjustarfsins, vís-
ar hann til eiginkonu sinnar, frú Sjafnar
Jónsdóttur, sem ekki hefur tekið þátt í
samræðum okkar, fram að þessu, — og
segir hana algerlega hafa átt frumkvæðið
að þeirri félagsstofnun.
— Nauðsyn á myndun systrafélag inn-
an Keflavíkurkirkju, var mörgum vel
ljós, áður en hafizt var handa um stofn-
unina. Mér þótti leitt, hvað framlag mitt
til safnaðarmála var lítið, svo ég tók á
mig rögg og gekkst fyrir stofnfundi, senr
var mjög fjölmennur, sagði Sjöfn. — Um
áttatíu konur sóttu fundinn. Okkar fyrsta
verk var að reyna að efla peningahlið-
ina með ýmsu móti; halda basar og
fleira. Yfirleitt hefur starfsemi félagsins
gengið mjög vel, þótt deyfð hafi komið
í starfsemina, af og til, en þess ber að
gæta, að starfið hefur mætt mjög mikið
á herðum sömu kvennanna.
Og þau hjónin upplýsa okkur um, að
nú starfi systrafélagið með miklum blóma.
Nýafstaðinn bazar gaf af sér hundrað
þúsund krónur, og frú Sjöfn fræðir mig
um, að félagið hafi keypt bekki í kirkj-
una m.a., og næsta verkefnið séu gluggar.
Um gildi slíks félags innan safnaðar-
ins vildi séra Björn gera orð Ásmundar
biskups að sínum: „Kirkja án kvenfélags,
er eins og heimili án húsmóður“.
Störf séra Björns í þágu æskulýðsins
eru flestum kunn, og ég drep aðeins á
þau í samræðunum.
— Það hefur ailtaf vakað fyrir mér að
stofna æskulýðsfélag innan kirkjunnar,
þótt enn hafi ekki af því orðið. Til þess
liggja ýmsar ástæður. Ég sneri mínurn
starfsáhuga um æskulýðsmálin, að stúk-
unni og ungt-emplarareglunni og þvr
-æskulýðsstarfi sem þar var innt af hendi,
og þar hef ég fengið unga fólkið í lið
með mér. Síðan hefur þróunin orðið sú,
gegnum árin, að fyrrverandi skólafélag,
sem nú heitir „Nemendafélag Gagnfræða-
skólans“, hefur verið opinn vettvangur
fyrir mig, sem félagsskapur fyrir kirkj-
una, ef leitað hefur verið eftir. Samþykkt
er fyrir því að nemendafélagið á að
gangast fyrir mánaðarlegum æskulýðs-
guðsþjónustum eða kvöldvökum fyrir
keflvísk ungmenni.
Um kirkjusóknina segir séra Björn, að
hún fari mest eftir því, hve reglulegt hið
kristilega starf er. Þáð er staðreynd, að
því oftar og reglulegar, sem guðsþjónust-
ur fara fram, því betur eru þær sóttar,
fullyrðir hann. Hin seinni ár hefur
kirkjusókn verið mjög stöðug, morgun-
messan á pákadag er mjög vel sótt, og
séra Björn segist vita þess mörg dæmi, að
fólk, sem var að vinna fram undir morg-
un, hafði rétt tírna til að hafa fataskipti,
áður en það gekk til kirkju. Eins er mið-
næturmessan í Stapa á áðfangadags-
kvöld æ betur sótt, svo og messur fyrir
hádegi á sunnudögum, yfir sumarmán-
uðina.
Þegar ég spyr séra Björn, hvort hann
sé ekki oft í tímahraki í sínum yfirgrips-
miklu störfum, svarar hann:
Séra Björn Jónsson í hökli þeim, er Bjarnfriður
Sigurðardótfir, fró Stóra-Vatnsnesi við Keflavik,
qaf Kcflavikursöfnuði
— Jú,..ég verð víst að viðurkenna, að
mig vantar stundum nokkra daga í vik-
una, eða nokkrar stundir í sólarhringinn,
en ég er félagslyndur maður að eðlisfari
og nýt þcss að standa í stórræðum upp
fyrir haus, en þetta blessast, vegna þess
að fólkið er umburðarlynt og vinsam-
legt, þótt mér hafi ekki alltaf tekizt að
ná til athafna á réttum tíma.
Og nú verður mér litið á klukkuna.
Komið er Jangt fram yfir miðnætti, svo
svefntíminn verður naumast langur hjá
fólki, sem þarf að taka daginn snemma.
Ég tygja mig til brottfarar, en spyr að
lokum, hvaða ósk hann eigi heitasta,
söfnuði sínurn til handa — og æsku-
fólkinu.
— Mér finnst að eitt af því sem bæði
fullorðna fólkið og æskuna skortir hvað
mest í dag, er ábyrgðartilfinning. En það
er skoðun, trú mín og reynsla, að sú á-
byrgðartilfinning komi ekki á annan hátt
en þann, að við gerum okkur ljóst, áð
við verðurn að standa reikningsskap
178 — F AX I