Faxi - 01.12.1972, Page 9
eftir að búið var að skipta því. Honum
hefði verið mjög að skapi að fá að þjóna
tveim söfnuðum í stað eins áður, og
tveim kirkjum.
— Auðvitað var eftirvæntingin nokk-
ur, hvort ég yrði fyrir valinu og úrslitin
ánægjuleg, en það sem hreif huga minn
og ihjarta mest, var hvað okkur var tekið
opnum örmum af sóknaibörnunum. Allir
voru boðnir og búnir að rétta okkur
hjálparhönd, bæði fjölskyldunni og svo
mér í safnaðarstarfinu. Kosningarnar, þar
sem menn skiptust í hópa, höfðu engin
eftirköst, eins og oft hefur viljað við
brenna, sagði séra Guðmundur, — en
hjá okkur hefur engan skugga á borið, og
nú eftir 20 ára starf stend ég í mikilli
þakkarskuld við sóknarböm mín. Erfitt
er að gera upp á milli manna, en þó vildi
ég mega nefna tvenn hjón, sem eyddu
miklum tíma og kröftum í þágu kirkjunn-
ar, þau Þorlák Benediktsson og Jórunni
Ólafsdóttur, frá Akurhúsum, sem bæði
eru látin, og Ólaf Vilhjálmsson, sem er
iátinn ,og konu hans, Þuríði Jónsdóttur,
sem lifir mann sinn.
Frú Steinvör segist mjög gjarnan vilja
minnast á Hvalsnesfólkið, en þar er út-
kirkja Útskálaprestakalls. — Þar hefur
eiginlega verið okkar annað heimili, við
höfum borðað þar og orðið alis njótandi
sem við þurftum í sambandi við messu-
gjörðir, og allt hefur verið talið sjálf-
sagt, bæði stórt og smátt. Slíkt hefur ver-
ið okkur ómetanlegur styrkur í starfi.
Frú Steinvör Kristófersdóttir
Tal oikkar berst að safnaðarstarfinu,
kirkjusókn, og hvort nokkurn tímia hafi
orðið messufall.
— Allir, sem innt hafa einhver störf
af hendi, organistar, söngfólk, meðhjálp-
arar, hringjarar og safnaðarnefndir, hafa
unnið þau af dugnaði og skyldurækni
og tryggt að messa gat alltaf farið fram,
þótt svo að kirkjugestir væru fáir. Aðeins
hafa orðið tvö messuföll í minni tíð hér,
bæði vegna óveðurs, segir séra Guð-
rnundur, — og ég held að kirkjusókn í
Útskálaprestakalli sé fullt eins mikil og
annars staðar gerist, ef ekki meiri.
Þegar maðurinn með ljáinn er óvænt á
ferðinni, kernur þáð í hlut prestanna, að
hafa samband við aðstandendur.
— Sporin eru oft þung til ættingj-
anna, þegar sorglegir atburðir hafa gerzt,
það hef ég fengið að reyna bæði hér og
fyrir vestan, og það tekur mjög á sálina,
segir Guðmundur. — Já, sjóslysin eru
dapurlegust, og því miður of tíð í sjávar-
plássum, bætir Steinvör við, enda koma
slíkir atburðir ekki síður við hana en
prestinn.
Yfir kaffi og góðgjörðum ber ýmislegt
á góma, og þau hjónin tjá mér, að ef tala
megi um nok'kra breytingu á athöfnum,
þá hafi hjónavígslum og skírnu mfækkað
til muna í heimahúsum, og sé það vegna
þess, að scknarpresturinn hafi frekar ráð-
lagt að ganga í Guðshús til þessara at-
hafna, og eftir á að hyggja sé fólk ánægt
með þá tilhögun, enda mun meiri helgi-
athöfn innan kirkju en utan.
Þótt þau hjónin séu bæði fædd og
uppalin í faðmi fjalla, kunna þau vel við
sig á Suðurnesjum. Náttúrufegurðin er
kannski ekki eins mikil og fyrir norðan,
en á móti vegur, að hér er aldrei snjó-
þungt og samgöngur auðveldar, og svo
hefur nálægðin við höfuðborgina sitt
gildi. — euvn.
Öska öllum viðskiptamönnum og starfsfólki
GLEÐILEGRA JÓLA
OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS
NJÁLL BENEDIKTSSON,
BERGÞÓRSHVOLI, GARÐI