Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1972, Qupperneq 11

Faxi - 01.12.1972, Qupperneq 11
barna og vísindalegum rannsóknum í 'þeim efnum og sagði að þær niðurstöður 'hefðu leitt í ljós. að skólinn ætti lítinn þátt í að móta viðhorf nemenda til hug- mynda og umhverfis. Afstaða til þessa réðist að langmestu leyti á heimilunum, og foreldrarnir væru áhrifavald sem væri skólanum yfirsterkari í þessum efnum. Þetta taldi Jón staðfestingu á því vega- nesti, sem uppalendur í þessu skólahverfi hafa gefið börnum sínum. Án þeirrar jákvæðu afstöðu, til menntunar og mál- efna, sem foreldrar nemenda í Gerða- skóla hafa haft, „væri sá skóli ekki þáð sem hann hefur verið, það sem ég vona að hann sé og það sem við viljum öll að hann verði, um alla framtíð. Þá ósk á ég heitasta til ihanda Gerðaskóla, þegar hann nú stendur í upphafi annarrar starfsaldar sinnar, áð hann megi áfram og ævinlega vera mótaður af þeirri umhyggju og á- byrgðartilfinningu, bæði nemenda og fullorðinna, sem mér finnst setja sterk- astan svip á hann nú, þá verður skólinn sá hornsteinn í byggðarlaginu, sem hon- um er ætlað að vera“. Þetta voru lokaorð Jóns Ólafsonar, skólastjóra, og undir þau var tekið méð kröftugu lófataki við- staddra. HELGI ELÍASSON, fræðslumálasjóri, sagði, að þessi kvöldstund aldarafmælis- fagnaðar Geiðaskóla hefði gripið hug hans meir en margar aðrar hátíðarsam- komur, sem hann hefði sctið... Miklar, breytingar hafa orðið á því bæði hér og annars staðar, hvað var talið þörf fyrir hvern og einn að nema. Kröfurnar voru ekki eins miklar þá og síðar urðu og ekki hvað sízt eins og þær eru nú orðnar. Skólalögin voru sett fyrst um 1880, þegar sett voru lög um uppfræðslu í skrift og reikningi, en kristinfræði hafði um lang- an aldur verið námsgrein, ekki áðeins í skólum, heldur og á heimilum, og þai vom það prestarnir, sem lögðu sitt lóð á vogarskálarnar. „Gagnmerkustu lögin í skólamálum, munu vera fiæðslulögin, sem sett voru 1907. Þótt lögin hafi verið end- urskoðuð á 10 ára fresti, hygg ég að lögin frá 1907 verði merkilegasti minnisvarði í menningarsögu þjóðarinnar“, sagði Helgi, og síðan rakti hann breytingar þær, sem orðið hafa á námslöggjöfinni, og ekki hvað sízt hina öru tækni og vél- væðingu, sem hefur knúið þar á. Að síð- ustu bað hann þess, að sá sem öllu réði, héldi verndaiihendi yfir Gerðaskóla, svo hann mætti ávallt verða góður skóli. GUNNAR M. MAGNÚSS, rithöfund- ur hóf mál sitt með því að þakka öllum aðstandendum þessa samkvæmis, fyrir að hafa boðið honum áð sitja samkom- una og njóta kvöldstundarinnar. Þrjú orð sagði Gunnar að honum væri ofarlega í huga, faðir ,móðir og freldrar, og hann bað viðstadda að hugleiða þau með sér. „Við eigum föðurland, við eigum móður- mál, við eigum heimili, — foreldrahús. Það er svo margt, sem er tengt þessum orðum, í lífi okkar, sem verður ævarandi; fleira en ég hef nefnt“, sagði Gunnar og bætti síðan við „Römm er sú taug, er rekka dregur, föðurtúna til, og mér renn- ur blóðið til skyldunnar, þegar ég kem hér“. Síðan minntist Gunnar foreldra sinna, en móðir hans var fædd og uppalin í Garðinum og var hún nemandi á fyrsta skólaárinu, sem byrjaði 7. okt. 1872 og lauk 21. apríl 1873. „Þess vegna er ég þakklátur þessu héraði, fósturbyggð móður minnar, og því sem frá henni er runnið til mín. Faðir hennar, Árni Þor- valdsson á Meiðastöðum, var hreppstjóri hér í nálega 20 ár. Hann var mikill út- gerðannaður, fyrirhafnarmaður töluverð- ur, og talsverður auðmaður á þeiin tíma. Hann hafði fyrir landi, 6 tein- og áttær- inga, 40-50 manns í heimili á vertíðum oft“, sagði Gunnar og minntist þess, að Árni hafði þann hátt á, í þessu ágæta bindindisplássi, að setja brennivínskút -inn, í saltbirgðir sínar, áður.en. vertíð/.hófst og því betur sem veiddist, því fyrr kom kúturinn í ljós, og þá var veitt úr krana til vertíðarmanna. „Já, móðir mín var í skóla fyrir hundrað árurn og ég er hér, þá sjáið þið livað þetta er stuttur tími. Ég er að vísu kominn nokkuð nálægt landa- mærunum, og það er allt í lagi með það, en mér er mikil ánægja að geta minnzt foreldra minna hér“. Foreldra sína sagði Gunnar hafa flutt vestur á firði, en þótt hann væri fæddur Vestfirðingur, leið ekki á löngu þar til hann, sem mjög lítill drengur — var orðinn kunnugur mörguin hér í Garðin- um, vegna þess að móðir hans sagði hon- uni frá æskustöðvum sínum, — frá fólk- inu, frá atburðum, hagyrðingunuin, og margar vísur sagðist hann enn inuna. Gunnar minntist sérstaklega á Eyjólf Þor- geirsson, frá Króki, og fór með vísur eftir hann (þar af eina með aðstoð Sveins Halldórssonar). „Silfur og gull á ég’ekki, eins og þar stendur, en ég gef ykkur það sem ég á. Hjartanlegar hamingjuóskir til þoipsins, skólans og fólksins, sem hér býr nú og í framtíð“. Síðan bað Gunnar samkomu- gesti að láta hljóma ferfalt húrra fyrir þeim fjórum skólastjórum, sem inni voru staddir, og var það gert. SVEINN HALLDÓRSSON, fyrrum skólastjóri, sagði að það væri gamalla inanna háttur að tala mikið um sjálfan sig og bað inenn að afsaka, þótt hann fylgdi þessum sið. „Já, tíminn líður óðfluga, nú eru liðin rétt 70 ár síðan ég kom í þennan skóla, sem er að halda hundrað ára afmæli núna. Það var um nýárið Sveinn Halldórsson 1903, en þá voru kennarar þessi indælu hjón, Einar Magnússon og Matthildur Finnsdóttir. Ég var læs, það var það eina. Ég kunni ekiki að draga til stafs, þótt ég væri tólf ára, og þaðan af síðui að reikna, það þætti ekki beisið nú. Ég man að við vorum látin skrifa msð griffli á spjald, tölustafi í reikningstímum, fyrstu vikuna. Ég man það ennþá, að eftir um það bil mánuð, að þá fór Einar minn elskulegi að láta mig skrifa samfellt mál upp úr bók. Það voru dæmisögur Esóps. Þegar Einai hafði farið yfir bók- ina, og ég fékk hana aftur, stóð fyrir neðan, með þessari fallegu hönd, — þið munið hvað hann Einar skrifaði vel, — ósköp er þetta nú illa skrifað, Sveinn. Og það var satt.“ Tveimur árum síðar kvaddi Sveinn skólann með slíkum söknuði, að hann grét við skólauppsögnina. Oft sagðist Sveinn hafa ókað þess, síðar á ævinni, F A X I 183
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.