Faxi - 01.12.1972, Síða 16
IÞRÓTTIR
iþróttahöll fyrir Suöurnes
Þótt mikið væri um að vera í íþrótta-
lífinu á Suðurnesjum á liðnu ári, þyngja
ekki margir verðlaunagripir hillur í-
þróttasamtakanna hér syðra, sem er næsta
fágætt á seinni árum.
Knattspyrnumennirnir kræktu í einn
bikar, sem reyndar tilheyrir keppni fyrra
árs. Golfleikarar, sem sjaldan hafa látið
það henda, að vinna ekki einn eða fleiri
titla, komu tómhentir af íslandsmótinu
að þessu sinni. Sund, handknattleikur,
frjálsar íþróttir, hafa fáu af að státa á
árinu, hvað sigra snertir. Ljós punktur í
knattleikjum er sigur UMFN í II. deild,
þótt lítið hafi verið á hann minnzt.
En íþróttir eru ekki fyrst og fremst
ætlaðar keppnismönnum til afreka. Sigr-
ar eru sætir, en íþróttir þjóna fyrst og
fremst því hlutverki, að vera leiks- og
heilsulind, og ef sú hlið er skoðuð, hafa
íþróttirnar þjónað vel sínu hlutverki.
Sennilega hafa aldrei fleiri lagt stund á
einhvers konar íþróttir á Suðurnesjum en
á árinu sem er að líða. Samnorræna sund-
keppnin laðaði að sjálfsögðu flesta til
íþróttaiðkana. Aðrar íþróttir, svo sem
badminton, eru iðkaðar í vaxandi mæli,
af stórum hópi, sem aðeins er að skapa
sér hreyfingu með iðkuninni.
Starfið sem að baki liggur íþróttun-
um, er sízt ininna, þótt vcrðiaunabikarar
hrannist ekki upp, og íþróttamenn gjörðu
víðreist á árinu. Ber þar hæst Spánar-
ferð ÍBK, sem kepptu í Evrópukeppni
meistaraliða, við Real Madrid þar ytra,
og urðu landi sínu og þjóð til mikils
sóma. Sportmenn ÍBK gengust fyrir hóp-
ferð, all fjölmennri til Spánar, í sam-
bandi við leikinn, og voru ferðalangarnir
mjög ánægðir með hana í alla staði. Þeg-
ar á allt er litið, geta íþróttaunnendur
verið ánægðir með starfið á árinu.
ÖKUKENNSLA!
Kenni á nýja Cortinu.
BJÖRN BJÖRNSSON,
Hringbrauf- 68, sími 2608
Fyrst við erum á annað borð farnir að
ræða um íþróttir og aukinn áhuga manna
sem vilja stunda þær til að vega upp á
móti líkamshreyfingu við dagleg störf,
væri ekki úr vegi að drepa örlítið á að-
stöðuna. Vellir til knattleikja virðast
vera nægilega margir, en 'hinn almenni
iðkandi á erfitt með að nota þá, sérstak-
lega yfir vetrartímann, og ber ýmislegt
til. Að sumri til eru þeir fullnýttir, en að
vetri hamiar ljósleysi og slæmt veðurfar.
Inniíþróttir virðast því betur eiga við
allan þorra manna, en ástandið í íþrótta-
í nútíma þjóðféiagi er bifreiðin orðin
eins konar fjölskyldumeðlimur. í flest-
um greinum þarf að taka liana með í
reikninginn, því eins og hún þjónar eig-
endum sínum þarf hún einnig sína urn-
önnun, ef hún á að gegna sómasamlega
hlutverki sínu.
Eldsneyti, smurning, viðgerðir og
þvottur eru atriði, sem ekki má van-
rækja, annars getur illa íarið. Þrjú fyrst
töldu atii’ðin er auðvelt að uppfylla, en
það fjórða, þvotturinn, hefur verið mikið
vandamál bifreiðaeigenda á Suðurnesj-
um, sérstaklega að vetri til.
En hið ágæta þjónustufyrirtæki Fitja-
húsmálum Suðurnesja er því miður bág-
borið, þótt úr kunni áð rætast á næstu
árum í Njarðvíkunum. Annars staðar eiu
engin íþróttahús eða þá alltof lítil. Heyrzt
hefur að íþróttafélögin í Keflavík hafi
verið að þreifa fyrir sér um samvinnu á
lausn þessara mála, og vonandi tekst hún.
Sú spurning vaknar um leið, hvort tími
sé ekki kominn til þess að byggt verði
eitt stórt íþróttahús fyrir Suðurnesin,
sem þjónað gæti bæði keppnisíþróttunum
og að hluta til þeim sem iðka íþróttir sér
til ánægju og heilsubótar. Samstarfsnefnd
sveitaféiaganna mætti gjarnan hugleiða
þá byggingu og ekki skaðaði þótt íþiótta-
hreyfingin léti þar álit sitt í ljós.
nesti, við Flugvallarveg, hefur komið tii
móts við bifreiðaeigendur og reist bygg-
ingu, þar sem menn geta þvegið bif-
reiðir sínar og bónað í upphituðu húsi,
gegn sanngjarnri þóknun, og kemur sér
áreiðaniega vel fyrir margan, að geta
brugðið sér inn á þvottastöðina með
ökutækið, núna fyrir jólin, til þvottar
bæði utan og innan.
Á myndinni sjást tveir heiðursmenn
vera að ljúka þvottinum. Við sjáum ekki
betur en sá sem fjær er sé Ragnar Guð-
mundsson, veitingamaður, en sá sem er
nær, Gunnar Brandsson, þvottahúseig-
andi í Keflavík.
Nýtt hjá Fitjanesti, inniþvottastöð
i
188 — FAX I