Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1972, Side 23

Faxi - 01.12.1972, Side 23
MINNING KAUPMANNSH3ÓNANNA FRÁ AKURHÚSUM, Þorláks Benediktssonar og w Dórunnar S. Olafsdóttur ÞORLÁKUR BENEDIKTSSON var fæddur 1. janúar 1888, í Akurhúsum í Garði. Voru foreldrar hans hjónin Bene- dikt Þorláksson og Sigríður Björnsdóttir, bæði ættuð austan ú Skaftafellssýslu. Þorlákur Bcncdiktsson Þorlákur ólst upp í foreldrahúsum og voru þau þrjú systkinin, Guðbjörg, sem dó tveggja ára, og Björn, en hann lézt árið 1957. Þorlákur byrjaði ungur að róa með föður sínum og stundáði sjósókn lengi fram eftir aldri. Hann stofnaði útgerð ásamt Bjarna Björnssyni í Nýlendu og Einari Helga- syni í Nýjabæ, og var Þorlákur formaður á skipi þeirra. Árið 1922 setti Þorlákur upp verzlun í Akurhúsum, en stundaði sjóinn áfram, jafnframt verzlunarstörfunum. Árið 1929 fluttist Þorlákur til Hafnarfjarðar, þar sem hann einnig rak verzlun á tveimur stöðum. Ekki undi hann sér lengi í Hafnarfirði. Hann þráði áð komast í heimabyggð sína, sem honum allar stund- ir þótti svo vænt um. Og eftir tveggja ára dvöl í Hafnarfirði, flytzt hann aftur suður í Garð, þar seni hann endurbyggði Akurhúsin og hóf verzlun að nýju, en stundaði jafnframt sjóinn á litlum bát- urn næstu tíu árin. Um þetta leyti hóf hann einnig fiskverkun í Akurhúsum, þar sem hann verkaði fisk fyrir aðra, svo sem Loft Loftsson, útgerðarmann í Sandgerði, en rak síðan fiskverkun á Jórunn S. Ólafsdóttir eigin vegum, allt t'.l ársins 1955, er hann sneri sér eingöngu að verzlunarstörfum. Hinn 14. febrúar 1914, kvætnist Þor- lákur, Jóiunni Sigríði Ólafsdóttur, er flutzt hafði áð Akurhúsum haustið áður. Var hún ættuð af Vatnsleysuströnd, mik- il myndar- og dugnaðarkona..vÞau hjón- in Þorlákur og Jórunn eignuðust ekki börn, en einn kjörson ólu þau upp, Hauk, sem lézt fyrir tveimur árum. Hann var kvæntur Gyðu Eyjólfsdóttur og voru þau hjónin búsett í Reykjavík. Þá ólu þau einnig upp eina fósturdóttur, sem þau tóku að sér sex ára gamla, þegar móðir hennar andaðist frá 11 böinum. Ingibjörg er nú gift Einari Gíslasyni, út- gerðarmanni í Sandgerði. Báðum þess- um börnum reyndust þau hjónin sem beztu foreldrar. Árið 1958 veiktist Þorlákur og varð að dveljast á Vífilsstöðum vetrarlangt, en hafði þá náð fullum'bata. En þegai hann kom heim frá veikindadvöl sinni, árið 1959, hafði kona hans tekið þann sjúk- dóm, er leiddi hana til dauða. Hún and- aðist hinn 13. nóvember 1959. Fjórum áruin síðar, eða hinn 12. okt. 1963 ,k\æntist Þorlákur öðru sinni, Her- dísi Joensen, frá Færeyjum, og var hún manni sínum mikill styrkur og stoð í veikindum er hann varð síðar að stríða við. En síðustu ár hafði hann á ný náð góðri heilsu. Að kvöldi hins 6. janúar sl. varð hann fyrir alvarlegu veikindaáfalli á heimili sínu. Daginn eftir var hann fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og þar andaðist hann, aðfaranótt. 2. rnarz sl., 84 ára gamall. Þorlákur Benediktsson var einn þeiria fáu manna, sem settu hvað mestan svip á byggðarlag sitt. Hann unni því af al- hug og helgaði því starfskrafta sína af mikilli óeigingiini og fórnarlund, enda má fullyrða, að hann hafi notið óskorð- aðs trausts og virðingar sveitunga sinna og raunar allra, sem kynntust þessum ó- venju fjölhæfa, drenglundaða og góð- hjartaða mannkostamanni. Hann var starfsmaður mikill, og reglu- semi hans og snyrtimennska í öllum störf- um og alls staðar þar sem hann hafði umgengni, hvort heldur var á heimili hans eða vinnustað, var frábær. Sérhvert verk, senr hann vann, hvort heldur það vai stórt eða smátt, vann hann af ein- stakri alúð, samvizkusemi, nákvæmni og vandvirkni. Og þar sem saman fóru mikl- ir hæfileikar og góðar gáfur, þurfti ekki að efast um árangurinn. í öllum viðskiptum var hann sérstak- lega áreiðanlegur og strangheiðarlegur. Öllum hans orðum mátti treysta skilyrð- islaust. Þorlákur var prýðisvel greindur og mjög vel máli farinn. Þannig átti hann auðvelt með að tjá hugsanir sínar í orð- ' um jafnt í einkaviðræðum, sem á rnanna- fundum, en auk þess var hann vel ritfær F A X I — 195

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.