Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1972, Page 37

Faxi - 01.12.1972, Page 37
Afmælishvöt Bárufélagsins árið 1906 Kvæði íþað, sem hér birtist, fannst í handritaðri bók, sem var í fórum Þor- láks heitins Benediktsso-nar, frá Aukur- húsum ,sem lézt sl. vetur. Bókin var rit- úð af föður hans, Benedikt Þorlákssyni, sem skrásetti ýrnsan fróðleik, sögur og kvæði eftir ýmsa samtíðarmenn, þar á meðal Jón Guðmundsson, sem er höf- undur „Afmælishvatar Bárufélagsins 1906“. Eftir Jón hefur birzt í Faxa lýs- ing á Keflavík 1906, en hann dvaldi víða á Suðurnesjum. Væntanlega gefst tæki- færi til að segja nánar frá Jóni og kveð- skap hans, í samráði við sonarson hans, Gunnar V. Jónsson, í Sandgerði. Svo nokkrum orðum sé vikið að fé- lagi því, sem hann tileinkar kvæði sitt, skulum við fletta upp desemberblaði Faxa og sjá, hvað verkalýðsleið- toginn Ragnar Guðleifsson, segir um þennan félagsskap, í greininni Samvinna og samtök í Keflavík. „Um þetta leyti er nýtt tímabil hafið í íslenzkum atvinnumálunr. Þilskipaút- vegurinn stendur þá í miklum blóma og með honum skapast ný atvinnustétt í íslenzku þjóðfélagi. Þessi stétt hafði þá fyrir nokkrum ár- um myndað sín samtök. Sjómannafélagið Báran í Reykjavík var stofnað 1894, og hafa Keflvíkingar, sem atvinnu stundúðu á skútunum, áreiðanlega kynnzt þeim fé- lagssamtökum og flutt fregnir a-f þeim. t þessu umhverfi var fyrsta sjómannafé- lagið stofnað í Keflavík“. Síðan re-kur Ra-gnar stofnunina og seg- ir frá áhugamálum félagsins, sem voru ærið mörg, 1-agfæra vatnsbólin, gatna- gerð, byggja fundanhús, stofna pöntunar- félag, kaupa vélbát og ræða misnotkun helgidagsins. Gerðu þeir fundarsamþ. þar að lútandi, að félagsmenn skuli ekki vinna á sunnudögum frá kl. 11 til kl. 2 eftir hádegi. Einnig er rætt um stofnun verk-amannafélags til að efla kaup og kjör verka,m.anna. „Mörg af þessum áhugamálum Báru- félagsins ko-must í framkvæmd“, skrifar Ragnar, og rekur þau srðan. Og Jón Guðmundsson hrífst sýnilega með Bárufélagsmönnum og leggur sitt af mörkum í baráttuna, hvatningarljóðið. Út ó breiðum bórum bifast fleyin smó, ævin dregst með órum, yfir tímans sjó. Veðrum vill ei slota, víða óhrein leið, leggjum félags flota, fram, sem einni skeið. Hvetjum lýð í landi lífsins hlutverk sjó, bróður félagsbandi, bindum hvern sem mó. Feðra dóðin dofnar, dreifist búa lið, ef að sérhver sofnar, sína heimsku við. Ef í hríðum hranna, höfum sjómanns þor, hótt ó meðal manna, merki setjum vor, þó mun félags fylling, farveg kjósa sér, rækt með róð og stilling, raun þó sönnum vér. Knýjum vel ó völdin, vora fyrir stétt, unz að finnur fjöldinn, fullan þjóðar rétt. Ef þau gys og gaman, gjöra að okkar róm, söfnumst allir saman, setjum fimmtardóm. Hann, sem kannar höfin, hvöss við storma él, þar sem gapir gröfin, geigvæn ógnar „Hel". Gegnum unnir gneistar grefur hetju spor, er sem öldur reistar, auki sjómanns þor. Fram með Fónann, bræður, fylgi yðar þarf, fram með frjólsar ræður, fram með byrjað starf. Fram til félags nota, færum stein úr leið, leggjum félags flota, fram sem einni skeið. Jón Guðmundsson 1 'Í^.íliisútvarpib ÓSKAR ÖLLUM LANDSMÖNNUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR A KOMANDI ÁRI. rsrrsrsrsrrsrsrrrsrrrsrs* rsrsrsrrvrsrsrsrsrsrrsrsrrsrsrsrvrrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrrrrsrsrrrsrsrsrrrrsrsrrsrNrsrsrrsrrsrrsrsrsrsrsrrrrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrrs F AX I — 209

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.