Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1972, Qupperneq 52

Faxi - 01.12.1972, Qupperneq 52
Skákþáttur FAXA! Seint koma sumir dagar en koma þó Árið 1964 markar mikil og raunar einkennileg tímamót í sögu Skákfélags Keflavíkur. Það ár eignast félagið sinn fyrsta íslandsmeistara í skák, Helga Ói- afsson, en næstu árin á eftir og allt fram á seinasta ár, fer skáklífi hnignandi á Siðurnesjum. Varla er hægt að telja or- sökina þá, að Helgi hafi verið slíkur yf- irburðamaður, að enginn þorði að etja kapp við hann, 'heldur er það stareynd, áð áhugi fyrir skák á íslandi fór dofn- andi og jókst ekki fyrr en í sumar, þegar heimsmeistarakeppnin fór fram hér á landi. Hclgi Ólafsson, skákmcistari íslands 1964 En svo að öllum vangaveltum sé sleppt, þá varð frami Helga fremur skjót- ur sem skákmanns. Þegar hann keppti í fyrsta sinn á Skákþingi íslands, hafði hann ekki tekið oft þátt í sterkum mót- um og því ungur og óharðnaður. En tveimur árum seinna hefur hann öðlazt þá reynslu, sem til þurfti í slíka eldraun, og sigraði. Þá birtist í Faxa grein um Helga og mynd á forsíðu, og Helgi þar kynntur fyrir lesendum, og stóð þar m.a.: „Hinn nýi íslandsmeistari, Helgi Ólafsson, er aðeins rúmlega tvítugur að aldri. Hann er ættaður frá Litla-Hólmi í eLiru, son- ur Ólafs Sigurjónsonar og Unnar Sigurð- ardóttur. Fyrir þá sem áhuga hafa á ættfræði má geta þess, að Freysteinn Þorbergsson, fyrrv. íslandsmeistari, er einnig ættaður þáðan, en hann og Helgi eru biæðrasynir. Helgi hóf skákferil sinn 12 ára gamall hjá Skákfélagi Keflavíkur, með þátttöku sinni í unglingaflokíki Suðurnesjamótsins, en þar varð hann í öðru sæti. Síðan hef- ur vegur hans farið vaxandi með hverju ári. Hann varð Súðurnesja- og Keflavík- urmeisatri oftar en einu sinni. Öðrum til eftirbreytni má geta þess, að þótt Helgi hafi snemma sýnt góða hæfileika sem skákmaður, var hann aldrei talinn neitt undrabarn. Honum var það líka sjálfum vel ljóst, að undirstaðan til að verða góð- ur skákmaður var alhliða þekking á hin- um ýmsu hliðum skáklistarinnar. Hann lagði því allan sinn metnað í að auka og þroska þá hæfileika sem hann bjó yfir méð því að læra af reynslu og kunnáttu annarra, með lestri góðra skákbóka og tímarita“. ,Og grein blaðsins endaði með því, að að lokum eigi að koma ein skák, sem Helgi tefldi í mótinu, til að sýna hvaða tökum hann taki andstæðingana, gefi þeir færi á sér, — en skákin var aldrei birt, greinarhöfundi til mikillar furðu. Nú undrast hinn sami ekki lengur, enda betur kunnugur erfiðleikum blaðaútgáfu nú en þá. Seint koma sumir dagar en koma þó. Hér á eftir fer ein skák, sem Helgi tefldi á umræddu skákþingi, og skipti miklum sköpum fyrir Helga. Sigurinn sem hann vann þar yfir Jóni Kristinssyni, færði honum íslandsmeistaratitilinn 1964. Eftir þetta tók Helgi lítinn þátt í opin- berum mótum, en samt hyigg ég, áð skák- borðið sé aldrei ýkja lang frá Helga, hvort heldur hann dvelur á sjó eða landi. 11. umferð, 30. marz. Hvítt: Jón Kristinsson Svart: Helgi Ólafsson. 1. e4—Rf6, 2. e5—Rd5, 3. d4—d6, 4. Rf3—Bf5, 5. Bd3—Bxd3, 6. Dxd3— e6, 7. Db5 *—Rc6, 8. Bg5—Dd7, 9. De2—h6, 10. Bcl—dxe5, 11. dxe5— 0-0-0, 12. 0-0—g5, 13. c4—Rdb4, 14. h3—Dd3, 15. Rc3—Bg7, 16. Be3— Dxe2, '7. Rxe2—Rxe5, 18. Rxe5—Bxe5 19. f4—gxf4, 20. Bxf4—Bxb2, 21. Habl —Rd3, 22. Hxb2—Rxb2, 23. Be5— Hhg8, 24. Hxf7—Hdl *, 25. Kh2—Rd3, 26. Hxc7*—Kd8, 27. Hxb7—Hg6, 28. Bc7*—Kc8, 29. Hxa7—Hd2, 30. Rg3 —h5, 31. h4—Hg4, 32. Bd6—Rel, 33. Kh3—Hxd6. — Hvítur gafst upp. HAUSTMÓT S. K.: Reynir Sigurðsson sigurvegari Mikil gróska er nú í taflfélaginu og er haustmót þess nýafstaðið. Þátttakendur voru yfir 30 í flokki fullorðinna, en um 20 í unglingaflokki. Tefldar voru níu umferðir, eftir Mon- rad-kenfi, í eldri flokki og urðu úrslit, sem hér segir: Vinningar 1. Reynir Sigufðsson IVi 2. Skarphéðinn Agnarsson 7 3. Gísli Guðfinnsson 7 4. Björn Dagsson 7 Gísli Guðfinnsson er aðeins 14 ára og þykir líklegur til afreka, ef hann heldur tryggð við skákhstina. í uniglingaflokki urðu Haukur Berg- mann og Hjörtur Jóhannsson efstir, en 1 úrslitakeppni um fyrsta sætið vann Haukur. 224 F A X I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.