Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1972, Síða 60

Faxi - 01.12.1972, Síða 60
Hékk fyrir utan gluggann hvernig sem viðraði Fyrir nokkru veitti bæjarstjórn Kefla- víkur 25 þúsund krónur til Skúla Magn- ússonar, í viðurkenningarskyni fyrir iit- störf um sögu Keflavíkur, svo og fríar ferðir til Reykjavíkur fram og til baka með SBK og greiðslu á ljósritun á Þjóð- skjalasafninu. Eins og lesendum er kunnugt, hefur Skúli Magnússon lagt sig mikið í fram- króka við að kynna sér sögu — ekki einungis Keflavíkur — heldur ýmsan ann an þjóðlegan fróðleik. Skúli hefur því orðið aRstaðgóða þekkingu á liðinni tíð og hyggst alls ekki láta staðar numið í bráðina. Árið 1968 birtist í Morguniblaðinu grein um hafnarmál í Keflavík og Njarðvík. Vakti greinin mikla athygli á Suðurnesjum og menn fóru að velta fyrir sér, ihver hinn lítt þekkti höfundur væri. Helzt hallaðist fólk að því, að um eldri mann væri að ræða, sem lítið hefði hætt sér fram á rit- völlinn til þessa, þótt hann réði yfir pennaleikni. En þótt ótrúlegt megi virðast, var höf- undurinn aðeins 16 ára gamall Keflvík- ingur, sem nýbúinn var að fá áhuga á hafnarmálum, Skúli Magnússon, sá hinn sami og bærinn veitti viðurkenninguna í haust. Nú á tímum hlýtur það að vera eins- dæmi, áð ungur maður leggi það á sig að grúska í gömlum skræðum og viða að sér þjóðlegum fróðleik, þegar freisting- arnar bíða á hverju götuhorni. Athug- andi er því að kynnast því hjá Skúla sjálfum, hvað vakti áhuga hans fyrir fortíðinni. — Áhugi minn vaknaði fyrst þegar ég var tíu ár gamall, þegar Benedikt Þór- arinsson byggði bæ í gömlum íslenzkum stíl við Hringbrautina. Ég var alltaf að sniglast í kringum Benedikt meðan á byggingunni stóð, og meðan hann var að koma gömlum munum fyrir í bænum. Ég fór að stunda bókasöfn og lesa um liðna tíð. Fyrsta bókin sem ég rýndi í, var bók Helga Konráðss., Ævisaga Bertil Thorvaldsen, myndhöggvara í Kaup- mannahöfn. Fyrstu munina eignaðist ég svo norður á Akureyri þetta sama sum- ar og hef stundað söfnun síðan, aðeins í litlum mæli þó. Fyrstu blaðagreinina skrifaði ég í Fermingarbarnablaðið 1966 um æfi Sig- urðar málara, en hann var upphafsmað- ur Þjóðminjasafnsins. En áhugi minn fyrir byggðasafni í Keflavík er eldri, hann vaknaði árið 1964, þegar ég sá páskasýningu byggðasafnsnefndar í bókabúðarglugganum í Keflavík. Ég hékk fyrir utan gluggann hvernig sem viðraði, í rysjóttri tíð, til að skoða mun- ina. Eiginlega gegnir furðu, að ég skuli ekki hafa veikzt. Upphafið að starfi mínu við Byggða- safn Keflavíkur, var það, að ég frétti að bátur hefði fengið akkeri í veiðarfæri undan Vatnsleysuströnd. Fór ég þá til Helga S., sem er formaður Byggðasafns- nefndar og bað hann þess að ná í akker- ið og koma því á góðan stað, sem hann og gerði. Einmitt þegar ég talaði við Helga þennan sama dag, fórum við að ræða málefni safnsins vítt og breitt. Helgi bað mig að koma til sín daginn eftir og líma inn úrklippur, sem byggðasafnið varðveitir. Eru það öll málefni Suðui- nesja, sem birtast í blöðum landsins. Skúli Magnússon Síðan hef ég verið viðloðandi safnið. Helgi á sem sé heiðurinn — eða skömm- ina, að veru minni þar, en ég honum þakklátur fyrir þann skilning, sem han hefur á áhugamálum inínum. Jú, grúskið tekur langan tíma. Stund- um gengur manni vel að grafa upp það, sem verið er að grennslast eftir. Oft kemur líka fyrir, að ekkert finnst eftir daglanga leit. Saga Keflavíkur hefur lengi verið mitt hjartans mál. Ég hef leitast vi'ð að afla mér sem mestrar þekkingar og fróðleiks um staðinn. 1966 byrjaði ég fyrst að viða að mér heimildum, en fyrir alvöru árið 1970, þegar ég fór að stunda Þjóð- skjalasafnið, og hef gert síðan, tvisvar til þrisvar í viku. Ritstörfin taka líka mikinn tíma, og ég hef hugsað mér áð safna saman eins miklu og æfin endist mér, og festa þann fróðleik á blað, hvort sem það verður talið til gildis eða ekki. Þetta er mín lífs- fylling. ASTVALDSSONAR Brautarholti 4 - Reykjavík - Sími 3D345 óskar öllum íbúum Suðurnesja gleðilegra jóla og farsældar ó komandi óri. 232 — FAX i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.