Faxi - 01.12.1972, Síða 64
þar sem stöku skipi sást bregða fyrir
með löngu millibili. En áfram mjakast
skipið, við finnum veðrabreytinguna við
hvern sólarhringinn, sem farinn er, og
einn dag er eyjan Björling á vinstri hönd,
og þá vitum við áð skammt er til Portú-
gal.
A eyjunni Björling var mér sagt að
væri stærsti viti Evrópu. Svo færist húm-
ið yfir. Fyrir aftan okkur sendir vitinn
sínar risavöxnu ljóskeilur út í nóttina,
en fyrir stafni bjarmar upp af ljósum
höfuðborgar Portúgal, — Lissabon.
En Miðjaðarhafið var takmarkið og
áfram, þar til við erum staddir í fordyri
þess, Gíbaltar.
Þar þurfum við að hafa talsverða við-
dvöl, því nú er stríð og nákvæm athugun
á skipsskjölum og farmi því talin nauð-
synleg. Svo er því lokið, og við megum
halda áfram. Gíbraltarfjallið sígur í sæ
með sínar tröllauknu vítisvélar, og bráð-
lega fer Maroccoströndin sömu leiðina og
Afríka hverfur. Loks, einn sólbjartan
morgun þega.r ég vakna, heyrast ekki
lengur hin þungu slög vélarinnar. Skipið
liggur inni á logndauðri höfn lítils salt-
bæjar á suðurausturströndinni.
Veðrið er dásamlegt, hafið glitrar
spegilslétt, suðrænn gróður þekur hlíð-
arnar fyrir ofan bæinn, en mitt í grænku
hlíðanna og bláma hafsins liggur bærinn
með sínar hvítkölkuðu byggingar skín-
andi í sterku sólskininu, sem gefur þeim
ævintýralegan blæ í mátulegri fjarlægð.
Sardínufiskararnir eru að koma að
landi á litlum vélbátum, sem líkjast mest
stórum trillubátum í íslenzku sjávar-
þorpi. Flestir bátarnir eru með dekki en
mastursiausir, og þykja okkur þeir koll-
óttir ásýndum.
Fiskimennirnir eru fátæklega klæddir,
margir berfættir, með buxnaskálmarnar
brettar upp fyrir hné, fötin vot og hreistr-
ug, andlitin sótug.
Aflinn er svolítil hrúga af þessum ör-
smáa fiski, sem við könnumst svo vel
við, sérstaklega fyrir það, hvað dýr hann
er, þegar hann kemur til okkar. En við
vitum líka, að eitt kg af íslenzkum salt-
fiski kostar hér sem svarar 13,60 kr. í
íslenzkum peningum. Ég veit líka, að
þeir, sem veiða fisk á íslenzkum miðum
kaupa sjaldan sardínur, og brátt kemst ég
að því, að þeir, sem veiða sardínur hér,
■kauja aldrei saltfisk.
Nú fer bærinn að vakna af svefni,
vinnan hefst við höfnina og alls konar
vélknúin farartæki koma á kreik. Tveir
varðmenn frá hernum koma um borð,
vopnaðir hlaupvíðum marghleypum og
nýtízku stríðsrifflum méð löngum sting.
Þeir eiga að vernda okkur fyrir ágengni
hungraðra barna og betlaralýðs, sem
annars mundi fylla skipið á svipstundu
svo ekki yrði hægt að vinna um borð í
því, og svo mundu þau auðvitað stela
öllu, sem þau mættu méð komast, hvort
sem það væri ætt eða óætt.
Nú verður þetta fólk að láta sér nægja
að sveima í kringum skipið á litlum dorí-
um og kalla til okkar í hálfum hljóðum,
þegar varðmennirnir eru ekki hjá okkur.
Ég var farinn að þekkja þennan tötra-
lýð frá dvöl minni í Bilbao og öðrum
borgum á norðurströnd Spánar, og or-
birgð hans og niðurlæging kemur mé nú
ekki í annað eins uppnám og áður, þó
ég hins vegar sé ekki farinn að sætta mig
við það að hafa þessar hryggðarmyndir
fyrir augunum. Gamalmenni klædd í
druslur, með höfuðið hangandi niður á
innfallið brjóstið, réttandi út höndina,
sem minnti einna helzt á fót af sund-
fugli, og biðja um brauð í nafni heilagrar
Guðsmóður. Til dæmis gamla konan, sem
situr á einum festarstólpanum með blikk-
fötu við fæturna, og bíður þar til búið er
að borða, í von um að eitthvað gangi af
súpunni sem annars yrði hellt í sjóinn.
Hver gæti látið sér detta í hug, að hún
hafi nokkru sinni verið ung og byggt sér
skýjaborgir!
Geta nokkrar skýjaborgir hrunið svo
gjörsamlega. — Þvílíkar rústir! Eða þá
bönin! Litlir, horaðir, tötrum klæddir
vesalingar, með gulbleik gamalmennis-
andlit, sum bera það jafnvel með sér, að
foreldrar þeirra hafi ekki verið heilbrigð
um það leyti, sem þau uðu til.
Hvílík æska! Auðmýking hungurs og
umkomuleysis er stimpluð óafmáanlega
á þessi andlit. . . . Yfirgnæfandi meiri-
hluti fólksins er hvorki læs né skrifandi.
Hér er ekki skyldunám fyrir börn, heldur
verður hver að kosta sín börn í skóla, ef
þau eiga nokkurrar menntunar að njóta,
og auðvitað eru fæstir, sem hafa efni á
því.
Á bifreiðastöð, sem ég kom á, kunni
enginn bifreiðastjóranna að lesa. Eru
þetta afkomendur hinna stoltu og glæsi-
legu Spánverja miðaldanna, sem biðja sér
hér ölmusu? Og þú, fagra, spanska
tunga. Hvílík niðurlæging, að þú skulir
þurfa að segja þessi orð:
Umbrí! Mangis! Mangis! Mér detta í
hug orð íslenzka landnámsmannsins, er
hann kom að fóstbróður sínum vegnum
af þrælum: „Svo fer hverjum þeim er
eigi vill blóta“. Og saman við þáð renn-
ur annað spakmæli úr annarri heimsálfu:
„Syndir feðranna koma niður á börn-
unum“.
Þannig fer fyrir hverjum þeim einstakl-
ingiingi og hverri þjóð, sem þekkir ekki
sinn vitjunartíma.
En vinnan kallar og þrátt fyrir það, þó
vélin fái að hvíla sig, þá er aldrei svo
löng bið í höfn, að ekki sé nóg vinna
fyrir vélamennina. Nú þarf að rífa upp
og hreinsa ,bera á og lagfæra fyrir næstu
ferð. Hitinn er mikill og svitinn rennur í
lækjum af hálfnöktum mönnunum, nú er
oft gripið til töfraorðsins íslenzka!
Um hádegi er matarhlé og þá komum
við aftur upp í sólarljósið. Ég er þyrstur
og matarlystin ekki góð, svo ég bregð
mér á litla, sóðalega hafnarknæpu, til
þess að fá mér bjór. í dyrunum mæti ég
negrastelpu með bananakvist í hendinni.
Hún horfir á mig, skellihlær og hrópar:
„Djöfull er hann svartur“. — En ég
get þó þvegið af mér svertuna, stúlku-
kind, ætla ég að svara, en komst ekki
nema aftur í miðja setningu, þá vantaði
mig orð og rak í vörðurnar. Negrastelp-
an benti á mig með bananakvistinum og
rak upp annan skellihlátur og hljóp svo
á dyr. Já, já, ekki er ég víst bjartur fyrst
jafnvel negrunum blöskrar, en bjórinn
drakk ég samt og fór svo um borð.
Sökum þess að höfnin liggur fyrir
opnu hafi og bærinn er lítill, er sjórinn
alveg hreinn. Ég fæ því tilhneigingu til
þess að fá mér bað, en þá er bara að
vita, hvort hér eru nokkrar mannætur.
Það gæti sem sé verið, að hákarlinn
væri ekki eins fínn með sig og negrastelp-
an, og setti það ekki fyrir sig, þó ég væri
svartur og ekki alveg hreinn. Ég sneri
mér að öðrum varðmanninum og spurði
hann, hvort óhætt væri að synda hér, og
játti hann því. En það er ekki alltaf gott
að taka þessa fugla alvarlega, einkum
þegar erfiðleikar eru á því að tala sam-
an. Stundum játa þeir því, sem þeir eru
spurðir að, án þess að skilja hvað það
er, því þeir halda víst, að þáð sé betur
liðið að svara spurningum játandi en
neitandi. Ég geng því alveg upp að hon-
um, hreyfi aðra hendina eins og sporð,
en bendi með hinni niður í sjóinn. Svo
glefsa ég snögglega fast upp við andlitið
á honum, eins og ég ætli að bíta hann.
Mannauminginn hrökk í kút, hoppaði
svo eins og fló aftur á bak, greip til byss-
236 — FAX I